Hvaða leik er Steingrímur J að leika? Stjórnin á að fara frá strax.

Ætlar fjármálaráðherra aldrei að skilja að það er í höndum þingsins að semja ef á annað borð á að semja við Breta og Hollendinga.

Fyrst var ekki meirihluti fyrir þeim samningi sem Svavar gerði þá átti þingið að kjósa nefnd til að semja, en þá var farið í að gera þessa dæmalausu fyrirvara við samninginn eins vitlaust og það var og síðan fer fjármálaráðaneytið að semja upp á nýtt í stað þess að koma þá með nefnd úr fjárlaganefnd sem stóð fyrir fyrirvörunum.

Nei þessari stjórn  er ekki viðbjargandi kemur sér í endalaus vandræði án  þess að þurfa þess.

Þá afrekar hún það að gera sig og íslensku þjóðin að kjánum í augum heimsins.

Hættið og farið frá strax.

 það er eina vonin til að  þjóðin fái traust alþjóðasamfélagsins og geti tekið ákvarðanir sem mark er tekið á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur væntanlega góða tillögu um hvejir ættu að taka við?

Svavar bjarnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég hef það ekki, en það gæti verið að það þyrfti þjóðstjórn í nokkra mánuði til að ganga frá mörgum viðkvæmum málum sem þessi stjórn hefur ekki stjórnkænsku til að leiða til lykta með því t.d að stjórna sem þjóðstjórn væri þessi stjórn sem verkstjóri í að kalla alla að borðinu og afhenda hluta af valdinu til þingsins skipa þverpólitískar nefndir til að leysa úr málum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 2.11.2009 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband