Samningarnir við Breta eru í hefðbundnum kjarasamnings ferli.

Nú eru Bretar búnir að átta sig á því að þeir eru búnir að tapa samningsstöðunni og eru í því að finna hvernig þeir geta komið standandi  út úr þeim það verður að leika leikritið til enda þannig að allir séu sigurvegara þannig er þetta í kjarasamningum.

Staða er eins og þegar stéttafélag hefur farið í verkfall og hvikar ekki frá kröfum sýnum sem eru réttmætar en vinnuveitendur vilja ekki gefa eftir svo allir aðrir komi ekki á eftir með sömu kröfur.

Hvað er þá gert það er búinn til pakki sem ekki er eins og menn kröfðust heldur gefur það sama og þó menn segist ekki vera að tala saman þá er það taktík sem virkar vel svo kemur útspil rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og málið er dautt.

Þegar allir standa saman þá er frekar auðvelt að ná settu marki en þegar hvíslingar eru í liðinu þá er voðinn vís um árangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband