Nú þarf sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvótann fyrir árið svo hægt sé að standsetja allan búnaðinn í vetur

Það liggur á að hefja hvalveiðar til vegs og virðingar á ný Það er mikil verðmætasköpun sem á sér stað við hvalveiðar þá þarf að huga að bræðslu fyrir allt annað úr skepnunni en það sem nýtist til manneldis.

Það á ekki að leyfa hrefnuveiðimönnum að henda í sjóinn því sem ekki er nýtt til manneldis við Hrefnuveiðar heldur skylda þá til að koma því efni í bræðslu.

Við bræðslu verður til mjöl og lýsi. Lýsið er hægt að vinna í lífdísil og nota til að spara annað innflutt eldsneyti við verðum að nýta skepnuna til fulls þannig verður hagkvæmin enn meiri Japanir kaupa kjötið á að mér skilst mjög góðu verði.Mjölið væri hægt að vinna að hluta í gæludýrafóður hér á landi.

Við þurfum nú umfram allt að ná gjaldeyri úr öllu sem hugsast getur og einnig að skapa alla þá vinnu sem mögulegt er nóg er nú atvinnuleysið samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr! Hey! Þig sem viðskipta ráðherra.

Júlíus Björnsson, 11.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við erum þarna mjög sammála Jón!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.1.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Tek undir þetta. En hver á að veiða hvalinn og á það að vera endurgjadslaust til þjóðarinnar?

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 13.1.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það má láta bjóða í kvótann eða að setja skatt á framleiðsluna þannig að vara sem framleidd er beri skatt til ríkisins ''útfluttningsskattur ,,

Ef allir ættu að sitja við sama borð varðandi veiðar og  vinnslu þá þarf að gefa út að sá sem hreppti kvótann hefði hann í tíu til 20 ár svo að vinnslan sem nauðsynleg er í sambandi við veiðarnar verði sem best úr garði gerð . þá getur veiðiaðilinn  samið við verksmiðju um vinnslu en vinnslan er mjög sérhæfð , því bræðslu verður að hafa samhliða vinnslu annað er óhugsandi og alger sóun á verðmætum.

Það þarf að vera skylirði fyrir veiðum og vinnslu að hún sé sem umhverfisvænust svo sem mögulegt er og nýting á skepnunni sé sem næst 100%

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.1.2009 kl. 09:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veiðum hann, skerum hann, étum hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband