Mikið eru Hagkaupsmenn góðir þeir greiða niður mjólkina, en hvar taka þeir þær krónur sem í það fara ekki úr þeirra vasa trúi ég, þvílik hræsni.

Ég seigi bara svei þeim hvað hefur mjólk og mjólkur vörur  hækkað miðað við aðra innlenda vöru á síðustu þrem árum?

Framkvæmdastjóri Hagkaupa sagði að nú hafi mjólki verið að hækka um 15% en í sama orðinu sagði hann að matvara innflutt væri að hækka um 50% hvað seigir þetta okkur? Hann segist borga með mjólkinni ef svo er af hverju hækkar hann hana ekki er hann kannski að nota eitthvað af eirlendulánunum í að greiða niður mjólkina og svo þarf þjóðin að greiða skuldir Baugsmanna erlendis.

Látið hlutina kosta það sem þeir eiga að kosta það er engum til góðs að borga með hlutunum einhverstaðar frá koma peningarnir til þess að verslunin geti gengið það er lagt á aðra vöru fyrir þeirri sem ekki er á réttu verði  hættið þessum feluleik.  

Við skulum halda landbúnaðarvörunum í hagkvæmri framleiðslu sem hún er í og ekki rjúfa það Bændur hafa mátt þola slíkar hækkanir á aðföngum að þeir eru fjárhagslega  á nösunum þá hafa lán þeirra hækkað eins og annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband