Ríkistjórnin tekur engum rökum Steingrímur J með bundið fyrir bæði augu og vill ekki heyra

Er það virkilega svo að Ríkistjórnin taki ekki rökum í þessu endalausa máli skuldaskila.

Það er ekki von um að við verðum í góðum málum næstu 20 til 30 árin ef öll skinsemi er farin frá þeim sem stjórna.

Það eru settir vanhæfir menn í samninganefnd og ekki leitað ráða hjá  nokkrum erlendum sérfræðingi í málum er lítur að  skuldaskilum þjóða hafa sér þekkingu þar á er þjóðrembingurinn alveg að fara með þetta lið.

Við erum búin að semja um landhelgi okkar í þrígang það eru álíka stór mál og þetta mál þá voru teknir færustu menn okkar í þeim málum og virtir í hafréttarmálum og hafðir til ráða en núna er blaðamaðurinn sem varð sendiherra gerður að formanni í þessum erfiðu málum þetta er eins og grín farsi í leikhúsi að standa svona að málum.

Steingrímur vill fá fögur eftirmæli um sig sem hetju sem vann Íslandi allt en ég er hræddur um að hans eftirmæli verði  þau að hann hafi staðið fyrir mestu afglöpum sem um getur í milliríkja málum sem Íslenskuþjóðin hefur og mun upplifa fyrr og síðar.

Svona snúast málin hjá þeim sem telja sig alvitra í málum og sækja sér ekki þekkingar þar sem hana er að fá. 


mbl.is Skynsamlegt að semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sammála!

Þessi "ríkisstjórn" er landi og þjóð stór hættuleg - það þarf að koma henni frá - hún fer aldrei sjálfviljug - þó svo hún sé algjörlega vanhæf............

Það er samstöðufundur á Austurvelli á morgun 13.ágúst kl.17

Mætum mannsterk - Sýnum Alþingismönnum okkar - fulltrúum erlendra fjölmiðla og umheiminum að Íslendingar standa saman...........

Benedikta E, 12.8.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband