Það kemur alltaf betur og betur í ljós að fjölmiðlar vinna í þágu eigenda sinna fyrst og síðast.

Nú er ljóst að Kompás var lagður niður vegna væntanlegra umfjöllunar um einkar vini eigendanna, það kom upp það sama á D.V.

Ég skora á Glitnir sem á í raun Árvakur að gera það fyrirtæki að samvinnufélagi þar sem þeir sem að blaðinu vilja standa kaupa stofnfé í útgáfunni þannig getur blaðið lifað sem frjálst og óháð.

Ásrifendum verði boðið að borga stofnfé á tvennan hátt annars vegar með framlagi sem greitt er með beinu framlagi og hinsvegar með áskrift þannig að áskriftin sé bundin í allt að 3 til 5 ár og verði tvöföld miðað við núverandi áskrift og helmingurinn verði stofnfé. skrifa þarf öllum áskrifendum og bjóða þeim þessa leið það hlýtur að leggja fyrir hvað mikið fé þarf til að koma blaðinu af stað og þá hvað margir áskrifendur eru að blaðinu og hvað stofnfé hvers og eins þyrfti þá að vera.

Einfalt reikningsdæmi og óháður fjölmiðill fæddur sem fólkið í landinu þráir það vill ekki lát ljúga að sér mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Hugmyndin er góð og ættum við að nota hana til að stofna blað sem er í eigu fólksins og þ.a.l. fyrir fólkið. En fyrr frýs í helvíti en gamli íhaldssnepillinn verði rekinn með samvinnuforminu góða 

Magnús Vignir Árnason, 28.1.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Vignir ég meina að Morgunblaðið er farið á hausinn en á rústum þess væri stofnað til blaðs í samvinnurekstri og skorið af því fitan þannig að það geti rekið sig

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

bloggið eru það ekki nýjustu fréttirnar í dag. Og veffréttamiðlar í framhaldi?

Júlíus Björnsson, 29.1.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband