Páll Skúlason er mætur maður og mælir heilt í viðtali við Evu Maríu.

Það er öllum holt að hlusta á það sem hann hefur að seigja um málin hjá okkur það þarf að koma nýtt fólk í ríkistjórnina með allt annað gildismat það þarf að vinna í anda samvinnu og félagshyggju það þarf ungmannafélagsandann í stjórnmálin.

Allir að gera sitt besta án þess að hugsa um sinn hag en því miður hefur þjóðfélagið  allt of mikið snúist um hvað hef ég persónulega út úr því að gera eitthvað í málum samfélagsins. Einstaklings hyggjan hefur verið alsráðandi.

Kaupfélögin urðu mörg til í kreppunni og það var af brýnni nauðsyn, er neyðin  komin aftur nú?

Hver kom þeim út af markaðnum jú það var Bónus og hvernig fóru þeir að jú þeir kúguðu heildsala byrgja og framleiðendur þannig að þeir fengju mestan afslátt á kostnað hinna smáu svo sem kaupmannsins á horninu og minni kaupfélaga á landsbyggðinni . Er það eðlilegt að þeir sem reka mötuneyti og greiðasölur fari í Bónus og fái vöru þar á lægra verði en hjá framleiðanda sem vill staðgreiða? Þetta er kúgun sem verður að uppræta því þessir viðskipta hættir eru óheilbrigðir og valda spillingu.

Ég hvet Jón Sölenberger til að koma til liðs við fólkið í landinu og hjálpa því að setja upp á samvinnugrundvelli verslanir sem bjóða vöru á hagstæðu verði. Ég vil trúa því að Jón vilji vinna fyrir heildina án þess að hugsa endilega hvað hef ég út úr því fyrir mig heldur hvað hefur þjóðin út úr því.Hann hefur sambönd sem geta nýst við innkaup trúi ég.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband