Ég er bjartsýnn eftir umræður á þingi í kvöld. Nýtt Ísland ný hugsun.

Það vekur manni bjartsýni hvernig þingmenn töluðu í kvöld, þeir sögðust myndu láta hagsmuni þjóðarinnar hafa allan forgang óháð flokkum og stólum þannig hefur það alltaf átt að vera.

Það fór hrollur um mann fyrst í dag er Sjálfstæðismenn djöfluðust útaf stól forseta Alþingis, því líkt sjó og þá hugsaði maður ekki verður mikil friður fram að kosningum með svona stjórnarandstöðu.

Þá kom Þorgerður í ræðustól og var öllu mildari og taldi að þingmenn sjálfstæðismanna myndu styðja öll góð mál og flytja önnur Framsóknar menn sögðust myndu styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Nú vona ég að þetta góða fólk sem á þingi situr haldi þetta út á þessum nótum. 

Svona andrúmsloft vill þjóðin sjá í Alþingi Íslendinga þá ganga hlutirnir og það besta verður að veruleika og það sem lélegra er fellur um sjálft sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

þeir sögðust

Ekki fannst mér það trúverðugt í ljósi efnahagsástandsins hér og erlendis.

Júlíus Björnsson, 5.2.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Ég hef alltaf sagt að góða tillögu ber að samþykkja, sama hvaðan hún kemur og sama hvar þú ert í flokki. Þegar þingmönnum hefur hlotnast þessi þroski, þá eru þeir farnir að vinna þjóðinni í hag en ekki bara flokknum og hans stuðningsmönnum.     

Magnús Vignir Árnason, 6.2.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar þingmönnum hefur hlotnast þessi þroski, þá eru þeir að fara eftir vilja þjóðveldisins.

Júlíus Björnsson, 6.2.2009 kl. 01:10

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ljóst að Sjálfstæðismenn eru eins og aðrir fíkla þeir eru með bullandi fráhvarfseinkenni en það lagast eins og hjá öðrum en það er ekki gott að fjölmiðlar mæli upp í þeim alla vitleysuna það þarf að láta þessi  einkenni fá að líða hjá í hljóði eins og hjá öðrum sem eru í afeitrun

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.2.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband