Framsókn komin í ríkistjórn án ráðherra.

Þá er búið að mynda eða ganga frá myndun ríkistjórnar sem Framsóknarflokkurinn verður í án ráðherra því stjórnin kemur engum málum í gegnum þingið nema að framsóknarmenn samþykki þau þannig er það rétt að Framsóknarflokkurinn er með í stjórninni án ráðherra.

Það þótti sumum undarlegt að Sigmundur Davíð vildi koma að málum, það er ljóst að hann vildi fá fram þau mál sem Framsóknarflokkurinn átti að styðja svo það þyrfti ekki að byrja að þjarka um þau um leið og fyrsta málið kæmi fram.

Sigmundur Davíð formaður fer vel af stað undir býr mál vel fær ráðgjafa til að leiðbeina stjórninni þannig verður reynt að komast hjá mistökum .

Það er lykil atriði að leita sér ráða og það skiptir ekki máli hvar sá sem ráðið veitir er í stjórnmálum flokkarnir eru ekki aðal málið heldur málefnin, ef fyrri ríkistjórn hefði unnið á þessum nótum hefði hún ekki fallið.

Það má aldrei veljast þannig fólk í ríkistjórn sem heldur að það eitt vita alla hluti best og eða þeirra flokksmenn það eru nefnilega ekki kjánar í öllum öðrum flokkum en viðkomandi er í sem betur fer er mikið af hæfileika fólki í öllum flokkum og utan flokka einnig. Tökum það með í að ráðleggja okkur hvað best er að gera í stöðunni hverju sinni.

Þeir sem vinna eingöngu á sínum forsendum án breiðs hóp ráðgjafa eru líkin sem þarf að losna við í stjórn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Það má nú til sannsvegar færa að nýi formaðurinn hjá Framsókn reynir að stimpla sig inn, en skelfing er málefanalistinn rýr.

Hverju ætlar Framsókna að koma fram og hvað ætla þeir að verja á þessum 83. dögum. ??

Skúli Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband