Ég óska lesendum og bloggvinum mínum Gleðilegs árs og óska þeim sem öðrum gæfu og gleði á nýju áru um leið og ég geri upp pólitíska árið 2012

Nú líður að kosningum en hvað stendur eftir af pólitískum athöfnum þingmanna og ríkistjórnar?

Það sem hefur einkennt árið og reyndar kjörtímabilið eru óvenju mikil átök ekki bara á milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur fremur innan stjórnarflokkanna þingmenn úr röðum ríkistjórnarinnar hafa hætt störfum og það síðast nú í dag.

Hvað veldur? er spurning sem brennur á mörgum. 

Er það að stjórnin var ekki mynduð nema um eitt alvöru málefni það er umsókn um ESB? og í staðin leit Vg á að þeir réðu innanríkismálunum á meðan? Það gat Samfylkingarfólk illa sætt sig við og fóra að skipta sér af í kvótamálunum en Vg fékk í staðin Rammaáætlunina,þá er það stjórnarskrá málið hvorugur var áfjáður í það en þá þurfti stjórnin stuðning Hreyfingarinnar sem gerði þá kröfu að kera það áfram óundirbúið þá byrja átökin fyrir alvöru stjórnarskrármálið var ekki unnið í þinginu og þar af leið'andi ekki tilbúið í þjóðaratkvæði sem síðan kom með spurningar sem eru kallaðar leiðandi en enginn veit hvernig á með að fara.

Síðan á að keyra það í gegnum þingið nú eftir áramótin í óþökk háskólasamfélagsins sem vill að það fari í allskonar prófanir og úttektir sem sennilega er nauðsyn að framkvæma. ( svona nokkurskonar umhverfismat sem mikið er notað í dag ) þannig að skaðinn verði sem minnstur á lagaumhverfi þjóðarinnar. 

Það er svo stjórnsemi elstu þingmannanna( Jóhönnu og Steingríms  sem er að kæfa þá yngri og sjálfstæðari þingmenn og þeir hreinlega gefast upp og hætta á þá er ekki hlustað. Það er enginn samstaða um málefnin.

Svona stjórnun mun  aldrei ganga á þingi eða annarstaðar.  

Í  Kryddsíldinni kom í ljósa að nýju framboðin hafa ekkert nýtt að bjóða því miður Þór Saarí talaði oft um að fjórflokkurinn væri gengin sér til húða en hann virðist ekki skilja að innan svokallaða fjórflokk er mikil endurnýjun á fólki en kennitalan er sú sama það er ekki sami framsóknarflokkurinn sem er í dag og var í tíð Hermanns Jónassonar eða sami Vinstri flokkurinn Vg og var Alþýðubandalag Lúðvíks Jósepssonar.

Hættum þessu bulli og förum að vinna að hagsbótum fyrir land og þjóð.

Það er og hefur verið vandamála að ríkistjórnin er svo ósamstæð að mál hafa komið allt og seint inn í þingið  svo sem Fiskveiðistjórnunin Rammaáætlunin og stjórnarskráinn  þegar svo er að stjórnin er ósamstæð þarf að lofa þinginu að móta málin í þingnefndum þá mundu átökum linna í þingsölum og málin vera miklu betur unnin en í raun er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband