Óþolinmæði er í gangi varðandi framgang mála á Alþingi.Mikilvæg mál þurfa mikla og vandaða skoðun.

Það er nú þannig með lýðræðið að það er vesen það sem verið er að gera og þarf að fara fyrir þingið tekur sinn tíma. Við hljótum að vilja vanda okkur við lagasetningu allt sem gert er orkar tvímælis þá gert er, því er nauðsynlegt að gefa sér tíma í mál og vanda þau. Við eigum ekki að brjóta stjórnaskrána þegar það hefur gerst þá er það án undantekninga í flýti gert.

Ég treysti þingmönnum til að vinna hratt og tefja ekki mál að óþörfu, að tefja mál með málþófi er vítavert á þessum tímum og um það þarf að halda skrá og birta það reglulega.

Það er ekki auðvelt að leysa úr málum heimilanna þannig að öllu jafnræði sé gætt. Það er fyrst og fremst mikilvægast að taka niður þá hækkun sem kom vegna gengisbreytinganna og verðbólgunnar ef hægt væri að færa vísitöluna á það stig sem hún var í um mitt ár 2008 þá væri það mjög ásættanlegt það þarf að stilla vísitöluna og setja hana á það stig sem hún var á t.d 1 júlí taka erlend lán og setja gengiskörfuna á þá gengisvísitölu sem þá var í gildi og opna svo afborganir og hætta allri frystingu.

Þá kemur í ljós hverjir geta greitt af lánum sínum og hverjir verða að fara í gjaldþrot þá er sú stærð þekkt og hægt að bregðast við þeim.

Þessar niðurfærslur kosta mikla peninga en þá verðum við að koma til móts við banka og fjármálastofnanir. með lánum eða framlögum af skatttekjum næstu árin.

Það er búið að koma til móts við sparifjáreigendur með því að tryggja allar innistæður í Íslenskum bönkum, en það var ekki þannig fyrir neyðarlögin einungis voru tryggðar innistæður upp á 3 miljónir á hverjum reikning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Ferlega góðir pistlarnir þínir..

TARA, 12.2.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband