Er þetta ekki valdníðsla ? D listans í Árborg sem mun kosta sveitarfélagi skaðabætur.

 Leiðrétt ekki var rétt farið með Formaður bæjarráðs er ekki tengdur fyrirtækinu

Vara Formaður bæjaráðs nátengd öðru fyrirtækinu. annar fulltrúi D listans er  Stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands . Hvað sem manni kann að þykja að er hér allt of langt gengið og við blasir skaðabótamál hjá lægst bjóðanda hvar er þá hagnaður bæjsrsjóðs ?

Birti hér það sem bókað er í Bæjarráði Árborgar um málið

10. 1012096 - Útboð á sorphirðu 2011
Lagt var fram minnisblað Lögmanna Suðurlandi.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga fulltrúa D-lista:
Bæjarráð samþykkir að hafna þeim tilboðum sem bárust í verkið Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012 - 2016 þar sem færa megi rök fyrir því að gallar kunni að hafa verið á framkvæmd útboðsins.
Rétt er að benda á að kostnaður við lægsta tilboð er yfir 13 milljón krónum hærri fyrir árið 2012 en kostnaður við sorphirðu fyrir árið 2011. Þá er útboðsupphæð fyrir fimm ára tímabil miðuð við núverandi sorpmagn en margt bendir til að það kunni að aukast á tímabilinu með tilheyrandi viðbótarkostnaði.

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að leita samninga við núverandi sorphirðuaðila um framlengingu samnings til 1. júlí 2012. Bæjarráð felur tækni- og veitustjóra að vinna að nýju útboði.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista.

Lögð var fram eftirfarandi bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, Helga S. Haraldssonar, B-lista, og Þórdísar Eyglóar Sigurðardóttur, V-lista:
„Sú tillaga sem hér er lögð fram af meirihluta D-lista, að hafna niðurstöðu útboðs á sorphirðu fyrir sveitarfélagið, er verulega undarleg ákvörðun. Byggð á vangaveltum um hugsanlega galla á útboðinu og aukið sorpmagn í framtíðinni . Einnig eru settar fram tölulegar upplýsingar um hærri kostnað á árinu 2012, en ekkert getið um sparnað upp á 25 milljónir á samningstímanum. Hugsanlegur kostnaður sveitarfélagsins vegna þessarar ákvörðunar er alfarið á ábyrgð meirihluta D-lista´´

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, og Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga Eggerts Vals og Helga S. Haraldssonar:
„Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði á sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg.
Greinargerð: Bæjarstjórn tók ákvörðun fyrir ári síðan að láta bjóða út sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg í ljósi þess að samningur við verktakann, sem hefur séð um sorphirðuna mörg undanfarin ár var runninn út. Skipaður var vinnuhópur fulltrúa allra flokka til þess að móta framtíðarstefnu í málaflokknum sem lið í undirbúningi útboðsins. Í framhaldinu var verkfræðistofan Efla fengin til þess að gera útboðsgögn og bjóða út verkið í samræmi við vilja bæjarstjórnar. Niðurstaðan varð sú að tvö fyrirtæki buðu í verkið, annars vegar Íslenska gámafélagið og hins vegar Gámaþjónustan. Tilboð Gámaþjónustunnar reyndist mun hagstæðara fyrir sveitarfélagið. Ef miðað er við kostnað undanfarinna ára er tilboð Gámaþjónustunnar mjög hagkvæmt fyrir sveitarfélagið og þýðir í raun sparnað sem nemur um það bil 25 milljónum kr. á samningstímanum. Fyrir liggur einkunnargjöf unnin af fagaðilum vegna tilboðanna og skorar lægstbjóðandi hærra í þeirri einkunnargjöf. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að ganga frá samningi við lægstbjóðanda sem allra fyrst enda gert ráð fyrir því að núverandi verktaki ljúki við sinn samning um næstu áramót og nýr verktaki taki til starfa 1. janúar 2012´´
Eggert Valur Guðmundsson, S lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista.
Lögð var fram bókun Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, og Helga S. Haraldssonar, B-lista:
„Það er algjörlega óskiljanlegt að meirihluti D-lista skuli fella þá tillögu sem hér er lögð fram af undirrituðum fulltrúum minnihlutans, um að ganga til samninga við lægstbjóðanda eftir útboð sem sveitarfélagið stóð fyrir vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Ljóst er að annar tilboðsgjafanna hefur sent frá sér tilmæli um ógildingu útboðsins, sem við nánari skoðun standast ekki sem rök fyrir ógildingu þess. Útboðsgögn voru unnin af Verkfræðistofu Suðurlands og EFLU verksfræðistofu fyrir sveitarfélagið og eru í samræmi við allar almennar reglur og lög sem um slík útboð gilda. Hefur umsjónaraðili útboðsins hjá EFLU sagt að útboðsgögnin standist alla lagalega skoðun og í þeim felist á engan hátt mismunun gagnvart tilboðsgjöfum. Í útboðsgögnum er m.a tekið fram að þeir bjóðendur sem komi til greina skuli, innan ákveðins frests, sé þess óskað, láta í té ýmsar upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki, s.s starfsleyfi, upplýsingar um tæki, staðfestingu á að fyrirtækið sé ekki í vanskilum með opinber gjöld o.s.frv.
Hvorugur tilboðsgjafa gerði athugasemdir þegar tilboð voru opnuð og báðir aðilar skiluðu inn þeim gögnum sem beðið var um án athugasemda eftir að tilboð voru opnuð. Tilboðsgjafar sátu við sama borð allt útboðsferlið.
Leitað hefur verið álits bæjarlögmanns á - Tilmælum um ógildingu útboðs - frá öðrum tilboðsgjafanum og getur bæjarlögmaður ekki gefið ótvíræð svör við því hvort gallar hafi verið á útboðinu eða ekki. Hvergi er heldur til ótvíræður úrskurður í sambærilegum málum en í úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 segir: “Það er meginregla í opinberum innkaupum að bjóðendur geta ekki breytt grundvallarþáttum í tilboðum sínum eftir að þau hafa verið opnuð, enda eru slíkar breytingar almennt til þess fallnar að raska samkeppni og fela í sér hættu á mismunun.” Í þessu útboði er ekki hægt að segja, að með því að kalla eftir frekari upplýsingum eftir að tilboð voru opnuð, hafi jafnræði verið brotið þar sem það kom skýrt fram í útboðsgögnum að eftir þessu yrðir kallað og báðir aðilar vissu það og báðir aðilar skiluðu inn umbeðnum gögnum á tilsettum tíma.
Í útboðinu sem hér um ræðir var vægi tilboðsupphæðar 80% og vægi annarra þátta samtals 20%, en kallað var eftir upplýsingum vegna þessara þátta við opnun tilboða. Í niðurstöðum þessa útboðs hefur því tilboðsverðið svo mikið vægi að aðrir þættir geta ekki breytt niðurstöðu þess, þ.e.a.s. hvor tilboðsgjafi skorar hærra eftir að allar viðbótarupplýsingar hafa verið skoðaðar.
Það er vægast sagt undarlegt að ganga ekki nú þegar til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli þeirra tilboða sem fyrir liggja og einkunnargjafar tilboðsgjafa, samkvæmt umbeðnum upplýsingum sem þeir báðir skiluðu inn“
Helgi Sigurður Haraldsson, fulltrúi B-lista og Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista, tók undir bókunina.
Lögð var fram bókun bæjarfulltrúa D-lista:
„Það er ábyrgðarhluti að semja um sorphirðu til fimm ára og binda þannig sveitarfélagið. Nú liggur fyrir álit bæjarlögmanns sem staðfestir að galli kunni að vera á útboðinu. En í áliti bæjarlögmanns segir orðrétt: "Ef að lögmæti útboðsins yrði borið undir framangreinda úrskurðaraðila má færa rök fyrir því að niðurstaðan gæti orðið sú að jafnræði bjóðenda hefði ekki verið gætt með fullnægjandi hætti." Sá reiknaði ávinningur sem fulltrúar S- og B-lista nefna er ekki fyrir hendi, þvert á móti er ýmislegt sem bendir til annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég bið formann bæjarráðs Eyþór Arnalds innilega afsökunar að hafa haft hann fyrir rangri sök í þessu máli hann er alls ó tengdur fyrirtækjum sem um ræðir í þessu máli.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2011 kl. 22:31

2 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega !

Þarna sérðu; í hvers lags Helvítis gerilsneyðingu, okkar samfélag er komið, fornvinur góður.

Heima á Stokkseyri (bjó þar; á árunum 1961 - 1971); þókti ekkert tiltökumál, að fólk ætti sína 205 Lítra Olíutunnu - og brenndi sínu heimilis sorpi, hnökralaust.

Og; löngu síðar, reyndar.

En; síðan Djöfulsins Háskólavæðingin, með öllu því skriftlærða hyski, sem henni fylgdi, fór að færa sig upp á skaftið, hefir fremur farið til verri vegu, en betri, ágæti drengur.

Iðnvæðingin hófst jú; á ofanverðri 18. öld - en samkvæmt kenningum fræða packsins, ætti allt mannlíf á Jörðinni, að vera löngu útdautt, væri eitthvað að marka þvaðrið, í Möppu liðinu.

Gufuhvolfið; getur tekið við ógrynni mengunar, um ókomna tíma, Jón minn, og hvergi sæi högg á vatni, þar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, austur yfir Fljót / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband