Hver lygur og þorir ekki að kannast við að hafa samið við Má Seðlabankastjóra?

 

Tvær ljóshærðar konur í fáti og einn seðlabankastjóri.

Lygi er tilraun til að halda sannleikanum frá þeim sem eiga rétt á að þekkja hann. Einhvern vegin svona mætti kannski lýsa því sem er að gerast í málefnum seðlabankastjóra. Fullyrt er í Fréttablaðinu 7. maí að gert hafi verið samkomulag við Má um ákveðin laun. Láru V. Júlíusdóttur, formanni bankaráðs seðlabankans, var falið að efna þetta samkomulag. Samkomulag sem engin kannast við að hafa gert. Því verður að spyrja; var gert samkomulag eða ekki? Augljóst verður að telja að einhverskonar samkomulag hafi verið gert. Ef ekkert slíkt samkomulag væri til, hefði formaður bankaráðs Seðlabankans naumast farið að ræða launahækkun upp á 400 þúsund krónur til handa Má Guðmundssyni. Lára V. Júlíusdóttir er að vinna í umboði einhvers, en hvers? Hverjir eru til þess bærir að gefa Má Guðmundssyni loforð um ákveðin laun? Öll bönd berast að forsætisráðuneytinu og þeim sem þar ráða fyrir búi. En aðspurð segir Jóhanna Sigurðardóttir að hvorki hún, né Steingrímur J. Sigfússon hafi vitað af fyrirheiti um laun seðlabankastjóra.

Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra, hún réð seðlabankastjóra. En undarlegt má það teljast að einhver annar en sá sem réð, ákvað hver launin ættu að verða. Lára er spurð í viðtalinu, hvers vegna hún vilji ekki greina frá því, hver hafi gefið Má fyrirheit um að laun hans yrðu þau sömu og fyrirvera hans [Svein Harald Øygard]. Lára svarar: Ég kýs að tjá mig ekki um ástæður þess. Þetta virðist mér óboðlegt svar, frá manneskju sem valin er til þjónustu fyrir almenning og þiggur fyrir almannafé. Hvar liggur hollusta Láru?

Allt er þetta mál sveipað einhverjum lygavef, því miður. Engin kannast við að hafa gefið neitt loforð eða fyrirheit, sem formaður bankaráðs byggir málflutning sinn á. Samt var það gefið. Almenningur á heimtingu á því að vita hvernig í pottinn er búið. Svarið liggur meðal annars í forsætisráðuneytinu og hjá formanni bankaráðs Seðlabankans. Hjá tveimur ljóshærðum samfylkingakonum. Svo ekki sé nú talað um seðlabankastjóra sjálfan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er ekki landsmönnum bjóðandi, að forsætisráðherra landsins sé að ljúga í ræðustóli á Alþingi, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Það er ekki heldur landsmönnum bjóðandi að samstarfsmenn forsætisráðherra ljúgi því að Jóhanna Sigurðardóttir sé að ljúga. Samstarfsmennirnir eru Lára Valgerður Júlíusdóttir formaður bankaráðs Seðlabankans og bankastjórinn sjálfur Már Guðmundsson.

 

Hver sem er að ljúga, þá verður að upplýsa málið og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar skilur alvöru málsins. Ef Jóhanna er að ljúga verður hún að hverfa hið snarasta úr forsætisráðuneytinu. Að öðrum kosti verður að hreinsa mannorð hennar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.5.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Láru V. Júlíusdóttur, formanni bankaráðs seðlabankans.

Segir allt um umboðið. Jóhönnu ber því að segja þessu liði upp vilji hún verða tekin trúanleg.

Hún vill kannski bæta þessum löst við græðigina sem sam sagðist hafa verið fulla af fram til 17.júní í fyrra hver talar fyrir sig.

Júlíus Björnsson, 7.5.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband