Fjárlögin eru sögð vera byrjunin á því sem koma skal því næst skulu þau vera hallalaus.Hvað er til ráða?

Það hlýtur að vera best að auka beina skatta en frekar og leggja á hátekjuskatt í jafnvel í fleiri þrepum en einu, í stað þess að hækka neysluskatta því neysluskattar auka verðólgu og þar með lán sem hvíla á heimilum fólksins það er ekki á þær hækkanir bætandi.

Niðurskurður verður að auka en fremur og þá verðum við að skoða hvað hefur minnst áhrif það er utanríkisþjónustan sem hlýtur að skera mest  þar er ekki um störf sem fjölfalda sig.

Þá eru varnir landsins sem nágranaþjóðir ætluðu að sinna í verktöku, sláum þá gæslu af.

Þá á að skoða það með fullri alvöru að fækka ráðaneytum og færa saman stjórnskipanina.

Hætta fjárafrekumframkvæmdum í vegagerð sem er  svo sem jarðgöngum og fara ekki í vegagerð nema hún sé sérstaklega arðbær en halda við þeim vegum  sem fyrir eru, og laga þá veigi sem eru sérlagahættulegir, og auka með því umferðaröryggi.

Heilbrigðisþjónustan er mjög fjárfrek og í stað þess að skera hana niður þá er spurning um að selja þjónustu til annar landa til að nýta betur okkar fólk betri nýting þýðir lægri kostnað per einingu og ef tekjur koma þá greiða þær niður annan kostnað.

Þá hlýtur að ver hægt að skera hér og þar úr styrkjum. 

Menntun verðum við að varðveita umfram allt því í skólum getum við bundið fólk á þeim tíma sem ekki er næga atvinnu að hafa í landinu.  

Þá þarf að hvetja útlendinga til að fjárfesta hér í því sem nýtir okkar sterku hliðar það er háhitinn rafmagnið og hugsanlega má vinna frekar það ál sem hér er framleitt.

Verðtrygginguna verður að taka til endurskoðunar breyta viðmiðum og gera þær nær því sem bestu vextir gefa það er ekki hægt að hirða eignir af venjulegu fólk það geta ekki verið eðlilegir viðskiptahættir að þeir sem eiga eignir sjái þær hverfa af því að einhver vísitala sem er tilbúin viðmið það eru ekki allir sem faraeins með sína fjármuni þannig a til sé einhver viðmið sem sé heilög tala og samkvæmt henni geti menn sagt að þetta sé einhver múllausn það má seigja að ef verðtrygging í því formi sem hún er í dag er í gildi þá eigi vextir að vera 1,5 % það er ágætar rentur sem hafa einga áhættu .

Það er greinilega enginn sérstök ánægja sem fylgir því að verða ósjálfbjarga og fé laus og upp á aðra komin við að rétta sig af eftir slæmt fyllirí sem nokkrir menn hjálpuðu okkur í með leiðsögn Seðlabankans sem hélt hér uppi óraunhæfu gengi á krónunni, og lausatökum á fjármálum drengjanna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

1. Minnka utanríkisþjónustuna, þurfum ekki öll þessi sendiráð, allavega loka tímabundið.

2. Leysa gjaldmiðilskreppuna á næstu 4 vikum með einhliða upptöku dollars.

Það er jú ljóst að það þarf að spara og best að gera það þar sem það kemur minnst niður á íbúum Íslands.

Tori, 20.12.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband