Steingrímur ráðherra er ekki að skilja hagkerfið.

Það er ekki hægt að nota sömu krónuna tvisvar. þegar skattar eru hækkaðir þá er sú króna horfin frá neytandanum og verður ekki notuð til kaupa á þjónustu.

Hvers vegna er ekki séreignarsparnaðurinn skattlagður strax? og þannig fyllt í fjárlagagatið mér er spurn?

Rökfærsla Steingríms er að það rýri skatttekjur framtíðarinnar. Hversvegna er hann þá að leyfa að einstaklingar taki út séreignasparnaðinn? er það ekki það sama að rýra skatta framtíðarinnar?.

Það verður enginn hagvöxtur á meðan ekkert er gert annað en að hækka álögur á skuldsetta þjóð það þarf að auka framkvæmdir og ráðast í verkefni sem framleiða gjaldeyrir og einnig sem  spara hann.

Ég sem starfa við úrgangsmál sé það í úrgangi frá heimilum hvort innheimtuseðlar vegna bílalána eru sendir út eða ekki. Það seigir mér að það er engin peningur til í umferð hjá helmingi þjóðarinnar nema til að greiða lán og mat .

Þetta seigir mér að hagvöxtur verður ekki á meðan ekkert er gert til að hjálpa því fólki til að gera annað en að borða og greiða lán.

Hvenær ætlar AGS og Ríkistjórnin að skilja það.  


mbl.is Spá um hagvöxt ákveðin vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hlutverk AGS hefur aldrei verið það að hjálpa þegnum þjóða. Hlutverk þeirra er að koma sem mestu af nýtanlegum auðlindum í eigum ríkis og þjóðar í eigu valdra einkaaðila sem að lúta vilja erlendra aðila.

Þetta er þeim smátt saman að takast, undir nefi síheimskra stjórnvalda.

Ellert Júlíusson, 23.11.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er svolítið einkennilegt að semja áætlun um endurreisn á Íslandi og vinna síðan geng henni. AGS hefur aldrei og verður aldrei góðgerðarstofnun fyrir ríki heldur er þar verið að gæta hagsmuna fjármagnseigenda, ríkistjórnir verða að standa eins og þær geta í lappirnar og gæta hagsmuna ríkja sinna. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 23.11.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband