Hvernig hefur gengið hjá meirihluta Árborgar síðan þeir tóku við miðað við það sem lofað var fyrir kosningar?

 Þannig hljómaði pistill Eyþórs Arnalds fyrir síðustu kosningar hér á blogginu.

Sveitarfélögin fóru í stórfelldar framkvæmdir og mikla skuldsetningu á uppgangsárunum. Þau voru ekki síður "2007" en fyrirtækin og heimilin.

Nú þegar tekjur lækka standa skuldirnar eftir. Það er því óhjákvæmilegt fyrir bæjarfélög að fara sem allra best með fé. - Gæluverkefni verða að heyra sögunni til.

Kostnaður við skólabyggingar hefur verið gríðarlegur en nú er komið að því að nota það sem best sem til er og huga betur að innra starfi skólanna.

Við sem skipum D-listann í Árborg viljum fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7, lækka skrifstofukostnað, blása af vanhugsaðar framkvæmdir og með þessu getum við lækkað álögur.

Í dag er útsvarið í hámarki í Árborg og fasteignagjöldin hæst yfir landið. Þetta teljum við óásættanlegt enda nóg lagt á heimili og fyrirtæki með sköttum ríkisins og vaxtakostnaði lánastofnanna.

Á morgunn er valið einfalt: X við V, S og B er trygging fyrir áframhaldandi stefnu. X merkt við D er ávísun á breytingar.

Hver er árangurinn nú á fyrsta ári hafa fasteignagjöld í % af mati húsnæðis lækkað hefur útsvarið lækkað í % af ekjustofni ?

Hefur gæluverkefnum fækkað?

Hefur verið haldið vel á varðandi loka frágang á skólahúsnæðinu á Stokkseyri?

Mér skylst að stjórnunarkosnaður hafi lækkað sem hlutfalla af tekjum en hvað segir það þegar tekjurnar hækka.

Er stjórnunarkosnaðurinn lægri í krónum?

Það var kjörorð d listans  var       að maður á að segja satt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband