Nú er raunveruleikinn að koma í ljós. Fjárlögin eru ekki gamansaga og verða ekki næstu ár. Notum tímann til náms og kennslu.

Skattar hækka en ekki er gert ráðfyrri hátekjuskatti það er miður að mínu mati. Útsvarsprósentan kemur til með að hækka hjá flestum sveitafélögum.

Atvinnuleysið kemur til með að aukast mjög mikið þar sem samdrátturinn í framkvæmdum er veruleg hjá ríkinu og svo bætist við niðurskurður hjá sveitafélögum. Þá er ljóst að þeir sem eru atvinnulausir framkvæma ekki neitt og mega þakka fyrir að ná endum saman.

Alþýðusambandið er ekki sátt við þessar ráðstafanir og hóta öllu illu en það er ekki til neitt vopn til að beita stjórnvöld.

Ef farið er í hart á vinnumarkaðnum þá fer verðbólgan í hæstu hæðir og þá verða fleiri gjaldþrota en þegar stefnir í.

Nú þarf að koma sem flestum í nám til að nota tímann á meðan lægðin er dýpst og til þess verður kannski að taka upp óhefðbundnar hefðir til náms svo sem í iðngreinum fá iðnfyrirtæki til að taka upp verknám og nota til þess þá iðnaðarmenn sem ekki hafa vinnu og því má stjórna með umsjónakennurum verknámsskólanna Trésmiðjur gætu breyttist í kennsluhúsnæði og trésmiðir í kennara undir stjórn umsjónakennara. Vélsmiðjur gætu gert það sama  Bílaverkstæði einnig nóg er af bílum og vélum sem hægt er að nota sem kennslu gögn.

Ég held að við verðum að nýta öll tæki og og húsnæði til þess að mennta .t.d iðnaðarmenn.

Bóknámið er ekki eins bundið atvinnulífinu og þar er ekki um sömu tengsl að ræða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta eru verðugar pælingar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Hagbarður

Hver á að borga?

Kreppur "læknast" ekki með því að fólk fari í skóla. Lækningin felst í því að koma hjólum atvinnulífsins í gang og leggja áherslu á starfsemi sem aflar gjaldeyris. Bæta starfsumhverfi atvinnulífsins, fjölga möguleikunum og auka opinberar framkvæmdir ef einhver kostur er.

Þú getur tekið sjálfan þig og þitt heimili sem dæmi. Þegar kreppir að eykur það ekki hagsæld þína að þrífa klósettið oftar, þurrka oftar af eða sækja námskeið. Þú ert tilneyddur til að spara og/eða að reyna að leita að aukinni vinnu. Þetta eru bara hinar döpru staðreyndir. Kreppan leysist ekki nema við öflum aukinna tekna.

Hagbarður, 12.12.2008 kl. 09:31

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er alveg ljóst að ég er að meina að það kostar ákveðið að halda uppi atvinnuleysisbótum og til þess þarf fjármagn og þá er því betur farið með því að nýta það með smá aukningu tíma til  náms nám verður aldrei af fólki tekið og ég tilekki tíma atvinnulausra verði ekki betur varið.

Auðvita verðum við að koma hjólum atvinnulífsins á stað aftur en notum tíma til að koma okkur upp þeirri menntun sem kemur til með að verða skortur á í náinni framtíð því við höfum helst þörf fyrir iðnaðarmenn þegar uppbygging hefst sem verður vonandi sem fyrst. Við höfum flutt inn mikið af iðnaðarmönnum vegna þess að hér eru þeir ekki til staðar

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.12.2008 kl. 19:36

4 Smámynd: haraldurhar

   Tek undir sjónarmið Hagbarðs hér að ofan.  Það sem við þurfum umfram allt er framleiðsla til að afla gjaldeyris og til að minnka innfluting. 

   Auðvitað er gott að nýta tíma fólk er án atvinnu til náms. Hver á að borga? Það er nú svo komið hér á landi að helmingur vinnufæra manna og kvenna vinna í opinberri þjónusu hjá ´riki og bæ.  Stefnír á 15 % verið í námi, 5% kominn á eftirlaun fyrir 67 ára aldur. Restinn á að framleiða og framfæra þjóðina.

    Sl. nóv. var vöruskiptajöfnuður einungis jávæður um 2. milljaraða, sem segir nú lítið upp i hítinna.

   Það er nokkuð ljóst að erfitt verður fyrir ríkið að hækka skatta, sem nema nú nánast 50% af þjóðarframl.  Áætlaður 150 milljarða halli hjá ríkissjóði á næsta ári, sveita og bæjarfél. all flest á hausnum.

    Það er augljóst að staða okkar er þröng, og mín spá er sú að samdráttur hjá Ríki og bæ í starfsmannahaldi eða launaliðum verði að lækka minnsta kosti 25% á næstu 2 árum.  Það verða engir fjármunir á lausu til endurmenntunar né námskeiðahalds á næstu árum, og nú hefst stéttarbaráttan aftur af fullum krafti. 

haraldurhar, 12.12.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ef vilji er fyrir því að koma fólki í nám eru til peningar í það með niðurskurði svo sem í utanríkisþjónustunni loka fleiri sendiráðum þá má leggja af aðstoðarmenn þingmanna og svona má lengi telja en vilji er eitt af því sem þarf.

Ég hef  skrifað um það hér á blogginu að hjól atvinnulífsins þurfa að snúast það þarf að veiða nýta öll tækifæri svo sem að veiða Hval það má ekki standa í vegi fyrir erlendum fyrirtækjum sem hingað vilja koma ráðherrar verða að hafa kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu óvinsælar. Það er ekki ólíklegt að það borgi sig að auka vinnslu á fiski hér en mikið af fiski er flutt út í gámum ó unninn .

Það eru mörg fyrirtæki hér á landi sem hafa nánast eingöngu framleitt vöru fyrir innanlandsmarkað þau hafa ekki haft sölumenn í starfi erlendis en það þarf trúlega að aðstoða sum þerra við markaðssetningu erlendis.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.12.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband