Færsluflokkur: Bloggar

Er hægt að sitja til borðs með þeim sem niðurlægja mann og svívirða í fjögur ár ?

Það er mér til efs að það sé hægt að ættlast  til þess að þeir  sem  sitja hlið við hlið á fundum í sölum Alþingis  geti það  eftir það sem  hefur verið hraunað  yfir  annan aðilann og ekki  nóg með það  heldur á niðrandi hátt með hroka  og yfirlæti.

Það er farsælast  fyrir alla að þeir gæfu sæti sín eftir  fram að næstu kosningum og þá  færi virðing alþingis eitthvað upp á ný.

Það sem  má lesa út  úr þerra framkomu er ef þú  verður ekki í mínu liði  þá ertu  ekki í lagi  að bera virðingu fyrir skoðunum annara  er  greinilega ekki  til hjá  þessum aðilum að minstakosti sumum þerra.

Þeir sem ekki geta tekið  tapi geta ekki  tekið sigrum  heldur  við höfum séð það  hjá sumum þessara manna   


Um hvað verður kosið ? er það um mismunandi skatta ? Olígjald aðeins 22 kr með vsk eða beina skatta?

Það hlýtur að liggja í augum uppi að það verður kosið um framlagt fjárlagafrumvarp þar er stefna fráfarandi stjórnar skýr. Kolefnisskattar á eldsneyti  sem er ekkert annað en  skattur á  flutninga hverskonar sem  bitnar harðast  á landsbyggðinni hækkar að auki  vísitölu  þar sem byggingarkostnaður mun aukast  og þar með lán hjá skuldugum heimilum. Svo skiptir umferð sára littlu máli því að skemmtiferðaskip og flugvélar  eru mikklumikklu stærri og meiri mengunarvaldar en bílaumferð  það ætti að setja komugojald á skemtiferðaskip og millilanda flug til að  minka strauminn af þessum mengunarvöldum ef það er viljinn Grænir skattar hafa oftar en ekki verið til að loka fjárlagag gati en ekki til að minnka úblástur. Þá átti að auki að bæta vegatollum á  hverslags hugsun er þetta  eiginlega. Ef auka þarf tekjur  ríkisjóðs þá er nær að hækka beina  skatta því þeir koma ekki inn í vísitöluna. Að mínu mati á  visitala á ferðaþjónustu rétt á sér   til að hún sé jafnfætis öðrum greinum  að vísu eru skip og bátar  reknir án vask. hversu sangjarn sem það nú er. Reikna þarf í heild hvað  tekjuskerðingar á aldraða kosta  eða spara  heilstætt eins er með örorkulýferisþega  þó vil ég ekki setja þessa hópa í sama pakkan.          


Við Áramót

Nú hefur síðasta ár verið Íslendingum að mikluleiti verið hagfellt. Þá er það vandi okkar veiðimannasamfélags og Bænda, Því segi ég það jú við högum okkur hvort  sem við viðurkennum það eður eig  þannig. Þegar vel árar þá vilja allir allt hærra kaup meira í bætur  meira  í samneyslu og allt þarf að gera strax. Svona haga bændur og fiskimenn sér því þeir verða að lúta náttúrunni meir en aðrir. Sjómen fiska þegar gefur  bændur bera björg í bú þegar  vel viðrar það þíðir ekki að vinna 8 tíma  og hugsa ekki um veður eða  aðrar aðstæður í náttúrunni fyrir Bændur  þar er fyrir hyggja  að eiga forða fyrir skepnunnar. Það sama hugsar landinn  grípa allt þegar það árar þannig að það sé mögulegt. það koma alltaf verri tímabil og þá er gott að eiga þetta eða hitt.

Við verðum að temja okkur lengri hugsun og meiri  fyrirhyggju og skynsamari neyslu  ekki að henda hlutunum þó tískan sé önnur Kvótinn færði útgerðinni hagsýni  nú er fiskað eftir verði á aflanum og hvenær hagkvæmast er að sækja hann það tekur hann enginn annar. Við sem störfum í landi og  erum í tannhjóli  gangverksins verðum að hugsa  þannig að við kaupum það sem okkur vantar  en ekki  að miða kaup eða neyslu okkar við nágranna eins og ég hef trú á að sé of mikið um   nágranninn keypti svona bíl  við getum ekki verið minni  og þannig er það með utanlandsferðir það eru áhrif af  því sem aðrir gera sem reka of marga út í neyslu sem þeir hafa jafnvel ekki ráð á  þetta er  hugsanlega vegna fámennis þjóðarinnar og  eilífs samanburðar. Við sjáum þetta í samningum verkalífsfélaga  þar er oftar en ekki miðað við einhvern hóp sem fékk meiri hækkun en hvað er síngjarnt fyrir þessa vinnu fremur en aðra. Nú síðast þingmenn fengu hækkun miðað við aðra og svo miða aðrir sig við þá. Þetta verður að hverfa  gera þarf  nokkurskonar starfsmat á milli rétta og ákveða launa mun  á milli einstakra starfa. Í karadeilu á sjúkrahúsum var eilíft verið að deila um  hver hækkun hvera stéttar var  í síðustu samningum  en þar þarf að gera starfsmat á spítölum og  raða störfunum eftir  erfiðleikastigum menntun og öðrum þáttum sem taka á tillit til titla að sátt megi ríkja  svo eftir að þessu er lokið þá er einn samningur og allir fá sömu hækkun  þá er sennilega rétt að taka prósentu og krónutölu  í bland svo bilið verði ekki um of  eins og prósentu reikningur veldur.

Ef okkur íslendingum myndi auðast að gera þetta þá  væri hér mun betra fyrir alla og ungmenni gætu þá stemmt á störf miðað við t.d tekjur og getu sína til að hámarka  afkomu sína og  svo nátúrlega áhugasvið sem ráða eiga miklu meir en þau gera í dag. Brottfall úr framhaldsskólum er of mikið vegna þess að unglingar eru  of oft settir í þennan skóla og skulu læra þetta eða hitt sem foreldrarnir ákveða og svo  samkeppni frá vinum vinir þurfa ekki að hafa sömu áhugamál þau verða að  hafa áhugaá náminu annars detta þau út  áhugaleysi nær yfirhöndinni  en það er fyrir neðan virðingu margra foreldranna að þau fari í t.d iðn og verknám sem oft gefa mjög góð laun

           


Skuldaleiðrétingarinna Framsòknar

Nú keppist stjórnarandstaðan við að útmála hve óréttlát hefði verið að leiðretta lán hja þeim sem hefðu greitt auðlegðarskatt en með sömu rökum má seiga  að þeir sem hann hefðu greitt  þennan skatt ættu ekki að fá greiðslur frá hinu opinbera þar sem þeir þurfa ekki á því að halda. Svona er malflutningur út úr öllu  samhengi hjá  þeim sem ekki þola að þessar aðgerðir  heppnuðust eins og raun  er.   


Menntun sem hæfir atvinnulífinu á hverjum tíma og almenn þróun á verkmenntun

Nú hillir vonandi undir byggingu á verknámshúsi við Fjölbrautarskóla Suðurlands þannig að verknámið komist á annað og fullkomnara stig en áður á Suðurlandi  hægt verði að ljúka námið í fleiri  iðngreinum en nú er.

Þá er  rétti tíminn til að huga að skipulag og námstæki og tól verði á þann veg að þau sinni kröfum tímans með töflustýrðum vélum  og allt það sem hentað getur sem best okkar framtíðar iðnaðarmönnum og verkmenntun. Það hafa löngum verið bestu tækni og verkfræðingarnir sem komið hafa upp úr þeim farvegi að byrja í iðninni og haldið síðan áfram í námi, stuðlum áfram og enn betur að frábærum skóla sem Fjölbrautarskóli Suðurlands er og hefur verið   

Er þá  ekki tímabært að atvinnulífið á svæðinu komi að  með ráðleggingar fyrir skólann um uppbygginguna þannig að okkar nýju iðnaðarmenn séu sem færastir í sínu fagi þegar þeir ljúka námi.

Landsvirkjun með mikla starfsemi á Suðurlandi flesta virkjanir í vatnsafli og On í Gufuafli þá liggur fyrir Vindorkuvæðing. Er ekki þörf í þessum geira þörf fyrir annarskonar nám sem  getur þjónað þessum orkustöðvum en betur.

Nú er til starfsheiti hjá Landsvirkjun sem kallað er Stöðvarverðir  Það er vélstjórar og rafvirkjar  er hugsanlegt að mennta þessar stéttir saman og sameina þekkinguna í sama manninum ? Svona spurningar þurfum við að spyrja okkur af og til kalla atvinnulífið og stéttarfélögin að borðinu og færa okkur þannig fram á veiginn. Höldum verkmenntun hátt á lofti  og þróum hana þannig að hún þjóni þerri tækni sem er að koma  og um leið eigum við að nýta þá kennara og þann búnað sem keyptur verður til þess að endurmennta Iðnaðarmenn og aðra í verkmenntun. Þá er einnig hugsanlegt að taka fyrir meiri sérhæfingu í iðnaðinum með því að virkja nemendur sem eru með sérgáfur á álkveðnum sviðum nýta það betur þó ekki sé farið eins breytt í þá iðngreinina, Þá eru tölfustýrðarvélar margar sérhæfðar og krefjast sérhæfðra starfsmanna á tölfusviði, og forritunar. Til eru Hollvinir Fjölbrautarskóla Suðurlands er ekki rétt að stofna t.d fagráð í verkmentun samsett af atvinnulífinu og kennurum þar sem fram koma skoðanaskipti á því sem skólanum beri að einbeita sér að umfram annað til að þjóna sem best atvinnulífinu.Með því gætu einnig myndast teingsl sem yrðu til þess að atvinnulífið myndi styrkja skólan til ákveðinna tækjakaupa og þar með til framfara með skjótari hætti en nú er.       


Nú árið er liðið í aldannaskaut og aldrei það kemur til baka Gleðilegt ár

Þegar litið er yfir árið er það nokkuð sérkennilegt. Það var kosið og stjórnin sú hreinræktaða  vinstri feld með látum og ný tekin við.

Það er eins og fyrrum valdhafar geti ekki sætt sig við dóm þjóðarinnar um að þeirra stefnu var hafnað. það er reynt að fara með ósannindi og gera öðrum upp skoðanir og hafa rangt efir fólki um það sem sagt var í kosningabaráttunni. Það hefði verið viturlegra hjá þeim Jóhönnu og Steingrími að hafa Framsóknarflokkinn með frá upphafi en hann var guðfaðir ríkistjórnar þerra. ég spái því að ef þessir þrír flokkar hefðu komið að stjórninni þá væri hún enn við völd, en það var þerra stolt að gera þetta án Framsóknar en það fór eins og það fór. 

Það virðist enginn sátt vera til með stjórnmálamönnum. Fráfarandi stjórn telur að ekki séu nýtt allar þær leiðir sem til eru til skattlagningar. Útgerðin eigi að greiða meira en í því felst miklir fjármagnsflutningar frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar en landsbyggðin hefur setið hjá mörg ár og virðist vera um hagsmuni landabyggðar og höfuðborgarsvæðisins stangist á höfuðborgin vill flugvöllinn burt það mun þíða að   innanlandsflug mun nánast leggjast af.

Ef útgerð og fiskvinnsla verður of skattlögð verður ekki um þróun að ræða vegna fjárvöntunar.

Það kemur nú í ljós að t.d Skinney Þinganes er að láta smíða mikla vinnslu línu á Akranesi sem skaffar mjög mörg störf og hjálpa til við að þróa vinnslulínur sem síðan er útflutningsvara. Hvað eru skapandi greinar? er það ekki framþróun á þeim tækjum og búnaði sem við erum að smíða hér og byggir á því sem við kunnum best að veiða og vinna fisk. Það er fleira skapandi en tónlist og kvikmyndir sem þurfa styrki til að geta unnið ef hlutirnir eru mjög arðbærir þá þarf varla að styrkja þá mikið, því þá koma fjárfestar sem vilja fjárfesta í þeim verkum og njóta hagnaðarins af. Vonandi verður þetta ár betra en það síðasta og ríkistjórnin er að koma með sanngirnisbætur til þerra sem ekki höfðu fengið viðurkennt að þeir hefðu orðið fyrir tjóni umfram það sem tætla mátti. mið að við það sem lánastofnanir reiknuðu út fyrir það.

Þá er að störfum nefnd um afnám verðtryggingar og þá setur Seðlabankinn sig á móti telur því allt til foráttu, merkilegt þegar litið er til þess að Seðlabankinn á að halda verðbólgu í skefjum og það með vaxtaákvörðunum en vextir virka ekki þegar allt er verðtryggt en í óverðtryggðu umhverfi virka vextir strax sem bremsa.

Það er margt sem maður skilur ekki. Þar með þegar laun hækka hjá lálaunafólki þá verður allt vitlaust en eina leiðin til að halda launum í skefjum er að hækka um krónutölu upp launastigann en það hefur ekki verið nefnt núna.        


Hugleiðingar um hvers vegna laun eru lág á Íslandi og hvað er til að bæta þau kjör sem við búum við er ráð að hækka laun um 1 til 2% á 6 mánaða frest þannig að þau fari ekki út í verðlagið

Það er svo oft sem maður heyrir að hér sé ekki búandi vegna lágra launa miðað við nágranalöndin sem við miðum okkur við þá skiptir ekki máli hver launin eru í launaskallanum Læknar miða sig við lækna banka menn miða sig við bankamenn í nágranalöndum okkar eins er með allar stéttir hvar sem þau eru í launaskallanum.

Þá er sagt að framlegði sé svo léleg á Íslandi. það má vel vera en er þetta svo einfalt? ég held ekki. Getur verið að framlegð þjóðarinnar á gjaldeyrir sé ekki nóg þannig að ef allir væru með 20% hærri laun þá verður 18% lækkun á gengi til að til að þynna launin aftur ef við hefðum nóg ann gjaldeyri þá gætu launin hækkað. Það er framleiðni á gjaldeyri sem háir launahækkunum. Þá er ljóst að á með ríkið greiðir 90 miljarða í vexti úr landi í formi gjaldeyris þá verða þeir ekki notaðir í kjörum almennings.

Það sem þarfa að gera er að framleiða meira til útflutnings og hér heima sem sparar gjaldeyri. Hvernig gerum við það með aukinni ferðamennsku með betri nýtingu á auðlindum okkar. Við þurfum að fá erlenda fjárfesta til að koma með fyrirtæki sem framleiða gjaldeyri og nýti okkar auðlindir og mannauð. Það er ekki hægt að eyða umfram það sem aflað er. Það er Þýskaland og Noregur með sýnar miklu auðlindir hugsanlega Flakland sem eru einu löndin í Evrópu sem eru sjálfum sér nóg geta framleitt allt sem þeir þurfa þess vegna gengur þjóðverjum vel en allir aðrir eru að berjast í bökkum. Við munum aldrei geta náð þjóðverjum í framleiðslu.

Við getum hinsvegar framleitt gjaldeyri með útflutningi þá verðum við að þora að semja um það besta verð sem hægt er að fá á hverju tíma fyrir orkuna okkar það er ekki hægt að selja orku undir framleiðslukostnaði enda er það ekki gert svo vitað sé en Landsvirkjun framleiðir mjög mikinn gjaldeyrir og verður skuldlaus innan fárra ára ef ekki verður framkvæmt meir af þeirra hálfu Vatnsaflvirkjanir eru einu virkjanirnar sem standa í hundruðin ára og það er ekki þannig að það sem er virkjað í dag komi ekki næstu kynslóðum til góða það kemur alltaf einhver not fyrir orku á hverjum tíma ein gerð fyrirtækja hverfur og önnur koma þannig er hringrás atvinnulífsins og þróun iðnaðar. Eitt er víst að það er ekki margt gert á orku. Orkuveita  reykjavíkur á við greiðsluerfileika að ræða vegna þess að mest af þeirra orkusölu er í íslenskum krónum en það sem hefur bjargað því sem bjargað verður er sala hennar á orku í dollurum. En það verða ekki liðin 10 ár þangað til að orkuveitan verður aðal peninga framleiðsla eigenda það er ekki nema örfá ár sem greiðsluvandinn varir. Þá spái ég því að það verði mikil öfund og óþol fyrir þeim aðstöðu mun sem skapast hjá sveitarfélögum sem njóta þerra arðsemi sem Orkuveitan skapar og þeirra sem njóta ekki.            


Kosningar á morgun um hvað er þá kosið? 33% treysta Sigmundi Davíð best til að leiða Ríkstjórn.

Nú er kosningabaráttan á loka sprettinum  og ríkistjórnin að deila út misstórum loforðum um eitt og annað en það hefur nú því miður verið þannig áður en þetta er ljótur vani sem leggja á af en virðist vera meiri ef séð er að stjórnin verði ekki sú sama.

En um hvað er kosið Jú það virðist kosið um hvernig á að fara með fjármuni föllnu bankana en þar eru gríðarlegir fjármunir í vörslu bæði erlendur gjaldeyrir og íslenskar krónur. Þá er spurningin hverjum er best treystandi til að halda utan um hagsmuni þjóðarinnar. Eru sömu menn og konur í framboði og voru við stjórnvölin fyrir og í hruninu? Hafa þeir hagsmuni persónulega af þessum uppgjörum? Hversvegna var svo ofurkapp á að semja um ICVE hjá ríkistjórninni og hversvegna rétti hún kröfuhöfum bankanna ? eru þar hagsmuna árekstrar þegar taka þarf á þeim? Er það vandamál  t.d Árna Páls  að telja eignaréttin svo mikilvægan að hann megi ekki skerða varðandi Vogunarsjóðina en eignaréttur skuldar sé lítilsvirði það séu lán sem séu lögleg og ekki lánuð undir þrístingi og allir vissu hvað þeir voru að gera.

Mér er spurn því ég skil ekki málflutning hans frekar en Stefán Ólafsson.

 Það eru all flestir sammála um að það sé svigrúm til að leiðrétta lán heimila og smá fyrirtækja en spurning er um forgangsröðun. Framsókn er á því að heimilin og smærri fyrirtæki eigi þarna mikinn rétt og vilja að heimilin fái forgang um fram aðra þegar þessir peningar koma til skipta. Árni Páll vill að ríkið greiði fyrst niður skuldir og heimilin verði númer tvö eða þrjú í þessu það seigir mér að skuldsett heimili greiði þá niður skuldir ríkisins umfram aðra. Þetta fyrnst mér galin jafnaðarmennska. Hverjir eru með mestu vandamálin og stærstu skuldirnar það er hin svo kallaða millistétt háskólafólk og iðnaðarmenn hvernig má það vera jú það fór fram greiðslumat svo kallað við lántökur hverjir fá þar bestu útkomuna jú það eru þeir sem eru með meðaltekjur og upp. Þá seigir einhver stóreignafólk er þetta stóreignafólk það hefur að vísu  þokkalegar tekjur fyrir skatt en þegar hann er kominn leikskólinn og námslánin þá er ekkert eftir til að greiða af 25 til 30 miljóna láni sem ég held að séu algeng lán hjá þessum hópum  þau voru fyrir hrun 15 til 20 miljónir ekki svo mikið að greiða af þeim með lægri skatta en nú er, þessi hópur er eignalaus og á ekki fyrir mat en er ekki á vanskilaskrá því hann greiðir og greiðir og sér ekki út úr malunum.Margir farnir erlendis leigja húsnæðið og bíða átekta Er þetta ásættanlegt fyrir heila kinnslóð? Mér fyrnst ekki og það er það sem Framsóknarflokkurinn er mér sammála.

Framsóknarflokkurinn er með allt sitt fólk nýtt engan sem sat á þingi fyrir 2008 eini flokkurinn af þeim sem eru á þingi. Formaðurinn verður til úr því umróti sem verður til vegna ICEV og blöskrar óréttlætið er það var reynt að fá þjóðina til að ábyrgjast þær kröfur. Nú er annað mál ekki minna það er að slást við Vogunarsjóðina og þá þarf fólk sem þorir og getur og þekkir til sérfræðinga annarstaðar í heiminum sem getur hjálpað okkur  í þerri baráttu við getum ekki ein unnið það tafl það þarf virta og þekkta sérfræðinga til að hjálpa til við það því nógir peningar eru til að dæla í áróður um að Ísland sé að brjóta alþjóðasamninga og viðmið í viðskiptum. Þetta er eins og Landhelgisdeilan þar var vera okkar í Atlafshafsbandalaginu og herinn í Keflavík sem þoldu ekki þá árekstra á milli vinaþjóða. Nú er staða okkar veikari ekki eins hernaðarlega mikilvægt að nota Nató en þá þarf virta sérfræðinga sem vilja og geta farið fram með okkur þannig að eftir er tekið og engin þorir að hjóla í.  Ég treysti því Sigmundi Davíð og hans sérfræðingum sem hann hefur leitað til til að leiða þessa skuldalausn best fyrir þjóðina og mér sýnist að það geri þeir líka Ólafur Arnarson og Ísleifsson einnig. Það þarf að vinna áróðursstríðið frekar en peningastríðið. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn  er innheimtustofnun fyrir fjármagn þess vegna verðum við að passa okkur á honum hann getur alveg lagst gegn okkur ef við höfum ekki þá sérfræðinga sem þeir þora ekki að hjóla í. Framsóknarflokkurinn hefur sett sér mikil markmið og hann þarf að standa við þau. Það er nauðsynlegt að setja sér háleit markmið og ná þeim þeir sem setja sér ekki markmið önnur en að tala vel um allt og alla ná engu fram.     Setjum því X við B til að okkar hagsmunir verði sem best varveittir í náinni framtíð.       


Loforð Framsóknar í augum leikmans sem vill horfa á heildina.

Það er hrópað að Framsóknarflokknum fyrir að lofa að færa niður lán kostar 200 miljarða vá svakalegt.

En hvað með yfirveðsettar eignir eru það ekki tapaðar kröfur. framsókn hlýtur að byrja á að samþykkja lyklafrumvarpið að þeir sem búa í húsnæði sem er yfirveðsett  rétta lánastofnuninni lyklana og eru lausir allra mála. Hvað verður um mismuninn á því sem á eigninni hvílir og því sem hún selst á það er ekki eign sem er umfram það sem á henni hvílir það eru tölur á blaði  það verður alltaf að vera eign á bakvið hverja krónu ekki tölur á blaði sem einhverjum hefur dottið í hug að uppskrifa bara að því að vínið hækkað eða skattar á eldsneyti. Það tekur engin veð í sem er umfram 100% , hvers vegna? jú það er ekki eign. ? Hvað eru margar svona eignir sennilega hundraða ef ekki þúsunda tali alla vega þær sem fóru í gegnum 110% leiðina ekki hafa lánin eða vísitalan lækkað síðan Framsókn ætlar að skattleggja eða að semja við Vogunarsjóðina að þeir greiði gjald fyrir að fá að fara með pening úr landi það verða einhverjir miljarðar örugglega þá á að nota til að lækka lán almennt , ég seigi hjá þeim sem keyptu sína fyrstu íbúð eftir að húsnæðisbólan fór á stað og græddu ekki á að selja aðra eign  í bólunni því þeir leystu til sín hagnað þá. Þá er að banna verðtryggingu nýrra lána . Þegar skuldari er kominn í þá stöðu að geta sagt við lánastofnunina ég  get fengið óverðtryggt lán og greitt það verðtryggða upp þá gerist það að verðtryggð lá sem eru nú í gildi er valkostur vil ég það eða óverðtryggt.

mér fyrnst þetta ekki flókið eða óframkvæmanlegt en stjórnvöld sem ekki hafa gert neitt reyna eins og þau geta til að gera þetta ótrúverðugt vegna þess að þau sáu þetta ekki og geta ekki viðurkennt að þetta er fær leið Þetta er ástæða þess að allir þessir 25 til 30% þjóðarinnar sem munu kjósa Framsókn eru búnir að sjá þetta, það er þess vegna sem fylgið ríkur upp Þjóðin er sem betur fer vel menntuð og ekki, eins og sumir halda. Veljum Framsóknarflokkinn því hann hefur hugsað útfyrir boxið og hefur leiðina í skuldamálunum Það sagði einhver í morgun útvarpinu að Sigmundur gæti ekki sviðið erlenda kröfuhafa tvisvar eða eitthvað á þessa leið. Það er ekki verið að því það var gert þegar bankarnir fóru yfir og kröfurnar voru seldar vogunarsjóðum á 5 til 15% af upprunalegum kröfum. Við eigum ekki að láta Vogunarsjóði sem spila í happadrætti svíða okkur af því að þeir sem selur þeim kröfurnar voru sviðnir nei þeir keyptu hér meðan höft voru í gildi og þau geta gilt áfram nema að þeir semji um að þerra gróði fari niður um 10 til 20% af því sem þeir hefðu fengið ef engin höft væru  þeir keyptu í höftum og þeir skulu selja í höftum við skulum hafa sömu leikreglur í upphafi og við loka uppgjör.    


Ég óska lesendum og bloggvinum mínum Gleðilegs árs og óska þeim sem öðrum gæfu og gleði á nýju áru um leið og ég geri upp pólitíska árið 2012

Nú líður að kosningum en hvað stendur eftir af pólitískum athöfnum þingmanna og ríkistjórnar?

Það sem hefur einkennt árið og reyndar kjörtímabilið eru óvenju mikil átök ekki bara á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur fremur innan stjórnarflokkanna þingmenn úr röðum ríkistjórnarinnar hafa hætt störfum og það síðast nú í dag.

Hvað veldur? er spurning sem brennur á mörgum. 

Er það að stjórnin var ekki mynduð nema um eitt alvöru málefni það er umsókn um ESB? og í staðin leit Vg á að þeir réðu innanríkismálunum á meðan? Það gat Samfylkingarfólk illa sætt sig við og fóra að skipta sér af í kvótamálunum en Vg fékk í staðin Rammaáætlunina,þá er það stjórnarskrá málið hvorugur var áfjáður í það en þá þurfti stjórnin stuðning Hreyfingarinnar sem gerði þá kröfu að kera það áfram óundirbúið þá byrja átökin fyrir alvöru stjórnarskrármálið var ekki unnið í þinginu og þar af leið'andi ekki tilbúið í þjóðaratkvæði sem síðan kom með spurningar sem eru kallaðar leiðandi en enginn veit hvernig á með að fara.

Síðan á að keyra það í gegnum þingið nú eftir áramótin í óþökk háskólasamfélagsins sem vill að það fari í allskonar prófanir og úttektir sem sennilega er nauðsyn að framkvæma. ( svona nokkurskonar umhverfismat sem mikið er notað í dag ) þannig að skaðinn verði sem minnstur á lagaumhverfi þjóðarinnar. 

Það er svo stjórnsemi elstu þingmannanna( Jóhönnu og Steingríms  sem er að kæfa þá yngri og sjálfstæðari þingmenn og þeir hreinlega gefast upp og hætta á þá er ekki hlustað. Það er enginn samstaða um málefnin.

Svona stjórnun mun  aldrei ganga á þingi eða annarstaðar.  

Í  Kryddsíldinni kom í ljósa að nýju framboðin hafa ekkert nýtt að bjóða því miður Þór Saarí talaði oft um að fjórflokkurinn væri gengin sér til húða en hann virðist ekki skilja að innan svokallaða fjórflokk er mikil endurnýjun á fólki en kennitalan er sú sama það er ekki sami framsóknarflokkurinn sem er í dag og var í tíð Hermanns Jónassonar eða sami Vinstri flokkurinn Vg og var Alþýðubandalag Lúðvíks Jósepssonar.

Hættum þessu bulli og förum að vinna að hagsbótum fyrir land og þjóð.

Það er og hefur verið vandamála að ríkistjórnin er svo ósamstæð að mál hafa komið allt og seint inn í þingið  svo sem Fiskveiðistjórnunin Rammaáætlunin og stjórnarskráinn  þegar svo er að stjórnin er ósamstæð þarf að lofa þinginu að móta málin í þingnefndum þá mundu átökum linna í þingsölum og málin vera miklu betur unnin en í raun er. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband