Mikil er lygin og feluleikurinn og það skal gert sem minnst úr Sigmundi Davíð og allt gert til að gera hann tortryggilegan, en hver hafði rétt fyrir sér?

Nú er komið á daginn að Sigmundur og hans sérfræðingar höfðu allatíð á réttu að standa varðandi niðurfellingu skulda heimilanna.

Sannleikurinn kemur sem betur fer í ljós þó seint sé.

AGS telur að 30% af lánum heimilanna þurfi að afskrifa, Framsóknarflokkurinn er með stefnu um 20% og svo sér meðferð sem nú kemur í ljós að er   c.a 10% í viðbót.

Það hefði verið betra að Jóhanna og Steingrímur hefðu farið strax í að laga stöðu heimilanna, en þau völdu í staðinn að fá fulltrúa AGS til að ljúga fyrir sig að ekkert svigrúm væri til staðar.

Hvar er heiðarleikinn hjá vinstristjórninni?

Nú dettur þeim í hug að afskrifa hjá þeim sem allra verst standa og hverjir eru það nú jú þeir sem lifðu hæst og tóku sem mest að láni ekki þeir sem sýndu ráðdeild nei þeir fá ekkert leiðrétt það skal alltaf láta þá sem lengst fóru fá allt sitt eftir gefið.

Þannig var þetta á meða ekki var verðtrygging þá voru það þeir sem fengu mest lánað og höfðu aðstöðu til sem greiddu aldrei sín lán þau brunnu upp í verðbólgu þeirra ára.

Þannig ætlar vinstristjórnin að beita hægriflokka aðferðum það er sértækum aðgerðum en ekki almenum

Ég verð að seigja að ég hef ógeð á þessum aðferðum og  vil ekki trúa því að vinstrimenn fari svona að í málefnum almennings.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þeir sem hafa lagt hart að sér til að standa í skilum með sín lán í gegnum tíðina og hafa tekið á sig ómældar verðbætur sem lagst hafa ofan á höfuðstól lána sinna, fá enga leiðréttingu, vegna þess að þeir eru í skilum.  Þannig verður það meðan Samfylkingin fær að ráða.  Allar aðgerðir Árna Páls sýna svo ekki verði um villst að þeir ætla ekki að koma heimilunum til hjálpar, nema kannski einhverjum útvöldum ættingjum og vinum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.11.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bólguvísitala í stað fasteignavístölu til að tryggja að veðskuldinn til verðtryggingar fari ekki út böndunum á 30 ára ávöxtunarkröfu sveik og nú er það viðurkennt og lekin upp launavísitala í stað fasteignavístölu sem lækkar örugglega ekki ef gengið hækkar.

Aðalatriðið er að færa öll íbúðarlán á langtímforsendum  aftur til þess tíma þegar bólguviðmiðunin fór úr böndunum. Þetta má gera með því að millifæra ofgreidda vexti [óreglulegi hlutinn verðbætur á Íslandi líka] og höfuðstóls innborganir inn á lánin í dag og miða svo við meðaltals fasteignaverðsþróun yfir öll heimili á landinu.

Þá hækkar fasteignaverð aftur þegar kaupmáttur eða lán hækka almennt. Bankarnir geta beðið.

Almenningur getur svo keypt illa rekinn fyrirtæki á uppboði þegar hann fær tekjur sínar til baka.    

Bankar eru þjónustu fyrirtæki og einu hagsmunaðilarnir sem Félagsmálaráðherra á að ræða við eru kjósendur en ekki bankastjórar með sérhagsmuni.

Júlíus Björnsson, 4.11.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Júlíus það má fara allavega tvær leiðir það er að fara til baka eins og þú talar um og breyta vísitölu viðmiði og svo tel ég einnig að það mætti far til baka og halda síðan sömu viðmiðum með hámarki þannig að ef verðbólgan fer yfir ákveðna prósentu þá kemur skerðing á vísitöluþáttinn.

En það sem stjórnin er að bjóða uppá núna er hreint kák og óréttlæti að verstu gerð og minnir um margt á þá tíma er menn og konur fóru í bankann og urðu að hafa flokkspólutískan bakgrunn til að hlustað yrði á það og að einhver von væri um fyrirgreiðslu hjá þeim.

Þetta er ógeðfeldar hugmyndir og aðferðir sem þeir ætla að fara.

Þessu þarf að mótmæla kröftuglega. Svona gera menn ekki á tuttugustu og fyrstu öldinni. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.11.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS mun koma inn með svokallað SDR-gjaldmiðill sem hann skapaði á sínum tíma og biðsjóð frekar en varasjóð þar sem ekki eru gerðar miklar kröfur um endurgreiðslu. Hér nýtist þessi sjóður líka Evrópska Seðlabankanum [ESB] ef sá nú Íslenski gerist meðlimur í Evrópska Kerfi Seðlabanka [EKSB]. Við getum þakkað fyrir að vera ekki formlega undir Miðstýringunni. Í EKSB lögskorðunin kemur fram að ESB hafi yfir handahafa rétt allra Seðlabanka í kerfinu yfir SDR-sjóðum. Þetta mun vera komið inn með Lissabon. Miðstýring eða umboðið [ranglega þýtt framkvæmdanefndin] hefur nefnilega á sinni hendi það hlutverk að tryggja að einstök Meðlima-Ríki geti standið undir sameiginlegum kostnaði heildarinnar eins og hann er skilgreindur á hverjum tíma.  

Þetta SDR-gengi[skráning] mun hækka og hefur það í för með sér verð innflutning í evrum lækkar sem gerir innflutnings fyrirtæki vaxtahæfari. Miðgengi krónunnar [raunskráning í Brussel] styrkist einfaldlega með því að ESB gefur grænt ljós á EKSB mun að stuðla að krónukaupum frá fákeppni einkabönkum á Íslandi þeir um 3. Þeir bjóða svo í krónur hjá Seðlabankanum á Íslandi og borga með lánsevrum.

Hætta er á að þetta skili sér ekki í útsöluverðum innflutnings á markaði fyrr en eftir langatíma [mörg ár við við skuldastöðu] og tengingin við bólgu vístölu gerir það að verkum að slík hefur í för með sér að ennþá fleiri íbúðalán fara úr veðböndunum.

Þess vegna leggur IMF til að nota launvísitölu í staðinn meðan tryggt er að meðallaun hækki ekki. Einnig vilja þeir lækka  höfuðstólsskuldir almennings um 300 milljarða. Til að skapa betra skuldahæfi fyrir almenna lánastarfsemi.

Ógeðfellt er að leiðréttingu eigi að forgangsraða m.t.t. grunnsins sem þú nefndir Jón. 

Þetta sem ég er að ræða um er beint ályktað úr stjórnskipunarlögum EU.

Það sem er ógeðfellt stenst yfirleitt ekki lög og er leyst bak við tjöldin stjórnmálalega að venju.

Júlíus Björnsson, 5.11.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband