Samfylkingin hlýtur að vera ánægð nú þegar erlendir aðilar hafa keypt HS Orku fyrir tilstillan regluverks Evrópusambandsins

Reglur ESB eru slíkar að ekki er leyfilegt að Orkuveita Reykjavíkur megi eiga hlut í HS Orku og sennilega gildir það sama um RARIK samkeppni er eingin hér á Íslandi í þessum geira og getur aldrei orðið vegna smæðar markaðarins, en það er ekki viðurkennt af ESB.

Þetta er það sem kemur með inngöngu í Evrópubandalagið. 

 Útgerðin fer úr landi orkan einnig bankarnir og öll þau fyrirtæki sem gefa arð.

Það er barnaskapur að halda að 300 þúsund manna þjóð standi í miljóna þjóðum í viðskiptum það verður allt bitastætt keypt þó  auðlindirnar verði í þjóðar eigu þá stoðar það lítið því virðisaukinn er í vinnslunni.

Til Íslands verður dælt styrkjum sem sárabætum fyrir að hér verði ekki hægt að stunda landbúnað.

Verður þetta ekki til þess að hjálpa okkur að hafna ESB ef svo verður ekki þá getum við séð framtíð  okkur á þennan máta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til Íslands verður dælt styrkjum sem sárabætum fyrir að hér verði ekki hægt að stunda landbúnað

þetta mun nú ekki vera gjafa styrkir heldur fjárfestingarstyrkir til að kaupa menn úr atvinnugreinum sem falla undir að vera hluti grunns sem EU Meðlima Ríkin eða Stórborgar Stóriðjuver Fullframleiðslu og tækni byggja á. Í þeim grunni sem er ekki samkeppni grunnur heldur bundin hámarksverðþaki ákveðnu af umboðsnefndinni í Brussel. Er hráefni og 1.stig vinnslu þeirra og orka og launþegar þurfa líka brennslu orku sem er hluti að rekstrakostnaði stórfyrirtækja fullframleiðslu og tæki og þeirra risavöxnu þjónustu fyrirtækja.   Ekkert ríki fær styrki nema eitthvað komi í staðin. Hagur Heildarinn skiptir öllu máli. Eitt Meðlima-Ríki greiðir ekki niður samkeppnikostnað  hinnar Seðlabanka rekstraeiningarinnar. Ég ráðlegg Fólki að lesa Stjórnskipunar lög EU.

Stjórnmála Elítur sjá fyrir sér glæst framtíð í stöðugum ferðum til Brussel og til að liðka fyrir formlegri Inngöngu var svona ranghugmyndum greinilega komið á markað. 

Nú eftir að landvinningum er lokið mun Frakkar og Þjóðverjar ásamt Bretum byrja að skera niður kostnað við lýðræðis vitleysuna í Brussel til að byrja með. Innri stjórnsýsluhagræðing að loknum markmiðum um landvinninga til að tryggja áframhaldandi virðisauka. Íslenskir stjórnmálamenn eru svolítið seinir á ferðinni.  Engin Elíta í EU mun greiða götu hinnar menn til að koma í veg fyrir að hún skila ekki inn umsömdu Meðlima gjaldi.

Lögskipaðar refsingar sem Meðlima-Ríki fá sem halda ekki varanlegu jafnvægi í Reiknisjöfnuði stjórnsýslu er nákvæmlega þeir sömu samkvæmt stjórnskipunarlögum EU og birtast Íslendingum í dag, hinsvegar eru þær ekki gerðar opinberar samkvæmt sömu lögum meðan Meðlima-Ríkið reynir að sýna bragarbót.  Samkeppni aðstoð til fyrrverandi hagræðingarstyrkja njótandi Meðlima ríkja er mjög dýr en gekk hún út á að lækka hlutdeildar kostnað heildarinnar að Miðstýringunni. Hinsvegar er almennum launþegum frjálst að leita sér betri kjara á öllum heildar innrimarkaðinum, með fráviki um vinnu hjá hinu opinbera Meðlima-Ríkjanna. Sem getur komið sér vel þegar þvingunar ákvæðin standa yfir. 

Hinsvegar mun ekki nokkur elíta á meginlandinu telja þá Íslensku sér samboðna sökum einhæfra hráefnis og orku útflutninga eða bara vegna þess að hér er engin samkeppni hæf Stórborg eða öflugur heimamarkaður til baktryggingar.     Í upphafi skyldi endinn skoða. Öllum þykir vænstu um sjálfa sig og sína nánustu. Drottna og deila eru ær og kýr gömlu geldu Nýlendu veldanna. Að kaupa köttinn í sekknum gera þeir sem ekki kunna að lesa í samhengi yfirstéttar orðaforða  eða lesa ekki samninga með stjórnskipunarlagavægi fyrir undirritun.

Guð hjálpa þeim sem hjálpar sér sjálfu: segja Þjóðverjar. Kemur verst út fyir sjálfan þig: segja Frakkar. Mér kemur það ekki við segja Bretar. Engin vil vera vinur attaníossa hvað varðar hinn neðar sett í virðingarstiganum.

Í sérhverju EU Ríki hefur alltaf verið einn hátekju þjóða við hlið hinna eða hinnar. Á Íslendi byrjaði þessi þróun fyrir alvöru um 1994.   

Ekki nema von að almenningur sé ráðviltur sem á rætur sínar að rekja til allt annars siðferðis en hefur ríkt í þessum efnum frá dögum Rómverja á meginlandinu.

Júlíus Björnsson, 2.9.2009 kl. 06:42

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Jón: Erum við komin inn í ESB? Var ekki verið að sækja um? Var það ekki Valgerður sem hóf einkavæðingu- eða það sem hún hélt vera það- Rarik?

Ingimundur Bergmann, 4.9.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Ingimundur .

Það er nú þannig að við erum búin að taka upp um 70% af regluverkinu nú þegar og það sem eftir er smá þröskuldur sem hindrar ýmislegt, Það var að mig minnir Jón Baldvin sem barðist fyrir EES samningnum í byrjun sem gerði það að verkum að þessar 70% reglugerðir hafa komið yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr þar með frjálst flæði fjármuna milli landa.

Við sjáum hvernig Magna ætlar að eignast HS Orku það er stofnað skúffu fyrirtæki í Svíþjóð og þeir gætu stofnað annað á Íslandi sem síðan kaupir hlutabréf í einhverju öðru fyrirtæki sem á stórann hlut í HS Orku þannig geta þeir eignast fyrirtækið á löglegan hátt og svo mun verða um flest fyrirtæki sem bundin eru hér vegna staðhátta.

Þetta er það sem ég óttast verulega að við verðum komi í sömu stöðu og þegar Danir réðu hér allri verslun og fluttu allan arð úr landi.

Það getur verið að þetta sé svartsýni en ég tel hana fullkomlega raunhæfa.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.9.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón. Víst er full ástæða til að hafa áhyggjur af því sem þú nefnir og ömurlegt er það að staðan skuli vera svona. Eftir áhyggjulausu árin með Dabba og Dóra er bara botninn úr þessu öllu saman, efnahagur þjóðarinnar í rúst, fyrirtækin á hausnum, heimilin líka og þingið fullt af frammígalandi og málóðum mannvitsbrekkum og Framsóknarflokkurinn tíndur og krökkum gefinn. Ekki er það félegt!

Ingimundur Bergmann, 4.9.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er nú þannig að ungafólkið mun landið erfa og sá hlær best sem síðast hlær og við vonum eð þeir sem nú stjórna standi sig þá betur sem ég er ekki búin að sjá, þ ví miður, það er sama hvaðan gott kemur  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.9.2009 kl. 09:30

6 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Jón. Mér er nær að halda að ég væri fylgismaður Framsóknarflokksins ef höfðingjar af þínu tagi réðu þar ríkjum! Þannig er það bara ekki, því miður.

Ingimundur Bergmann, 5.9.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband