Virðingaleysi við starfsmenn!

Það hefur því miður færst í vöxt virðingaleysi stjórna fyrirtækja við starfsfólk sitt það fréttir t.d að stórkostlegum breytingum í blöðum.

Við sem erum í forsvari fyrir stéttarfélög verðum mjög var við þetta og skiljum stundum ekki hvað liggur að baki hugsanlega er um fljótfærni og hugsunarleysi að ræða, en oft eru mál þannig að það er eitthvað annað sem liggur að baki sem ekki er látið uppi, það er mjög slæmt.  

Iðulega er þeim sem lætur álit sitt í ljós eða hefur skoðun á málum sem ekki samrýmast skoðunum stjórnarmanna vikið úr starfi þetta gerist því miður líka hjá sveitarfélögum og þykir mér það miður að virðing sé svo lítil í þjóðfélaginu. Ég get fallist á að það eru víða erfiðleikar með að halda rekstri gangandi en það er sjálfsögð kurteisi að kynna starfsfólki málin og fá það í lið með sér til að allir komi upplýstir að málum þá er skilningur meiri þegar þarf að gera breytingar og áfallið minna.

Ég hvet alla þá er fara með mannaforráð að hafa það að leiðarljósi að upplýsa starfsfólk og fá það með sér í að leysa þau verkefni sem upp koma þegar vanda ber að eins og víða er nú í samfélaginu það eru erfiðleikar einnig hjá starfsfólki og það hefur sín plön sem það gæti haft á annan veg ef vitað væri hvert stefndi í þerra málum.    


mbl.is Fréttu fyrst af uppsögnunum í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband