Þá er að venju búið að snæða allt of mikið,og komin þörf á að hreifa sig.

Þá er maður búinn að borða á sig gat að venju.

Þá er það eitt til ráða að skella sér gangandi á Ingólfsfjall og koma sér í form á ný.

Við hjónin tókum okkur til í dag og skelltum okkur í göngu á á fjallið mun heilsusamlegra og ódýrara en að kaupa tíma í líkamsræktarstöðvum sem eru fullar af svitalykt.

Við eigum að njóta náttúrufegurðarinnar á svona dögum og styrkja líkama og sál í leiðinni.

Það er svo holt að ganga á fjöll og njóta kyrrðarinnar og ná þannig að gleyma stund og stað þrasi stjórnmálanna og öðru er daglegu amstri fylgir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband