Fræðsluskrifstofa Suðurlands/ Árborg miðstöð þjónustu á Suðurlandi. Er Árborg á réttri leið?

Þegar núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Árborgar íhugar í alvöru að seigja sig úr samstarfi um skólaskrifstofurekstur sem rekin er í samstarfi innan SASS.

 Eru skilaboð í þessari hugsun?

Já ( Sérhagsmunir )

Ég les þannig í þessa hugsun að það sé hugsun sveitarstjórnar Árborgar að spara fjármuni á einum stað og telja sig geta bætt þjónustuna í leiðinni. góð meining ef sönn er.

En hvaða áhrif hefur það að minka þjónustuhlutverk Árborgar sem miðstöð þjónustu á Suðurlandi hefur það verið metið? Ég held að Stjórnvöld Árborgar ættu að setja upp fleiri sviðsmyndir í áhrifum þess að seigja upp samstarfi á þessu svið sem og öðrum sem geta fylgt í kjölfarið með þeim hugsunarhætti sem felst í því að hugsa fyrst um sig og síðan um aðra   ( sérhagsmunagæsla á ekki við í dag að mínu mati ) Þegar þrengingar eru í þjóðfélaginu á að hugsa um hagsmuni heildarinnar það ætti frekar að huga að meira samstarfi og meiri hagræðingu fyrir heildina. Þá á að vinna að frekari sameiningu sveitarfélaga öllum til hagsbóta. Með því að seigja sig úr samstarfi við sveitarfélög á Suðurlandi er um leið verið að seigja að það sé ekki æskilegt að reka stórt og víðfermt sveitarfélag, það er mín skoðum. Formaður SASS er bæjarfulltrúi í Árborg en hann er mótfallinn þessum fyrirætlunum félaga sinna. Ég trúi því að hann sjái að það er ekki skynsamlegt að rjúfa samstöðu og minnka  hlutverk Árborgar í því hlutverki að vera þjónustumiðstöð Suðurlands. Það er ábyrgð sem fylgir því að vera miðstöð þjónust og menntunar á Suðurlandi og það skemmir allan trúverðuleika Árborgar að koma með svona tilögur aftur og aftur, hvernig eiga sveitarfélögin sem í samstarfinu eru að treysta því sveitarfélagi sem kemur aftan að þeim aftur og aftur með tilögur um að rjúfa samstöðu í mikilvægum málum sem hafa gengið mjög vel hingað til. Það er miklu heiðarlegra og gáfulegra að ræða þessi mál inn í SASS kanna hvernig samstarfið er um einstök mál og hvað hver málaflokkur kostar með þessum hætti og þá um leið með hvaða aðrir kostir í stöðunni kanna þá bæði faglega og fjárhagslega vinna hlutina faglega gera útekt á samstarfinu og meta hlutina frá öllum hliðum. Verum heiðarleg gagnvart okkur og öðrum íbúumm við erum ekki ein á Suðurlandi. Ég mæli með að það verði hætt við þessi áform og óskað eftir útekt á þjónusu og áhrifum á breytta þjónustu sem rekin er á vegum SASS að hluta eða í samstarf sveitarfélaga innan SASS. Hvernig verður þjónustam best hjá heildinni? og hvernig verður hún kostnaðar minnst fyrir sömu heild?.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband