Ingibjörg Sólrún ( Samfylkingin ) .Hvar eru umræðustjórnmálin íbúalýðræðið og samráðið núna hvar er prinsippið ? Aumingja þið.

Ríkistjórnin er lánlaus og rúinn allri virðingu hún hefur ekki einu sinni rænu á að kalla samtök atvinnulífsins að borðinu í gerð fjárlaga, þar hefði ríkistjórnin geta unnið sér inn prik með því að láta ASÍ og Samtökuatvinnulífsins fara í gegnum niðurskurðinn og láta þá velja slæmu kostina með sér en það lánaðist þeim ekki. Ég held að þið ættuð að skoða hvernig Steingrímur Hermannsson tók á málum þegar allt var að fara til helv þegar hann var forsætisráðherra.

Það er eins og stjórnin haldi að hún sé í þeirri stöðu að geta valtað yfir allt og alla, en þar skjátlast þeim líka því með þeirri framkomu verður bylting á landinu ég meina það verður uppreisn þegar atvinnuleysið nær hámaki. Stjórnin verður að ganga í takt við þjóð sína annars gerist það að hún verður sú fyrsta á Íslandi sem verður sett af.

Þá ræðir Ingibjörg sannslaust um Evrópusambandið og aðildarviðræður en hvar er Samfylkingin stödd ? þar er hún með samningsmarkmiðin á hreinu? ég hef ekki séð þau frekar en aðrir. Ef samningsmarkmiðin eru til þá eru þau þannig að þau þola ekki dagsljósið það á sennilega að fórna Landbúnaði og Fiskveiðiheimildum fyrir aðild þannig getur hún endurskipulagt kvótann og sett þá ábyrgð á Evrópubandalagið en þá er um leið komnir aðrir en Íslendinga inn í okkar landhelgi.

Við verðum að vanda til verka og vera alveg með það á hreinu hvað við erum tilbúin að semja um setja okkur prinsipp sem ekki verður bakkað með.

Það er deginum ljósar að Ingibjörg Sólrún talar um umræðustjórnmál á sunnudögum og öðrum titildögum en þegar á reynir er það fyrir bí þá er það sama og hjá Davíð það sem ég seigi er það eina rétta kannski hefur hún lært eitthvað af Marteini Mosdal.

Ég bið aðra sem í Samfylkingunni starfa að stoppa þessa stjórnsemi formannsins  af svo flokkurinn  hverfi ekki eins snöggt og hann varð til því í honum eins og öðrum flokkum er gott fólk og vel meinandi.

Það er aldrei meiri nauðsyn en einmitt nú að allir sem áhrif hafa í samfélaginu komi að erfiðum ákvörðunum því án samstöðu kemst þjóðin ekki í gegnum þessa erfiðleika.

Að lokum þessa pistils óska ég öllum gleði og góðum árangri í leik og starfi á næsta ári,og vona að Ríkistjórninni lánist að snúa af hroka sínum sem allra fyrst svo þjóðin nái sátt um uppbyggingu samfálagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Það er margt til í þessum pistli, en á svona tímum er ekki gott að margir stjórni, það verður bara hnoð sem skilar ekki neinu.

Ég er sammála þér að Ingibjörg virðist ekki hafa stuðning Samfylkingarinnar fyrir Evrópubandalags umræðunni, hún ætti að fá samþykki flokksins áður en hún heldur áfram með þetta raus og sífelda kröfu um að sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu með eða á móti aðildarviðræðum.

Skúli Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband