Skötuveisla í Tryggvaskála á morgun 18/12 laugardag kl 12 til 14

Nú erum við Kiwanismenn á Selfossi  að undirbúa Skötuveislu í Tryggvaskála en það höfum við gert í nokkur ár og hefur allur ágóðinn farið til Klúbbsins Stróks sem er

(Klúbburinn Strókur er félagss kapur fyrir þá sem sem eiga / átt hafa

við geðræn vandamál að stríða. Starfið byggir á þátttöku félagsmanna

og starfsmanna. Klúbburinn Strókur byggir á sömu hugmyndafræði og

Klúbburinn Geysir sem er Fountain House stefna.

Strókur er opinn mán. - fim. kl. 8:30 -16:00 og fös. kl. 8:30-15:00.

Strókur, Stakkarholti 22, Selfossi. Sími 482 1757.

Netfang: klubburstrokur@simnet.is)

Hvet ég alla sem leið eiga um að koma og fá sér Skötu en þeir sem ekki eru fyrir hana geta fengið saltfisk.

Komið og styðjið gott málefni.

Vonumst við Kiwanismenn eftir að sjá sem flesta í þessu virðulega gamla húsi Tryggvaskála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband