Olíuhreinsistöð

Þeir sem  eru á móti svokallaðri stóriðju sem er jú stóriðnaður sem skapar vöru og verðmæti sem allir þurfa á að halda og geta ekki verið án.
Hver villi ekki hafa eldsneyti á bílinn sinn olíu til að kinda húsið sitt eða olíu á fiskiskipin.
Þetta er vara sem við getum ekki verið án en ég vil ekki að hún sé framleidd í mínum (garði) hún meinar svo mikið .
Eftir því sem mér er sagt er það alveg sama hvar mengunin verður til ef hún fer út í andrúmsloftið þá virkar það á okkar veröld alla bara ekki hjá mér.
Margir umhverfissinnar vilja öll álver feig en þeir vilja fá ferðamenn til að skoða náttúruna þeir koma í flugvélum sem eru að miklum hluta úr áli bílarnir sömuleiðis  báðir þessir ferðamátar krefjast eldsneytis hvernig fer þetta saman? verum sjálfum okkur samkvæm og fær um að sjá um okkur sjálf með flest og framleiðum sem mest af okkar þörfum látum ekki aðra sjá um skítverkin fyrir okkur.

Ég er enginn sérstakur talsmaður fyrir olíuhreinsistöð en í sögulegu samhengi er þetta ekki svo vitlaust sennilega eru vestfirðir fyrsta stóriðjusvæði landsins með því er norðmenn settu upp hvalstöðvar hvað voru þeir að vinna úr hvalnum jú þeir voru að vinna olíu þess tíma lýsið en það var notað til að halda götulýsingu í stórborgum Evrópu. Eftir að vestfirðir misstu sinn stóriðnað fór að halla undan það þarf öflug fyrirtæki í stærri kantinum til að bera uppi þau minni það þrífast margir smáir í skjóli þeirra stærri þannig hefur það alltaf verið. Höfuðbóli höfðu mörg kot í kringum sig álverin hafa marga sá þjónustuaðila í kringum sig líkt og kotin áður . Hvar væri íslens verkfræði ef ekki hefði komið til stórvirkjanna og stóriðjuvera? Hver vinnur öll umhverfismöt og allar þær rannsóknir sem þeim fylgja er það ekki háskólamenntað fólk af mörgum sviðum þess náms. menntunar stig þjóða fylgir atvinnu stigi þeirra. Vestfirðingar ef þið ætlið að lifa í menntuðu og við menntun þá verðið þið að hafa eitthvað til að vinna við sem krefst menntunar það þýðir ekki að setja á stofn smá fyrirtæki sem og ef þau verða af einhverju eru keypt og flutt í burtu þannig hefur kvótinn farið þannig fór pólstækni og margt fleira það er nefnilega erfitt að vera í rekstri á landsbyggðinni vegna kostnaðar við að vera í dreifbýli nema að markaðurinn fyrir það sem verið er að gera sé á svæðinu . Fyrirtæki leita þangað sem hagkvæmast er að vera hvað sem hver seigir

Við sem búum á Árborgarsvæðinu og öðrum svæðum sem liggja nærri höfuðborginni lifum að miklu leiti í skjóli Höfuðborgarinnar sem má seiga að sé höfuðbólið en þéttbýlisstaðirnir hjáleigurnar í líkindamáli gamla tímans það þarf hver landsfjórðungur sitt höfuðból með styrkarstoðir frá atvinnulífinu .

Við getum ekki lifað hvert á öðru það þarf að koma fjármunir inn á svæðið annarstaðar frá .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband