Nú er það þannig að tvisvar hafa orðið óeirðir vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda er það tilviljun hverjir eru við stjórn í bæði skiptin

Er það tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ( Samfylkingin ) eru við stjórn í bæði skiptin, sem troð er á á lýðræðinu og stjórnin fer fram með hroka og valdi, vinna málin ekki með fólkinu í landinu heldur reyna að þvinga mál fram í krafti meirihluta valds.

 


Þjóðstjórn utanþings , sérfræðingastjórn .

Nú tel ég að flokkarnir ættu að mynda utanþings þjóðstjórn sem væri skipuð sérfræðingum.

Það gerist þannig að flokkarnir koma sér saman um að koma allir að málum með þeim hætti að þeir skipi ráðherra sem um leið væru sérfræðingar og ef þeir eru til á þingi þá er það í lagi en þeir seigja þá af sér þingmennsku. Þá geta flokkarnir farið að vinna í breytingu á stjórnarskránni og koma á stjórnlagaþingi,á meðan sérfræðingarnir eru að koma málum áfram sem tengd eru efnahagshruninu og koma þannig málum áfram á fleiri sviðum.


Ólikt höfumst við að

Þá eru komin sérstök tímamót í sögunni Barak Obama tók við embætti fyrstur blökkumanna. Það eru miklar vonir bundnar við hann, og það er von mín að hann snúi af þerri yfirgangsstefnu er fyrrverandi forseti var haldinn

Ég óska honum velfarnaðar hann hefur verið að undirbúa sig og sína menn til þess að taka við það er að vera viðbúnir og með lausnir í þeim mörgum málum sem steðja að þar  eins og hér á Fróni.

Þá kemur Alþingi saman eftir jólafrí.

Það er ólíkt hvernig tekið er á móti þinginu hér og Forsetanum þar hér er allt hálf vitlaust í mótmælum, og hér kemur ríkistjórnin tómhent til þings fyrsta mál á dagskrá frumvarp sem felur í sér að heimila sölu á bjór og léttvín í kjörbúðum.

Það er móðgun við þjóðina að hafa ekki komið með mál inn í þingið nú þegar það kom saman er fjallar um björgunar áætlun um hvernig staðið verður með heimilunum í landinu.

Það er ekki boðlegt að sína fólki puttann, með þessari framkomu gerir ríkistjórnin það .

Það er ljóst að stjórnin er í dauðateygjunum  ráðlaus og framkvæmdalaus það gerist ekkert.

Ríkistjórnin verður að koma með aðgerðarplan sem heimili og fyrirtæki geta sett sínar áætlanir inn í Það er alveg ljóst að fólkið í landinu vill vinna með stjórnvöldum ef þau vinna með fólkinu en það er bara ekki vilji hjá stjórnvöldum til þess og þá fara hlutirnir á þennan veg.

Það er stuttur tími til stefnu hjá stjórnvöldum til að ná til þjóðarinnar annars spái ég því að mótmæli verði mun harðari og það kæmi mér ekki á óvart að þau yrðu þannig að til líkamsmeiðinga komi eða þaðan að verra og vona ég svo sannarlega að ekki komi til þess .


Nú eru hundrað dagar liðnir frá bankahruninu og enn er allt við það sama.

Atvinnuleysið er nú að stóraukast og manni virðist stjórnvöld vera dofin og án allra úræða. Það eru helst samtök atvinnulífsins sem eru að leggja eitthvað til málanna sem getur aukið atvinnu.

Sjávarútvegsráðherra situr með hendur í skauti ekki ákveður hann enn að hefja Hvalveiðar það þarf að undirbúa þær og ákveða hvort kvótinn verður seldur eða skattlagðar afurðirnar.

Þá er ekkert ákveðið með að auka fiskveiðikvótann en það er augljóst að hann er hægt að auka,nú ef vilji er fyrir því að úthluta viðbótarkvóta á annan hátt en númer þá tekur það tíma og mikil nauðsyn að komast þar að niðurstöðu.

Heilbrigðisráðherrann sker og sker án þess að reikna það til hlítar hvernig það dæmi endar allt eins víst að sumt af þeim aðgerðum leiði ekki til sparnaður heldur aukis kostnaður en að vísu á öðrum reiknislyklum í bókhaldinu.

Viðskiptaráðherra er jú búinn að setja bankaráðunum fyrir að auglýsa stöður bankastjóra en ég hefði fyrst sameinað að minnsta kosti Glitnir og K.B áður eða að ráða þá bankastjóra til skamms tíma .

Félagsmálaráðherrann er að reyna hvað hún getur að auka bætur sem heilbrigðisráðherrann tekur strax í þjónustugjöld mikil sjónhverfing þar.

Umhverfisráðherra reynir hvað hún getur að stoppa eina ráðherrann sem er að reyna að koma af stað verkefnum sem stuðla að erlendri fjárfestingu og aukinni vinnu og vona ég heilshugar að Össur standi fast á sínu og komi verkefnunum af stað.

Fjármálaráðherrann er að reyna að fela það sem við Íslendingar skulda erlendis og að reyna að telja almúganum trú á að þetta sé ekkert mál að greiða þessar skuldir við eigum svo mikla auðlindir, en því miður að það er svo lítið af auðlindunum sem búið er að nýta skuldlausar. Þannig að það má seigja að við eigum ekki auðlindirnar nema að nafninu til þeir sem lánuðu í framkvæmdirnar svo hægt væri að nýta þær eiga þær meðan ekki er búið að greiða lánin.

Forsætisráðherra illa skipulagður að mínu mati. Ef við lítum á þessa krísu sem verkefni sem  verktakafyrirtæki hefði boðið í og ekki hafi verið reynsla af þess háttar verki í fyrirtækinu áður. Hvað gerir það fyrst það er að viða að sér því hæfasta fólki sem á markaðnum er ásamt verkfræðiskrifstofum með þekkingu á verkefninu og skipuleggja verkið setja tíma plan hvað þarf af manskap og efni á hverjum tíma svo verkið klárist án dagsekta. Hvar er þetta plan hjá forsætisráðherra það ætti að vera sýnilegt öllum þannig vita þegnarnir hvert stefna ber og fylgja því og hjálpa til við að koma verkefninu áfram. Það hefði sennilega verði besta ráð hjá Geir að ráða til sýn Gunnar Birgisson hann er vanur að takast á við verkefni og klára þau gera skipulag og láta það ganga, hvað sem svo má seigja um þann ágæta mann.

það er verið að nota ráðaneytin í verkefni sem þau ráða ekki við þar er ekki það fólk sem kann helst til verka í svona krísu það er ráðið á öðrum forsendum til að reka ráðaneyti og hafa ákveðið hlutverk í leiðsögn með verkum.

Ég ráðlegg Geir að fá í verkefnið strax Verkfræðinga og endurskoðendur sem vanir eru að vinna undir álagi og að stjórna margþættri vinnu þá fer eitthvað að gerast


Nú þarf sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvótann fyrir árið svo hægt sé að standsetja allan búnaðinn í vetur

Það liggur á að hefja hvalveiðar til vegs og virðingar á ný Það er mikil verðmætasköpun sem á sér stað við hvalveiðar þá þarf að huga að bræðslu fyrir allt annað úr skepnunni en það sem nýtist til manneldis.

Það á ekki að leyfa hrefnuveiðimönnum að henda í sjóinn því sem ekki er nýtt til manneldis við Hrefnuveiðar heldur skylda þá til að koma því efni í bræðslu.

Við bræðslu verður til mjöl og lýsi. Lýsið er hægt að vinna í lífdísil og nota til að spara annað innflutt eldsneyti við verðum að nýta skepnuna til fulls þannig verður hagkvæmin enn meiri Japanir kaupa kjötið á að mér skilst mjög góðu verði.Mjölið væri hægt að vinna að hluta í gæludýrafóður hér á landi.

Við þurfum nú umfram allt að ná gjaldeyri úr öllu sem hugsast getur og einnig að skapa alla þá vinnu sem mögulegt er nóg er nú atvinnuleysið samt.


Er ríkistjórnin í svartnætti þunglyndis? Hvað á maður að halda.

Hér á blogginu hafa  margar góðar greinar og hugmyndir sem stjórnvöld ættu að skoða byrst. þá virðist stjórnvöld vera að glutra niður málaferlum við Breta. Aðgerðarleysið er allsráðandi ákvarðanafælni og valkvíði virðis hafa yfirhöndina.

Það er eins og ríkistjórnin sitji og spjalli um heim og geim en komi engu í framkvæmd.

Við stærum okkur Íslendingar á hátíðar og  titildögum um góða skóla fjölda Háskóla og vel menntað fólk en hvað er gert með þetta  vel menntaða fólk okkar. Það er ekki haft með í ráðum ekki sett í hópa og fengið verkefni til að leysa í þessari eigin kreppu okkar.Þetta fólk býður eftir verkefnum fullt af orku til að hefjast handa

Hvernig væri að ráðamenn settu sig með sérfræðingum í að heimsækja Bretana og leiða málin til lykta eða að slíta þeim ef ekki er annað í stöðunni vinna málin eins og í Landhelgisdeilunum, það gerist ekkert að sjálfum sér.

Þannig þurfa stjórnvöld að koma saman færustu mönnum til að vinna með ráðherra að lausnum ekki fela hlutina undirsátum sem ekki er tekið mark á þið verðið að vera í frontinum ráðherrar góðir ef taka á mark á okkur.

Hættið þessu þvaðri um Evrópubandalagið og takið það þegar annað er komið á hreint við göngum ekki inn í það með alla hluti ókláraða og ef ekki er hægt að klára þá á skinnsömum nótum verðum við að leita annað eftir samstarfi og samvinnu. Þá förum við ekki í það bandalag  

Utanríkisráðherra hefði átt að fara sér hægar í því að skamma stjórnvöld í USA  út af Írak  við getum ekki staðið hér og skotið í allar áttir og hrópað allir vitlausir nema við, þannig er það ekki. Ætla að fleiri líti ekki öfugt á málið.

Er álit  þjóða heims á Íslandi  heimtufrekir  vilja ekkert leggja á sig en fá allt á silfurfati. Við höfum ekki her og ætlum ekki að hafa en við viljum að aðrir sinni vörnum okkar með sínum her við viljum ekki fórna manslífum en ætlumst kannski til að aðrir geri það í þágu friðar.

   


Ég óska öllum gleðilegs árs og þakka skoðanaskiptin á árinu 2008

                                      

Páll Skúlason er mætur maður og mælir heilt í viðtali við Evu Maríu.

Það er öllum holt að hlusta á það sem hann hefur að seigja um málin hjá okkur það þarf að koma nýtt fólk í ríkistjórnina með allt annað gildismat það þarf að vinna í anda samvinnu og félagshyggju það þarf ungmannafélagsandann í stjórnmálin.

Allir að gera sitt besta án þess að hugsa um sinn hag en því miður hefur þjóðfélagið  allt of mikið snúist um hvað hef ég persónulega út úr því að gera eitthvað í málum samfélagsins. Einstaklings hyggjan hefur verið alsráðandi.

Kaupfélögin urðu mörg til í kreppunni og það var af brýnni nauðsyn, er neyðin  komin aftur nú?

Hver kom þeim út af markaðnum jú það var Bónus og hvernig fóru þeir að jú þeir kúguðu heildsala byrgja og framleiðendur þannig að þeir fengju mestan afslátt á kostnað hinna smáu svo sem kaupmannsins á horninu og minni kaupfélaga á landsbyggðinni . Er það eðlilegt að þeir sem reka mötuneyti og greiðasölur fari í Bónus og fái vöru þar á lægra verði en hjá framleiðanda sem vill staðgreiða? Þetta er kúgun sem verður að uppræta því þessir viðskipta hættir eru óheilbrigðir og valda spillingu.

Ég hvet Jón Sölenberger til að koma til liðs við fólkið í landinu og hjálpa því að setja upp á samvinnugrundvelli verslanir sem bjóða vöru á hagstæðu verði. Ég vil trúa því að Jón vilji vinna fyrir heildina án þess að hugsa endilega hvað hef ég út úr því fyrir mig heldur hvað hefur þjóðin út úr því.Hann hefur sambönd sem geta nýst við innkaup trúi ég.

 

 


Ingibjörg Sólrún ( Samfylkingin ) .Hvar eru umræðustjórnmálin íbúalýðræðið og samráðið núna hvar er prinsippið ? Aumingja þið.

Ríkistjórnin er lánlaus og rúinn allri virðingu hún hefur ekki einu sinni rænu á að kalla samtök atvinnulífsins að borðinu í gerð fjárlaga, þar hefði ríkistjórnin geta unnið sér inn prik með því að láta ASÍ og Samtökuatvinnulífsins fara í gegnum niðurskurðinn og láta þá velja slæmu kostina með sér en það lánaðist þeim ekki. Ég held að þið ættuð að skoða hvernig Steingrímur Hermannsson tók á málum þegar allt var að fara til helv þegar hann var forsætisráðherra.

Það er eins og stjórnin haldi að hún sé í þeirri stöðu að geta valtað yfir allt og alla, en þar skjátlast þeim líka því með þeirri framkomu verður bylting á landinu ég meina það verður uppreisn þegar atvinnuleysið nær hámaki. Stjórnin verður að ganga í takt við þjóð sína annars gerist það að hún verður sú fyrsta á Íslandi sem verður sett af.

Þá ræðir Ingibjörg sannslaust um Evrópusambandið og aðildarviðræður en hvar er Samfylkingin stödd ? þar er hún með samningsmarkmiðin á hreinu? ég hef ekki séð þau frekar en aðrir. Ef samningsmarkmiðin eru til þá eru þau þannig að þau þola ekki dagsljósið það á sennilega að fórna Landbúnaði og Fiskveiðiheimildum fyrir aðild þannig getur hún endurskipulagt kvótann og sett þá ábyrgð á Evrópubandalagið en þá er um leið komnir aðrir en Íslendinga inn í okkar landhelgi.

Við verðum að vanda til verka og vera alveg með það á hreinu hvað við erum tilbúin að semja um setja okkur prinsipp sem ekki verður bakkað með.

Það er deginum ljósar að Ingibjörg Sólrún talar um umræðustjórnmál á sunnudögum og öðrum titildögum en þegar á reynir er það fyrir bí þá er það sama og hjá Davíð það sem ég seigi er það eina rétta kannski hefur hún lært eitthvað af Marteini Mosdal.

Ég bið aðra sem í Samfylkingunni starfa að stoppa þessa stjórnsemi formannsins  af svo flokkurinn  hverfi ekki eins snöggt og hann varð til því í honum eins og öðrum flokkum er gott fólk og vel meinandi.

Það er aldrei meiri nauðsyn en einmitt nú að allir sem áhrif hafa í samfélaginu komi að erfiðum ákvörðunum því án samstöðu kemst þjóðin ekki í gegnum þessa erfiðleika.

Að lokum þessa pistils óska ég öllum gleði og góðum árangri í leik og starfi á næsta ári,og vona að Ríkistjórninni lánist að snúa af hroka sínum sem allra fyrst svo þjóðin nái sátt um uppbyggingu samfálagsins.


Dæmdur Fjármálaráðherra á að seigja af sér nú þegar.

 Fjármálaráðherra lætur dæma sig trekk í trekk fyrir að halda fjármunum sem honum ber að skila og hver situr uppi með skaðann aðrir en skattgreiðendur. Það væri réttast að ríkið færi í mál við hann vegna vanrækslu í starfi Það er ekkert annað en vanræksla að skila ekki þeim peningum sem hann krafðist í ólöglega af verktaka.

Það hefur löngum verið talað um að eftir höfðinu dansi limirnir.  Burt með svona ráðherra sem ekki fer að lögum það hlíttur að vera krafa þeirra sem greiða til samfélagsins að vel sé farið með þá aura sem þangað renna.


Fjárlögin eru sögð vera byrjunin á því sem koma skal því næst skulu þau vera hallalaus.Hvað er til ráða?

Það hlýtur að vera best að auka beina skatta en frekar og leggja á hátekjuskatt í jafnvel í fleiri þrepum en einu, í stað þess að hækka neysluskatta því neysluskattar auka verðólgu og þar með lán sem hvíla á heimilum fólksins það er ekki á þær hækkanir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband