Mál leka út af ríkistjórnarfundum hver er tilgangurinn? skyldi hann vera sá sami og hjá Bjarni Harðar.

Nú er það búið að koma ítrekað fyrir að trúnaður um það sem fram fer á ríkistjórnarfundum er brotinn. Það er jafn alvarlegt og það sem Bjarni Harðarson þingmaður var að gera og sagði af sér í kjölfarið, en sá var munur á að það komst upp um Bjarna en ekki ráðherrann sem lekur og hann er enn þá í ríkistjórninni og heldur væntanlega áfram að leka óþægilegum málum er lúta að hans eigin ríkistjórn. Ég sé engan mun annan en þann að hann hefur ekki sagt af sér. Ég vil biðja þann ráðherra að seigja af sér ráðherradóm við treystum ekki svona ráðherra sem ekki vinnur að heilindum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvernig ætli standi á því, að ég gruna Eyðimerkur-Þórunni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Loftur  Ég veit ekki en hvað seiguru um næturbloggarann Össur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.11.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú nefnir Össur til sögunnar Jón og það verður þá að vera þín tilnefning. Ég verð að segja Samfylkingunni til lofs, að þeir hafa staðið þétt með þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Það er heldst núna sem Ingibjörg virðist vera að missa jafnvægið, en ég treysti því að samflokksmenn hennar haldi þétt í hönd hennar.

Sundrung er það versta sem fyrir okkur getur komið, en því miður stökkva sumir á það tækifæri sem hefur gefist til að ota sínum tota. Samstaða er sérstaklega mikilvæg nærstu vikur, þegar móta þarf afstöðu til gjaldmiðils, Krónu eða Dollar.

Evran kemur ekki til greina, af mörgum ástæðum. Til dæmis vegna þeirrar niðurlægingar sem það væri að taka upp gjaldmiðil þeirra þjóða sem leggja sig í líma við að koma okkur á kné. Hvað við gerum í fjarlægri framtíð er annað mál, en Dollarinn er ennþá lang-öflugasti gjaldmiðill heims og sá eini sem ávallt styrkist á krepputímum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er alveg rétt við krefjumst þess að stjórnin vinni samhent að lausnum  Dollarinn er ágætur og ætti ekki að valda óþarfa pirringi í Evrópu.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.11.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Sameina á dóms- og kirkjumálaráðuneyti,  forsetisráðuneyti, samgönguráðuneyti og viðskiptaráðuneyti í innanríkisráðuneyti.  Einnig sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og umhverfisráðuNEIti í búsetugæðaráðuneyti. 

Ráðuneyti verða þá 8, en Parkinson sagði að það væri heppilegasta tala ráðherra, því þá var engin þjóð með þann fjölda!

Bjarni G. P. Hjarðar, 12.11.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Grunur minn beinist að Þórunni Sveinbjarnardóttur. Upptaka dalsins yrði án íþyngjandi skuldbindinga af hálfu annarra ríkja og olían á Drekasvæðinu yrði okkar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.11.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband