Nú er spennufall af afstöðnum kosningum og foringjarnir móðir.

Nú er að bretta upp ermar og fara að vinna koma heimilunum og atvinnulífinu til hjálpar.

ESB kemur þar á eftir við höfum ekkert að gera í viðræður ef við erum lömuð, atvinnulaus og fyrirtækin stopp.

Það verður að koma heimilunum og fyrirtækjum til hjálpar áður en það er orðið of seint það væri gott að taka leið Framsóknarmanna 20% leiðin og útfæra hana þannig að hún geti komið sem allra fyrst til hjálpar ég treysti á að stjórn sem kennir sig við vinstri og krata vinni fyrir fólkið nú verða þeir að sína hvernig þeirra leiðir eru frábrugðnar hægrileiðum það má engan tíma missa í þessu.

Það er ekki val að bjóða fólki og fyrirtækjum hægan dauðdaga með hengingaról sem frestar og frestar málunum nú er tími aðgerða.

 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býður með frekari lánveitingar. Hvers vegna?

Jóhanna verður að mynda stjórn sem allra fyrst svo tekið verði mark á stjórnvöldum erlendis.

Það bíða allir eftir að fram komi aðgerðir og farið verði í að klára samninga vegna innlánsreikningana í Bretlandi, þá þarf að klára bankamálin svo þessi leyni skýrsla geti komið út úr skápnum og bankarnir farið að vinna sem bankar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband