Óskabarn þjóðarinnar stofna nýtt dagblað eða að kaupa dagblað, gæti byrjað sem netmiðill.

Það væri verðugt verkefni þeirra sem eru að standa fyrir mótnælum á Austurvelli að þeir gengust fyrir stofnun á Samvinnufélagi eða Hlutafélagi til að stofna fjölmiðil/ blað eða að kaupa dagblað. Markmið blaðsins ætti að vera að hafa aðhald að stjórnvöldum hverju sinni þar sem það er augljóst að fjölmiðlar hafa brugðist í aðdraganda þessa Bankahruns.

 Það er hægt að safna í sjóð hjá landsmönnum á svipuðum nótum og þegar Eimskip var stofnað sem óskabarn þjóðarinnar. Ég er viss um að það er jarðvegur núna til þessa. Það ætti að vera skylda allra verkalýðsfélaga að leggja fram fé. Allir þeir einstaklingar sem hafa ráð á ættu að leggja framlag til þess og þá ætti ríkið og bæjarfélög einnig að gera það. Þá má hugsa sér að þeir sem ekki ættu mikið á milli handana gætu unnið fyrir sínu framlagi með því að bera út blaðið. Svona félag myndi koma á samkennd og upp myndu spretta hugsjónir sem vantar því miður alltof mikið ekki að hver sé að hugsa um sig heldur að hugsa um heildar hagsmuni. 

Ritstjórar verði ráðnir eftir hæfni og þá gætu blaðamenn verið fáir en blaðið opið öllum pennum sem vildu og þá væri sérstaklega sett upp það markmið að rannsóknarblaðamennska væri  sérstakt markmið.

Miðillinn gæti byrjað sem netmiðill og síðan héldi þróunin áfram eftir því hvernig gengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Þarna er kjörið tækifæri fyrir Samband Íslenskra Samvinnufélaga að harsla sér völl.  Væntanlega á Sambandið enn nafnið á tímariti sínu Samvinnan.  Verst að fjármunir Sambandsins hafa rýrnað í eitthvað í meðförum ykkar Framsókanrmanna í eignarhaldsfélaginu Gift.

haraldurhar, 30.11.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband