Hvað eru kjósendur að seigja stjórnmálamönnum í síðustu skoðanakönnun?

 

Útkoma flokkana í skoðanakönnun fréttablaðsins er eðlileg að öðru leiti en því að

Samfylkingin kemur vel út að virðist, en hún hefur haft viðskiptaráðherra síðustu 17 mánuði og ber þar með mjög mikla ábyrgð á ástandinu í dag.

Hún er reyndar ein með Evrópumálin  á hreinu í forustu flokksins það er að sækja skuli um aðild .

Það er reyndar með Vinstrigræn þeirra forista vill halda í krónuna og talar þar einum rómi aðrir eru hér og þar, en þeir hafa ekki komið að stjórn landsins.    

Almennt eru íslendingar reiðir út í þá sem stjórnað hafa landinu og lýsa því í þessari könnun Þeir flokkar sem borið hafa ábyrgð á stjórn landsins undanfarin mörg ár  geta ekki annað en litið á þessa könnun sem viðvörun ef þið breytið ekki um fólk í brúnni hjá ykkur þá kjósum við ykkur ekki við viljum nýtt fólk sem ekki hefur komið nálagt þessu og hefur skýra sýn inn í framtíðinni. Við kjósendur viljum geta treyst því að svona gerist aldrei aftur, og menn axli ábyrgð.

Það er trú mín að ef það kæmu nýir menn sem væru sérstaklega með þekkingu á efnahagsmálum t.d raunsægir háskólamenn í flokkana og færu að vinna að því með grasrót þeirra að marka stefnu þeirra koma með framtíðarlausnir þá myndu íslendingar hinn almenni kjósandi flykkjast þangað.

Kjósendur vilja lausnir umfram alt.

Sá flokkur sem gefur grasrótinni færi með fræðimönnum á að koma með framtíðarsýn sem byggir á stefnum þeirri sem hver flokkur hefur. Það eru margar leiðir innan hverra stefnu það er eingin ein stefna sú rétta.

Með þessu mætti lyfta næstu kosningabaráttu úr því að karpa um fortíðina í að skiptast á skoðunum um framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sammála því sem þú segir um flokkana hins vegar er ég ekkert viss um að ég kjósi, ætli maður skili ekki auðu í næstu kosningum. Einhvern veginn er mér það þvert um geð að kjósa gamlan MISSPILLTANN flokk, þó 1 og 1 frambjóðandi með þekkingu, reynslu eða nám að baki sé kominn inná listann. Tel að það þurfi allsherjar endurnýjun, jafnvel að menn séu valdir ekki FLOKKSapparöt með GAMLA spillta jálka innanum

Eiríkur Harðarson, 27.10.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband