Glæpamenn á ferð það er ekki þessum bílstjóra að þakka að hann varð ekki öðrum mansbani.

Þetta athæfi er svo alvarlegt að maður fær hnút í magann eru bílstjórar í annarlegu ástandi á flutningabílum í umferðinni. Hvað er til ráða?

Sem betur fer er lögreglan í Árnessýslu að auka eftirlit.

Um daginn voru allir á ákveðnu tímabili að morgni stoppaðir við Litlu kaffistofuna og látnir sína ökuskírteini sitt.

Það þarf oftar að taka svona stikkprufur og auka umferðareftirlit, en ekki að draga úr löggæslu eins og stefnir í með sparnaði sem gæti orðið mun kostnaðarsamari en ef málum væri haldið í svipuðu horfi.  

Við sem ökum á milli Höfuðborgarsvæðisins og Selfoss daglega sem erum mjög margir eigum við von á að mæta brjáluðu bílstjórum í annarlegu ástandi á flutningabílum.

Þá var dauðaslys á Grindarvíkurveginum í gær morgun eftir því sem  maður les var sá er því olli einnig í annarleiguástandi og próflaus að auki.

Það verður að taka á þessu með mjög alvarlegum hætti og þarna duga engar refsingar nema fangelsi og það langt eins og um mandráp væri að ræða, þó ekki verði mandráp þá er það ekki þessum bílstjórum að þakka að svo varð ekki.

 

   


mbl.is Mildi að enginn varð fyrir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Var að skoða þessa frétt og samkvæmt myndinni hefur þessi bíll brotið algjörlega gegn þyngdarlögmálinu þar sem hann valt INN í hringtorgið en flestir vita að þegar ekið er í hring þá togar miðflóttaaflið út!"

Hringtorgið er fyrir aftan vörubílinn, þannig að það er ekki rétt að hann hafi oltið INN á við.

 Mér sýnist sem þetta sé innkeyrslan að Hótelinu/Pylsuvagninum.

Jens (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sælir félagar bíllinn valt út úr torginu rétt við pitsuvagninn á gangstéttina þar sem mjög oft er fullt af fólki á gangi með börn og barnavagna .

Hrein mildi að ekki varð Stórslys þar sem þetta gerist á þessum stað á þessum tíma

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.5.2009 kl. 21:16

3 identicon

Sælir og bless, þú verður að fyrirgefa ég sé ekki alveg samhengið á milli "glæpamann" og trukkabílstjóra þó svo að hann hafi oltið þarna í dag það getur svo margt spilað inní, jafnvel bilun í bílnum eða loftpúðum, og svo sé ég heldur ekki samhengið á milli dauðaslyss þar sem annar ökumaðurinn var í annarlegu ástandi fullur og jafnvel undir áhrifum annara efna og þessa bílstjóra sem eins og fyrr segir hefur getað oltið vegna ástæðna sem við höfum ekki hugmynd um, en þú afsakar skrif min mér finnst þetta bara soldið verið að hengja saklausan mann að mínu mati.

Helgi Guðjónsson

Helgi Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það fer ekkert á milli mála að bíllinn er á hægri hliðinni á móts við pulsuvagninn, ég sé nú hvergi að ökumaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi en ef svo var þá er það auðvitað há alvarlegt mál og skiptir þá eingu hve stórt ökutækið er, en í loftpúðabílum er búnaður sem sér til þess að þegar bíllinn hallar á vinstrivæng þ.e. tekur hægribeygjuna inn í torgið þá pumpar hann í vinstri púðanna og svo í hringnum hallar hann til hægri og á búnaðurinn þá að færa loftþrysting yfir á púðanna hægramegin og svo í þá vinstri aftur þegar hann fer út úr torginu, þessi búnaður gat hafa bilað og haldið áfram að pumpa upp vinstri púðanna og hleypt úr hægri púðunum, jú vikurinn stendur soldið hátt á vagninum en þær eru nú orðnar æði margar beygjurnar sem vikurbílarnir hafa tekið þarna, enn bæði getur búnaðurinn bilað og eins er hægt að fara of hratt því miður.

Enn Jón þú veist alveg að miðað við hve mikil umferð þessara bíla er og þú veist líklega líka hvernig þessi fjöðrunnarbúnaður virkar, að slysin í kringum þá eru fá, ótrúlega fá.

Við eigum alltaf von á að mæta ökumönnum í annarlegu ástandi hvort sem þeir eru á litlum eða stórum bílum, því miður.

Mér finnst vera soldil upphrópun í þessu hjá þér að ósekju, lögreglan í Árnessýslu er bara ekkert að standa sig, eru auðvitað blankir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.5.2009 kl. 22:56

5 identicon

þú ert alveg magnaður einstaklingur hlytur að vera  . . . . .brjálaðir bilstjorar i annarlegu ástandi á flutningabilum . . . . ertu veikur í grímunni eða . . . . .

sjálfur er eg atvinnubilstjori og er aldrei brjálaður í annarlegu ástandi .. . vænti ég þess að þú útskyrir þessi orð þin . . . .

sigurgeir magnusson atvinnubilstjori (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það kom fram í frétt í ríkisútvarpinu að maðurinn hefði verið undiráhrifum áfengis og að atvinnubílstjóri á ökutæki sem  er nær 50 tonn að heildarþyngd sé á ferðinni í því ástandi er eins og að sleppa brjáluðum manni með hlaðna byssu út á götu það er sama hvaða smábíll verður fyrir svona tæki hann fer í frumeindir.

Ef það er misskilningur að hann hafi verið ölvaður þá hefur hann alla vega ekið of greitt miðað við aðstæður það er ljóst. Loftpúða stýringar geta bilað það er rétt en ef varlega er farið þá gerast svona hlutir ekki.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.5.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er aldeilis að flutningabílstjórar hafa gert þér eitthvað Jón, það eru til mörg dæmi um að minni bílar en 50 tonna flutningabílar hafi lagt bíla og líf fólks í rúst, það er há alvarlegt mál að fólk skuli aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og skiptir þá eingu stærð ökutækis og það er rétt að það hefði mátt koma í veg fyrir mörg slys með meiri varfærni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.5.2009 kl. 10:27

8 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Högni ég hef ekkert á móti atvinnubílstjórum búin að þjóna þeim í viðgerðum á bílum og vögnum í mörg ár og þar að auki hef ég reynslu af akstri á stórum bílum og rútum.

Það sem mér svíður er að menn sem hafa farið í aukið ökunám og þekkja Hættur umferðarinnar mun betur en aðrir sem nýkomnir eru með próf skuli láta sér svo mikið sem detta í hug að aka undir áhrifum áfengis sem því miður eru nokkur dæmi um  og það meira seigja ekið hópferðabílum með fólk í ,í þannig ástandi.

Þá annað  allt of margir eru kærulausir í að ganga frá förmum á bílum sínum og hefur lögreglan verið að taka á því ,en af því hafa hlotist alvarleg slys því miður.

Við verðum öll sem förum um veigi landsins að fara varlega og gæta okkar.

 Bætum umferðaröryggið tillitsemi og gætni í umferðinni.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.5.2009 kl. 12:03

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek undir þatta Jón.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.5.2009 kl. 12:54

10 identicon

Ég verð að leyfa mér að vera svolítið undrandi á skrifum þínum Jón Vilhjálmsson,ég held að fólki beri að afla sér upplýsinga áður en farið er að skrifa svona eins og þú gerir. Ekki er komin fram nein sönnun þess að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum, (GRUNAÐUR) er ekki sama og fullur.

Síðan man ég ekki betur en að einmitt þú Jón hafir velt svipuðum bíl fyrir allmörgum árum.

Mér finnst þessi skrif falla undir ábyrgðarleysi svo ekki sé meira sagt.

Held að fólk ætti að fara varlega í að dæma aðra.

Alfreð Árnason 

Alfreð Árnason (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:42

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Birgir, þeir moka á sig sjálfir og þeir kúffylla vagninn svo hann getur eiginlega ekki lestast rangt, enn það haugrigndi þennan dag í byggð en ekki á fjöllum svo vikurinn var sem þerripappír. Bara skjóta þessu að þér Birgir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.5.2009 kl. 22:33

12 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Alfreð ég velti ekki bílnum en þegar ég var að sturta gaf annar tjakkurinn sig og pallurinn féll niður og er niður kom brotnaði hann og lagðist á hliðina en bíllinn stóð kyrr á hjólunum en það kemur þessu máli ekki við.

Ég hef svo sem ekki sönnun á því að hann hafi verið ölvaður en það er ljóst á förunum að hann hefur ekið hraðar en aðstæður leifðu og trúlega ætlað að redda sér með því að hemla í beyjunni  á of mikilli ferð og það hefur valdið veltunni umfram annað.

Það er mín einlaga ósk að inn í þéttbýli gæti menn sérstakra varúðar þar sem fjöldi fólks er á ferð og reyndar alstaðar því ef mansbani verður þá er það aldrei aftur tekið, í þessu tilfelli slapp það til.

Auðvita geta bílar og vagnar bilað þá er þar skíring ef svo hefur verið.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 31.5.2009 kl. 21:16

13 identicon

Sæll Jón. Þetta var ekki illa meint,vildi bara benda á hvað óhöpp gerast auðveldlega. Að sjálfsögðu ber mönnum að gæta ýtrustu varkárni í akstri bæði í þéttbýli og dreifbýli sem og í tjáningu. Hins vegar eru vöru og flutningabílar búnir að fara þó nokkrar ferðir í gegnum Selfoss í allmörg ár og óhöpp sem þetta ekki verið algeng.

Alfreð Árnason (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband