Ólikt höfumst við að

Þá eru komin sérstök tímamót í sögunni Barak Obama tók við embætti fyrstur blökkumanna. Það eru miklar vonir bundnar við hann, og það er von mín að hann snúi af þerri yfirgangsstefnu er fyrrverandi forseti var haldinn

Ég óska honum velfarnaðar hann hefur verið að undirbúa sig og sína menn til þess að taka við það er að vera viðbúnir og með lausnir í þeim mörgum málum sem steðja að þar  eins og hér á Fróni.

Þá kemur Alþingi saman eftir jólafrí.

Það er ólíkt hvernig tekið er á móti þinginu hér og Forsetanum þar hér er allt hálf vitlaust í mótmælum, og hér kemur ríkistjórnin tómhent til þings fyrsta mál á dagskrá frumvarp sem felur í sér að heimila sölu á bjór og léttvín í kjörbúðum.

Það er móðgun við þjóðina að hafa ekki komið með mál inn í þingið nú þegar það kom saman er fjallar um björgunar áætlun um hvernig staðið verður með heimilunum í landinu.

Það er ekki boðlegt að sína fólki puttann, með þessari framkomu gerir ríkistjórnin það .

Það er ljóst að stjórnin er í dauðateygjunum  ráðlaus og framkvæmdalaus það gerist ekkert.

Ríkistjórnin verður að koma með aðgerðarplan sem heimili og fyrirtæki geta sett sínar áætlanir inn í Það er alveg ljóst að fólkið í landinu vill vinna með stjórnvöldum ef þau vinna með fólkinu en það er bara ekki vilji hjá stjórnvöldum til þess og þá fara hlutirnir á þennan veg.

Það er stuttur tími til stefnu hjá stjórnvöldum til að ná til þjóðarinnar annars spái ég því að mótmæli verði mun harðari og það kæmi mér ekki á óvart að þau yrðu þannig að til líkamsmeiðinga komi eða þaðan að verra og vona ég svo sannarlega að ekki komi til þess .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tek undir þetta með þér. Og allt sem Obama sagði er í samræmi við allt sem sérhver Íslendingur getur sagt hér á landi. Sem er algjörlega anti-ESB stefna í framkvæmd. [Sumir framkvæma annað en þeir segja]. Íslendingar eru ekki einir í heiminum og eftir höfðinu dansa limirnir. Við erum að stefna inn í mestu heimskreppu síðari tíma.  Limirnir eru allir afhöggnir og Kúpan nánast heilalaus.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband