Það má hugsanlega koma með útfærslu á að þeir sem fá niðurfellingu verði skertir og þeir velji um það.

Er það leið að eigendur eða rétthafar að greiðslum úr lífeyrissjóðum geti fengið niðurfellingu og þá skerðist þerra réttur til lífeyris umfram þá sem ekki hafa notið þess.

Þá má einnig skoða í því samhengi að þeir sem tóku lán úr lífeyrissjóðum fyrir verðtrygginguna og greiddu ekki nema brot af því sem þeir tóku að láni miðað við það sem gerðist eftir verðtryggingu, verði einnig skertir á svipaðan hátt.

Við skulum alveg hafa það á hreinu að það er stór hópur fólks sem tók einmitt lán þegar verðbólgan var sem mest rétt fyrir verðtryggingu.

Minn lífeiryssjóður lífeiryssjóður Verkstjóra gekk inn í Sameinaða Lífeyrissjóðinn og réttindi okkar voru skert við það vegna eignasafns sjóðsins sem þótti ekki gott  miðað við eignasams þess sem við vorum að sameast  okkar safni var mikið fjármagn sem bundið var í Speli eða Hvalfjarðargöngunum mér sýnist í dag að það hafi sennilega verið bestu eigur sjóðanna í kreppunni og hugsanlega ætti að leiðrétta þá skerðingu í ljósi staðreynda.

Það er nefnilega ekkert sem gert er heilagt  það getur öllum orðið á og það hefur komið í ljós að sjóðirnir eru búnir að haga sér frekar óskynsamlega og eru enn að.

Hvar er verðtryggingin í því að kaupa Húsasmiðjuna og f.l fyrirtæki sem keypt voru um daginn. Hvar er verðtrygging í hlutabréfakaupum?

Vinnum með almannahag og með réttlætiskennd að leiðarljósi en ekki lagaklæki og þumbaragang.  


mbl.is 43% á móti almennri skuldaniðurfellingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Byggingarsjóður fyrir íbúðalánsjóð um 1998 , mun hafa lánaði verðtryggð jafngreiðslu lán sem færði ekki hluta verðbólgu afskrifta fram á eftirstöðvar til verðtryggingar.  Almennt er sjúklegt að veðsetja íbúðlán almennra launþega [segjum undir 5.000.000 í árstekjur] fyrir áhættu fjárfestingu erlendis og hækka beingreiðslur í lífeyrissjóð í sama tilgangi. 

Hinsvegar skapar þetta lánsþörf innan lands á móti eftir erlendu fjármagni og fjárfestum, til að almennur ráðstöfunnar kaupmáttur lækki ekki of mikið.

Þessar erlendu fjárfestingar eru hinns áhættu lausar og stórgróði til langframa fyrir útlendinga til að heimfæra. 

Þýska bein flæði lífeyrissjóðskerfið er hannað af alvöru fræðingum og  nú þarf ekki að rífast um það lengur verkin tala sínu máli. Hinsvegar var sannað 2004 af alþjóðlegum matsfyrirtækjum að allir langtíma veðskulda sjóðir á Íslandi væru annars flokks. Staðreynd sem  leiddi til hrunsins að sjálfsögðu. Enginn lánar svona sjóðum til langframa nema á okurvöxtum  vegna áhættunnar um greiðslugetu lántakenda allan lánstímann. Traust alþjóðleg tækni og fullframleiðslu vörumerki er það sem veðja er að græða  á en ekki ekki launatekjur vinnuaflsins í þeim.  Alvarleg ranghugmynd hjá Íslensku sérfræðingunum sem eru að komast á eftirlaun.

Júlíus Björnsson, 4.12.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband