Bónusfeðgar ættu að sýna í verki hversu miklir alþýðumenn þeir væru og laga ímynd sína í leiðinni þar sem þeir eru búnir að leika eitt stæðasta hlutverk í útrásinni.

Nú er lag hjá Jóhannesi Jónssyni að sína að það er ekki græðgi sem rekur hann áfram í viðskiptum heldur manngæska og hvati til að útvega þjóðinni vörur á sem hagstæðasta verði.

Á kreppuárunum var Kaupfélag Árnesinga stofnað af kaupmanni sem breytti sínum rekstri og gerði að samvinnufélagi með fólkið í héraðinu með sér þar fór hugsjónamaður sem hafði sitt leiðarljós að þegnarnir og félagsfólkið fengi vörur og þjónustu á sem allra besta verði hvort sem það voru framleiðendur og eða neytendur.

Nú er lag að gera Haga að Samvinnufélagi  fá fólkið með sér í að leggja fram stofnfé þá geta lífeiryssjóðir landsmanna komið til og lánað rekstrafé á viðráðanlegum vöxtum, það má sjá fyrir sér deildir í þeim héruðum sem verslanir eru í nú þegar sem eru flestir landsfjórðungar.

Þetta væri hið nýja Ísland með jöfnuð og félagshyggju í fyrirrúmi.

Í Danmörku er mjög öflug samvinnuverslun sem rekinn hefur verið mjög lengi.

Við Íslendingar eigum að stuðla að því að þannig verslanir og fyrirtæki séu starfandi hér, samvinnufélög eru sem betur fer enn hér öflug svo sem MS og SS í afurðarsölu og það hefur tekist að verja þau á þessum útrásartímum og tímum græðisvæðingar, sem hér ætlaði allt að drepa.

Þá eru Kaupfélög  hér svo sem Kaupfélag Skagfirðinga mjög öflugt og vel rekið þá er Kaupfélag Suðurnesja með margar verslanir Samkaupa, KEA er  fjárfestingafélag í dag það var mjög öflugt viðskipta blokk en en einkavæðingin kom þeim út af markaðnum með látum.

Hversvegna urðu Kaupfélögin svo máttlaus sem raun ber er það vegna þess að þau voru rekin á svo lágri framlegð að þau þoldu ekki að Hagar með sitt veldi og einokun krafðist afslátta frá birgjum þannig að birgjar urðu að lát minni verslanir greiða afsláttinn til Haga þannig varð vöruverðið sjálfkrafa hærra í þeim verslunum.

Það er einkennilegt þegar smærri viðskiptavinir fá hagstæðara verð í Bónus en hjá birgjunum þó staðgreiðsla sé í boði. 

Arion Banki ætti að gera það að skilyrði að Hagar rynnu til þjóðarinnar í formi samvinnurekstrar þar sem þjóðin hefur þurft að greiða fyrir brölt þeirra um heiminn með því að þeir ryksuguðu allt fé úr t.d sparisjóðum landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll nafni.

Það er hægt að virða það við þá Bónusfeðga að þeir sýna allavega stöðugt sitt rétta andlit. En það stangast nú á við að vera menn alþýðunnar. Þannig að ég er hræddur um að þeir geti ekki gert hvort tveggja.

Það er ekkert alþýðlegt við viðskiptasögu þeirra annað en að græða á alþýðunni og að hafa gert gamla Alþýðuflokkinn (nú Samfylkingu) að varðhundasveit sinni með margar tíkur og hvolpa sem gelta fyrir þá. Og þegar það var ekki nóg þarf alþýðan að afskrifa fyrir þá líka. Og þegar það er heldur ekki nóg þá þarf alþýðan að telja sér trú um að þeir séu einir hæfir og bestir til að halda áfram að græða á alþýðunni. Þannig fær alþýðan tækifæri til að rétta þeim Haga aftur upp í hendurnar. Og sjálfsagt á eitthvað fleira alþýðlegt eftir að koma í ljós.

En það má allavega segja að almenningur fái næg tækifæri til að vera mjög alþýðlegur við þessa feðga.

Jón Pétur Líndal, 25.2.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband