Er Seðlabankastjórinn brjálaður ? Þegar virðingin er farin þá er samviskan farinn og rétthugsun líka.

Ég hef verði bjartsýnn en nú er ég að verða svartsýnn á að þjóðfélagið okkar standist þegar undirmenn hlíða ekki yfirmönnum sínum. Hvar endar lýðræðið ef lögreglumenn hættu að hlíða lögreglustjóra og dómsmálaráðherra og færu með mótmælendum inn í Seðlabankann og tækju þá sem þar eru og hentu þeim út? Hvar er virðingin fyrir sínum yfirmönnum? ef þeir eru að brjóta á þegnum sínum höfða þeir mál á hendur þeim en þrjóskast ekki við.

Á að brjót samfélagsgerð okkar þjóðfélags niður? þegar æðstu menn í stjórnkerfinu hlíða ekki sínum yfirboðurum. Nú er ég hræddur hræddur um raunverulega byltingu. Menn verða að gá að sér og leita réttar síns ef hann hefur verið brotinn en að taka völdin í eigin hendur er. Ég vil ekki seigja það.

Það eina sem ég get sagt ég bið Guða að ver með okkur og hjálpa almúganum að stilla skap sitt.

Grunstoðir Þjóðfélagsins verður að virða þeir sem fara með völd þeim verður að hlíða og maður verður síðan að sækja rétt sinn fyrir dómi það er grundvallar réttur hvers mans og ég vona að réttar kerfið okkar ráði við það og efast ekki um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll. Þetta er nú alveg að verða komið gott, með þessi mótmæli, að mínu viti. Ég spyr á móti til hvers erum við að setja lög og semja við stéttarfélög ef ekki á að fara að þeim reglum heldur hlaupa eftir vilja öskrandi óeirðafólks. Ef á að losa sig við þessa tvo menn í Seðlabankanum á auðvitað að reka þá beint og taka við bakreikningnum ef ekki er hægt að sanna á þá afglöp í starfi. Ég ber fullt traust til löggæslumanna og er ekki hrifin af stéttarfélögum svo því sé haldið til haga. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband