Er gúrkutíð hjá fréttamiðlum? Það eru að koma kosningar.

Óskar Bergsson býður þeim sem eru að vinna fyrir borgarbúa í pólitíkinni í smá teiti fyrir 90 þúsund þá ætla allar fréttastofur af göflunum að ganga og bloggheimar líka.

Þeir sem eru að vinna í þágu borgarinnar eru ekki hátt skrifaðir ef það má ekki kosta 90 þúsund að funda yfir veitingum. Ólafur Magnússon er sennilega búin að gleyma því að hann lét kaupa kofa á Laugarveiginum fyrir var það ekki 700 miljónir eða það minnir mig þá er hann á biðlaunum sem borgarstjóri með hvað merghundruð þúsund á mánuði.

Það eru miklir menn sem hafa mikið sem þykjast svo vera boðberar réttlætis.

Þá fékk hann styrk í nafni Frjálslindafloksins en stakk þeim styrk í eigin vasa. Svona fólk á að forðast og alls ekki að hleypa þeim í stjórnun því það er ávísun á bruðl og sukk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón

Snýst málið ekki um það að Óskar bauð fólkinu ekki til veislu á sinn kostnað né Framsóknarfl. heldur á kostnað Reykjavíkurborgar. Kostnaðurinn sem býsnast er yfir var tæpar 4000 kr á mann sem er talsvert í krepputíð. Ólaf nenni ég ekki að ræða, reykvíkingar bera ábyrgð á honum og ég er ekki í þeim hópi lengur, nóg er nú sem við sunnlendingar þurfum að hugsa til t.d. varðandi fulltrúakjör á alþingi

Ingimundur Bergmann, 18.2.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

 Sæll Jón.

Ég er sammála Ingimundi, Óskar Bergsson hefði átt að borga sjálfur fyrir þessa veislu.

Ég er Reykvíkingur og vil ekki styrkja Framsóknarflokkinn eða aðra flokka í veisluhöldum.

Guðmundur Óli Scheving, 18.2.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband