Á nú að setja fólk á sveitina? er þetta nútíminn? eða gengur sagan í hringi með tilbrygðum?

Það er ljóst að sveitarfélögin standa ekki vel og hvað þá ef þau eiga að taka við fjölda fólks til framfærslu.

Guð hjálpi Sveitarfélögunum ef svo verður og það bóta laust frá ríkisvaldinu.

Það verður að gera allt til að koma þessu fólki til hjálpar með vinnu er að koma tími bæjarútgerðanna aða annarri starfsemi sem sveitarfélög standa fyrir sem koma til með að skapa verðmæti og vinnu, frekar en að framæra fólki án nokkurs vinnuframlags.

Hvar eru hugsjónir vinstrimanna ég bara spyr?

Það verður að fara í framkvæmdir og það strax lífeyrissjóðirnir verða að setja fé í þær.

Ef það verður raunin að stór hluti þeirra sem eru án atvinnu lendir á sveitarfélögunum þá er stutt í að þeir lendi á lífeyrissjóðunum sem öryrkjar því það þolir enginn slíka meðferð án þess að verða andlegur öryrki.

Af tvennu illu er betra að lífeyrarsjóðirnir setji fjármagn í uppbyggingu sem krefst minni raunvaxta en 3,5 % það væri nær að ná raunvöxtum með 1,5% í svona tilfellum.


mbl.is Brátt hverfa bæturnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fólk vill vinu, ekki ölmusu. Ef fyritækjum er gert kleift að standa undir sínum rekstri og geti haldið fólki í vinnu, getur fólkið staðið við sínar skuldbindingar. Stökkbreyttu "skuldbindinarnar" þarf að sjálfsögðu að leiðrétta.

Hækkun skatta og auknir styrkir til fólks er bull, það sér hver heilvita maður.

Látið fólkið fá vinnu og þá komumst við út úr kreppunni hægt og rólega.

Gunnar Heiðarsson, 11.6.2010 kl. 12:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek heilshugar undir með Gunnari.  Það eina sem kemur þjóðfélaginu út úr kreppunni er vinna og ekkert annað en vinna.  Þetta skilja allir, nema ríkisstjórnin.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2010 kl. 13:08

3 identicon

Ég verð aldrei þreyttur á því að lesa sjálfstæðismenn tala um vinstriflokkana eins og þeir beri ábyrgð á ástandinu eða þeim hrikalegu vandamálum sem standa að bæði ríkisstjórn og sveitarfélögum.

Sumir virðast bara einfaldlega ekki mögulega getað horst í augu við þá STAÐREYND... sem væri óumdeild ef þetta væri ekki bloddí pólitík, að það voru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem hannaði, innleiddi og varði af hörku kerfið sem fyrirsjáanlega hrundi.

Hvernig getur það ekki verið augljóst? Þú spyrð ennfremur þessarar fáránlegu spurningar:

"Hvar eru hugsjónir vinstrimanna ég bara spyr?"

Heldur þú að ef vinstrimenn hefðu einhverja hugsjón, að þá væri eitthvað betra?! Kerfið er hrunið! Hvaða hugsjón breytir því?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 13:18

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Helgi minn Það voru styrkþegar útrásavíkinganna sem ekki stóðu vaktina þegar að erfiðleikarnir byrjuðu þeir seldu sál sína þeim og stað þess að fara að ráðum erlendra manna sem vildu hjálpa okkur þá fóru ráðamenn okkar í víking og töldu þessa erlendu sérfræðinga ekki þekkja íslenska hagkerfi og þeir ættu að fara í endurmenntun Það er nú Samfylkingin og Sjálfstæðismenn sem þetta gerðu og svo er heilög Jóhanna að þykjast vera heilög í þessum málum enda stendur hennar flokkur sem bremsa á öllu er lítur að heimilunum í landinu og þykist vera vinstri manneskja með vinstri hugsjónir manni verður flökurt. Steingrímur talar um fyrstu hreinu vinstristjórnina þetta er bull. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.6.2010 kl. 14:46

5 identicon

Samfylkingin er vissulega sek um að hafa sofið á verðinum. Að vísu verð ég að viðurkenna að ég kýs venjulega Samfó en þó geri ég mér engar grillur um að hún sé á nokkurn hátt bjargvættur eða reyndar nokkuð skárri en illskásti flokkurinn... stjórnmálaflokkar sækjast eftir völdum og ellegar deyja þeir. Samfó er þar engin undantekning og ég ver hana ekki umfram sögulegar staðreyndir, þá helsta að hún var einfaldlega ekki við völd þegar kerfið var hannað, sett á fót og varið af leiðtogum þjóðarinnar í meira en áratug. Hún er þó vissulega sek um að hafa gleymt eigin varúðarorðum þegar það hentaði.

En Samfylkingin bjó ekki kerfið til. Hún stóð ekki að einkavæðingu bankanna. Hún víkkaði ekki reglurnar. Hún klikkaði vissulega á að herða þær, en hún ber ekki ábyrgð á tilvist kerfisins til að byrja með. Það gera Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.

Ég meina... þetta eru staðreyndir, er það ekki? Er það umdeilt af nokkrum manni að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi sett kerfið á fót, staðið að einkavæðingunni, ákveðið hverjir fengju bankana á hvaða verði, og hverjar leikreglurnar væru?

Er nokkur ágreiningur um það?

Og ef ekki, liggur þá ekki í augum uppi að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur beri höfuðábyrgð á kreppunni? Samfó var vissulega vanhæf að því leyti að hún svaf á verðinum þegar það hentaði, en hún varði ekki kerfið fram í rauðan dauðann í meira en áratug.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 15:26

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er rétt en það er þannig að eftir að búið er að setja bankana í hlutafélag þá geta fáir keypt allt hlutafé. Það var töluverður fjöldi íslendinga sem áttu uppundir 40% í bönkunum þegar þeir voru seldir en þeir seldu líka því miður þannig eignuðust þeir nánast allt hlutaféð en Íslandsbanki var alltaf einkabanki.

En svo eru þessir innlánsreikningar sér kapítuli sem er á ábyrgð beggja landanna það er þar sem útibúin voru og íslands. Það átti ekki að leifa útibúin í Hollandi  þar sem þá var vitað að bankarnir væru ónýtir. en svona er þetta og við verðum að læra af því og reyna að dýpka kreppuna ekki meir en nauðsyn er en það fynst manni verið að gera því miður.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.6.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband