Það ætti öllum að vera ljóst að það verður að breyta þessum lánum í íslenskulán með vísitölu áður en til annara aðgerða kemur svo allir sitji við sama borð.

Það verður að losa þessi lán úr þessari gengisáhættu strax áður en að aðrar aðgerðir til niðurfærslu á lánum kemur,en þær mun koma hvað sem hver seigir það er bara spurning um útfærslu á þeirri leið.

Þessi ríkistjórn sem ætlaði að slá skjaldborg um heimilin hefur mjög lítið gert í því nánast ekki neitt annað en að fresta vandanum.

Eftir hverju þeir eru að bíða? það veit ég ekki, held þó að við stjórnvölin sé fólk haldið verkkvíða og ákvörðunarfælni sem endar með skelfingu það er betra að gera vitleysu en að gera ekki neitt.

Þá er spurningin eru þær ráðstafanir sem hún sér fyrir svo óvinsælar að þær verði að bíða fram yfir kosningar þannig að fylgið hrynji nú ekki þangað til.

Það er farið að ræða um eignaskatt hann líst mér nú ekkert á þá skal nú endanlega láta eldri borgara sem hafa byggt upp samfélagið greiða enn og aftur fyrir það, lengi má þá þræla þrælnum út.

Nú hefur Samfylkingin lokið landsfundi sínum og þar hefur hún hafnað því að færa lán heimila niður.

Á meðan eru fjárfestingabankar endurfjármagnaðir með lánum sem bera 2% vexti er þetta einkavina aðgerð eða sértæk aðgerð fyrir vildarvini.


mbl.is Stjórnvöld leiðrétti erlend lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég hvet alla til að kynna sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin.

Þórður Björn Sigurðsson, 29.3.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Fylgist með á hvaða kjörum BYR sparisjóður fær stuðninginn, það verður gert daginn fyrir kosningar til að glepja fólk.

Hörður Einarsson, 29.3.2009 kl. 23:44

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Birgir það er nú smásaman að linast þeir sem voru á móti niðurfærslu eða frystingu á verðbótum lána Sigrún Elsa Smáradóttir er sú sem tók síðast undir í þessu máli og ég spái því að þetta verði leiðin, en hana hefði mátt vera búið að fara ef ríkistjórnin hefði meint eitthvað með því að slá skjaldborg um heimilin.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 31.3.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband