Er tími samvinnurekstrar komin aftur ?

Það skyldi þó aldrei vera að tími samvinnufélaga sé að koma aftur á Íslandi þegar græðgin er búin að tröllríða öllu fyrirtækjum Gift ætti að kaupa til baka VÍS þannig að tryggingar gætu verið hluti af samfélagsþjónustu.

Kaupfélag Skagafjarðar er höfuð þeirra kaupfélaga sem lifa í landinu. þá á KEA mjög stóra sjóði einnig er Kaupfélag Suðurnesja með Samkaup með mikið rekstur,önnur kaupfélög eru einnig með mis mikla sjóði þó þau séu ekki í rekstri eins og stendur. Að auki eru stór samvinnufélög Sláturfélag Suðurlands í kjötvinnslu og M.S í mjólkur iðnaði.

Það er spurning hvort ekki sé tími kominn til að draga út skúffuna með SÍS á Húsavík og koma samtakamættinum á stað á með nýjar áherslur svo sem að kaupa einn af bönkunum endurvekja Samvinnubankann.

Þá má endurvekja og efla samvinnuverslun á landinu Það hefur mikið hól og lof verið borið á Bónus en hvernig náðu þeir að lækka verð jú með því að láta bændur og aðra framleiðendur og birgja borga og með því að skuldsetja þjóðina með þeim endemum sem ekki verður eftir leikið mjög lengi það skildi aldrei vera að þegar þegnar landsins eru búnir að greiða skuldir þerra í útlöndum að þá hafi þeir greitt það hæsta verð sem fyrir hefur fundist á landinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón, og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Tek undir; með þér. Löngu tímabært; að Samvinnuhreyfingin njóti þess sannmælis, hvert henni ber, á ný.

Hinsvegar; er lykilatriði, að skúmar þeir, sem fylla spillingardíki það, sem Halldór Ásgrímsson fór fyrir, á sinni tíð, og enn eimir eftir af, í Framsóknarflokknum og reyndar þjóðlífinu öllu; samanber Lómatjarnarkerlinguna (Valgerði Sverrisdóttur) - Ólaf Ólafsson - Finn Ingólfsson - Helga S. Guðmundsson, svo nokkrir fúaraftar og forarleðjusveimur ESB sinnans; áðurnefnds Halldórs séu upp talin, fái ekki, að koma nálægt endurreistri Samvinnuhreyfingu. 

Þetta illþýði; hefir gjört nógu illt af sér, nú þegar, í samfélagi okkar, Jón minn.

Með beztu kveðjum; úr Efra- Ölvesi (Hveragerði) /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þakka þér Óskar ekki er ég sammála þér með Evrópusambandið ég held að þangað þurfum við hvort sem við viljum eða ekki því krónan er handónýt og verður aldrei pappírsinnvirði frjálshyggjan sá fyrir því Það eru góð samvinnufélög í þeim löndum svo sem  í Danmörku og Þýskalandi. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.11.2008 kl. 20:33

3 identicon

Og sæll; að nýju, Jón Ólafur !

Ég hefi; um nokkurt skeið, á minni síðu, bent á vænlegan kost okkar, til framtíðar litið, sem er einingarbandalag okkar, með Kanada - Grænlandi - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, eins konar Norður- Íshafs bandalag, sem yrði nokkurs konar mótvægi, við Fjórða ríkið, suður á Brussel völlum, hvert er jú; líkt og NATÓ, að stærstum hluta, leppríkjasamsteypa, hliðholl bandarísku heimsvaldasinnunum, Jón minn.

Svo má ekki gleyma; þá lengra kemur inn á nýju öldina, möguleikar okkar, til aukinna tengsla, við Mið- og Suður- Ameríku - Austur- Asíu, sem og víðar, en helzi mikið yrði, til þeirra samskipta, værum við innikróuð, í sérhagsmunabandalagi gömlu Evrópu nýlenduveldanna, það er,, ESB.  

Með beztu kveðjum, á ný,, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mæltu manna heilastur.

Í fjárfestingafælni komandi ára verður auðveldara fyrir fólk að taka sig saman um að ná ákveðnum markmiðum með samvinnu, hvort sem formið verður samvinnuform eða almennt félagaform.

Gestur Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband