Já það var ekki kostnaðarsamt að endurreisa bankana fyrir ríkisjóð, en hver borgar?

Það er nefnilega þannig lesendur góðir ef það hefði verið slegið skjaldborg um heimilin þá hefði reikningurinn verið um 100 miljörðum hærri, var það ekki í lagi að dreifa birgðunum á alla?

Hvers vegna því þá hefðu höfuðstólar lána til allra verið færð niður um 15 til 20 % .

Í staðinn eru það þeir sem skulda sem eru látnir greiða þessa umfram 100 miljarða en þeir sem voru áhættumestu lántakendurnir fá jafnvel allt að 30 % niðurfellingu lána vegna þess að húsnæðið er yfirveðsett.

Er þetta sanngjörn úrlausn fyrir alþýðu manna? ég segi nei þetta er eins og annað þeir sem haga sér á óábyrgan hátt fá meira til sín á meðan þeir sem gera hlutina að skinsemi sitja eftir með sárt ennið, réttlætið er ekkert og óréttlætið er það sem öllu stjórnar þetta er viðbjóðslegt verð ég að segja.

Þeir sem áttu peninga í peningamarkaðssjóðum fengu nánast allt sitt það eru þeir sem eru væntanlega skuldlausir og hinir yfirveðsettu þessir fá drjúgan hlut til sín en hinir hófsömu sem er mikill þorri fólks er á besta aldri sem á að greiða skattana af öllu sukkinu fær ekkert af því sem fer í leiðréttingu á þeim stökkbreyttu lánum sem það átti ekki von á.

Ég hef skömm á vinstristjórn sem hagar sér svona, því hún beitir í flestu vinnubrögðum stjórnmálaflokka  sem lengst eru til hægri í stjórnmálum, og ætti því með réttu að kallast hægristjórn.


mbl.is Flokksráð VG styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

hófsamur almennur sparifjáreigandi, aðal verndar viðfangsefni EU Tilskipunar um innlánatryggingar, er oftar ekki skuldari húsbréfs og neytandi og skattgreiðandi.

Hvernig væri að forgangsraða í anda EU þegar það hentar almenningi Ó kæru jafnaðamenn allar flokka.

Hægri og vinstri er úrelt. Þetta er flokkar atvinnu og sérhagsmunna tækisfærisinna, sem markaðsetja sig á almenning til að mata krókin.  

Júlíus Björnsson, 21.1.2010 kl. 04:12

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er kannski ekki ólíkur sósíalismi og var og er í sovét hlaðið undir aðalinn á kostnað hins almenna borgara.Sérhagsmunir.

Hvernig VG getur snúist svona í algjöra andhverfu sína er ekki hægt að skilja þar er eitthvað undir sem ekki sýrst.

Það kemur að því að upp koma mál sem skýra þetta ég trúi ekki öðru en hvenær veit ég ekki.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.1.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grunnþáttur bankastarfsemi er að geyma reiðufé gegn vægu gjaldi. Láta heimilin um að skapa virðisauka.

Þeir sem ekki nenna að baka kökuna geta braskað á netinu til að svala græðginni, nóg er af af alvöru kauphöllum á meginlandinu.

Því fleiri sem baka því betra.

Innlánatryggingar kerfi er ætlað að vernda hin útibúin gegn of háum útgreiðslum sem fylgja í kjölfar lokunar eins. Þau eru jú öll samábyrg fyrirgreiðslu sjóðsins.

Eigandi markaðar er aðal ábyrgðar aðili eignar sinnar. Þetta er ekki spurning um lögfræði menntun.

Markaðurinn verður að halda áfram.

Fjöldi þeirra sem fá bætt skiptir meira máli en stærð krafna  til að almenn tiltrú á bankakerfið glatist ekki. 

Þessi aðal skilningur hefur gleymst hér. EU-sinnar eru falskir að mat þeirra sem þekkja menningararf EU,  mér í blóðborinn að 1/3.

Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband