Nú þurfa Íslendingar að fara að vinna í stjórnmálaflokkum, og í félagsmálum sem koma að almannaheill. nú er tími sérhagsmuna vonandi að hverfa.Nú er það gamla góða hvað get ég gert fyrir þjóðina? en ekki hvað getur þjóðin gert fyrir mig?

Það hefur ekki verið í tísku undanfarandi 20 ár eða svo að starfa í stjórnmálaflokkum, þannig hefur lítill hluti þjóðarinnar sem þar starfa ráðið mjög miklu um okkar þjófélagsgerð.

Það sem kemur út úr þeirri stefnu að vera (laust fylgi eða flokka flakkari) og þar með að kjósa eitt í dag annað á morgun með því er  verið að refsa mönnum og konum fyrirliðin mistök eftir á.

Kjósum annað næst og kvað gerist að fjórum árum liðnum við kjósum þriðja aflið vegna þess að þeir sem síðast voru kosnir voru ekkert betri. svona gengur þetta koll af kolli og niðurstaðan er að áhrif kjósanda eru mjög líklega engin nema sársauki og vonbrigði.

Ég hvet alla til að skrá sig í stjórnmálaflokk og vinna innanfrá í breytingum á stefnu og störfum flokksins hver sem hann er, ef enginn flokkur er með þá stefnu sem viðkomandi getur sætt sig við, eða komið í stefnuskrá flokks þá er bara að stofna flokk. og vinna að sínum málum þar.

Það  liggja mikil skilaboð í því að skipta sér ekki af stefnu flokkanna,en með því eru viðkomandi að seigja mér er alveg sama ég ætla að breyta samfélaginu að fjórum árum liðnum, en er ekki að vinna í núinu.

Svo eru skilaboðin þegar kjósandinn er óánægður með gjörðir þess flokks sem hann kaus það er sami rassinn undir þeim öllum þá er oft búið að kjósa alla flokka. Ekkert er eins og kjósandinn hafði hugsað sér, enda vissi enginn hvað hann var að hugsa.

Verum virk í stjórnmálum þá vermdum við lýðræðið, en afskiptarleysið eyðileggur það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þvi míður er það nú þannig að þegar nýtt fólk kemur að stjórnmálafélögum fullt af eldmóði og hugsjónum og vill koma sér á framfæri ,þá er oftast gamall saumaklúbbur fyrir með fornar hugmyndir ,að unga fólkið fer þangað sem það kemst að og vinnur að málum innan dyra.það þarf viðhorfsbreitingu i félagastarfið.

Ásgeir J Bragason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Tori

Eitt Ísland = Eitt kjördæmi. Einstaklingsframboð, burtu með flokksveldið, átök á þingi, en ekki í stjórnmálaflokkum!

Umræða, spillingu burt, líf og fjör, áfram Ísland!

Tori, 7.12.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þetta er ágæt hugmynd en það þarf að vinna að henni einhverstaðar þannig að hún verði að veruleika.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 7.12.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Tori

Já sammála en það er erfitt innan flokkana því þar kemur flokksveldið fyrst svo annað.

En reynum að krefjast þessa af okkar þingmönnum, eitt kjördæmi!

Tori, 7.12.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Diesel

Vá, það er draumurinn, að hægt sé að kjósa menn. ekki einhverja flokka. Það myndi allavega minnka spillingartíðnina....um sinn

Diesel, 10.12.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband