Stjórnar menn Lífernissjóða eiga aldrei að vera stjórnarmenn í almenningshlutafélögum þar sem sjóðir þeirra eru í ávöxtun

Eftir kastljósi sýnist mér að Gunnar Páll formaður VR hafi ekki getað varið stöðu Lífernissjóðs Verslunarmanna vegna þess að þá hefði K.B banki hrunið og honum og verslunarmönnum verið kennt um. Hefði hann verið utanstjórnar þá hefði hann geta selt án þess að vera innherji í bankanum og þar með ekki haft þau áhrif á gengi bankans sem hann hefur sem innherji í bankanum. Það hefur verið stjórnendum bankans ljóst að hann myndi að öllum líkindum ekki lifa þessa kreppu annars hefðu þeir ekki beðið um að ábyrgðir sem þeir voru í yrðu feldar út.

Stjórnar mönnum hefur greinilega verið stillt upp við vegg með ákvörðunina að aflétta ábyrgðum af stjórnendum bankans þetta er óðgeðslegt mál, ef menn lenda í svona málum þá eiga menn og konur að seigja sig úr stjórn frekar en að gera hluti sem þeir eru á móti í hjarta sínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég held að besta leiðin sé að heimila lífeyrissjóðum eingöngu að kaupa einhverskonar B-hlutabréf, sem hafa sama gildi og önnur hlutabréf, þau hafa bara ekki með sér atkvæðarétt.

Það gerir fyrirtækjum sem vilja slíkt fjármagn nauðsynlegt að koma fram með mun siðlegri hætti.

Gestur Guðjónsson, 6.11.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessi mál þurfa lífernissjóðir og aðrir sjóðir í eigu félagasamtaka að íhuga mjög alvarlega. Það mun koma aftur virkur hlutabréfamarkaður eftir þessa gjörninga og þá er betra að allir hafi skýrar reglur um þessi mál og passa að hagsmunatengsl verði ekki í kross.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.11.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Fylki sem lýsir þessu:

--------------Græðgi - - - - - Hræðsla

Vísvitandi   bankastjórar   bankastarfsmenn

Heimska     GPP                 stjórnvöld

Bjarni G. P. Hjarðar, 6.11.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband