Ætlar lýðræðishreifingin að bjóða fram til Alþingis? Hvað býr að baki?

Hvers vegna þarf alltaf að stofna ný og ný framboð til Alþingis eru ekki nóg og margir flokkar á þingi?

Ég hefði frekar vilja fækka flokkum og innan flokkananna færi fram enn meiri skoðanaskipti. Það er ekki árangursríkt að fjölga framboðum af því höfum við reynslu, sem ekki hefur gefið neitt af sér, það hafa komið framboð og náð nokkrum þingmönnum en eingin áhrif haft.

Það er eins og þeir sem seigja sig úr þjóðkirkjunni og finna enga kirkju sem þeir geta sætt sig við og engan söfnuð af öðrum trúarbrögðum.

En í flestum tilfellum er það sem veldur því að þannig fer er óánægja með allt og alla en sennilega er vandinn innra með fólkinu og þá þarf að leita sér hjálpar hjá öðrum.

Hver byggði öll sumarhúsin keypti alla dýru bílana fór í allar utanlandsferðirnar keyptu fellihýsin og hjólhýsin og hlutabréfin ? voru til peningar hjá öllum fyrir þessu eða voru þetta allt útrásarvíkingarnir?

Ég hef það á tilfiningunni að það sem er að hjá okkur er að við kennum öðrum um hvernig fyrir okkur er komið við höfum ekki lifað ábyrgu lífi við höfum látið mamon ráða of miklu og lifað í draumi við lifum ekki á loftinu það þarf að framleiða eitthvað til að selja úr landi og nýta okkar auðlindir af skinnsemi  við getum ekki þjónað hvert öðru og skipst á peningum þannig gengur þjóðfélagið ekki upp.

Ég vil að fólk lít í engin rann hef ég breytt rétt og ef svo er þá er samviskan góð hafi ég ekki gert rétt og sit upp með vandamál vegna þess þá skammast ég ekki út í aðra. þá tek ég á og leita mér hjálpar.

Við vitum að útrásin fór með margt öðruvísi en ætlað var en er hægt að kenna henni um allt?

Þá vil ég að fjölskyldur standi saman og hjálpi hvort öðru þannig var það í eina tíð við þurfum þá hugsun aftur, þeir sem hafa það betra eru eldri og hafa reynslu eiga að hjálpa þeim sem yngri eru og kenna þeim gömul gildi því þau eru þau sönnu gildi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband