Ég vil þakka Reyni Trausta fyrir að upplýsa almenning um hvernig blöðin vinna.
Það hefur aldrei verið mikil peningaleg arðsemi af blaðaútgáfu. Þá er það ekki tilgangur með blaðaútgáfu er hann þá að halda eigendum þeirra frá slæmri umræðu Það er sem betur fer er enn þá til miðlar sem fólk getur set sínar hugsanir fram svo sem Bloggið það getur vel verið að það sé ritskoðað ég hef ekki orðið fyrir því en þá.
Reynir hefur á undanfernumárum þóttist vera mikill rannsóknarblaðamaður sent stúlku inn á öldrunarstofu með upptökutæki og þar með reynt að sverta þá starfsemi í hvaða tilgangi veit ég ekki en önuglega hafa verið einhverjir hagsmunir þar til staðar.
Bloggar | 16.12.2008 | 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skattar hækka en ekki er gert ráðfyrri hátekjuskatti það er miður að mínu mati. Útsvarsprósentan kemur til með að hækka hjá flestum sveitafélögum.
Atvinnuleysið kemur til með að aukast mjög mikið þar sem samdrátturinn í framkvæmdum er veruleg hjá ríkinu og svo bætist við niðurskurður hjá sveitafélögum. Þá er ljóst að þeir sem eru atvinnulausir framkvæma ekki neitt og mega þakka fyrir að ná endum saman.
Alþýðusambandið er ekki sátt við þessar ráðstafanir og hóta öllu illu en það er ekki til neitt vopn til að beita stjórnvöld.
Ef farið er í hart á vinnumarkaðnum þá fer verðbólgan í hæstu hæðir og þá verða fleiri gjaldþrota en þegar stefnir í.
Nú þarf að koma sem flestum í nám til að nota tímann á meðan lægðin er dýpst og til þess verður kannski að taka upp óhefðbundnar hefðir til náms svo sem í iðngreinum fá iðnfyrirtæki til að taka upp verknám og nota til þess þá iðnaðarmenn sem ekki hafa vinnu og því má stjórna með umsjónakennurum verknámsskólanna Trésmiðjur gætu breyttist í kennsluhúsnæði og trésmiðir í kennara undir stjórn umsjónakennara. Vélsmiðjur gætu gert það sama Bílaverkstæði einnig nóg er af bílum og vélum sem hægt er að nota sem kennslu gögn.
Ég held að við verðum að nýta öll tæki og og húsnæði til þess að mennta .t.d iðnaðarmenn.
Bóknámið er ekki eins bundið atvinnulífinu og þar er ekki um sömu tengsl að ræða.
Bloggar | 11.12.2008 | 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessi ríkistjórn er algerlega stjórnlaus það veit enginn innan hennar hvað er að gerast, það nýjasta sem almenningur var upplýstur um er að viðskiptaráðherra vissi ekki hver var að rannsaka hvað.Almátugur.
Maður verður að byðja Guð að fyrirgefa þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Þetta er dæmi um stjórn sem skipuð er einstaklingum sem ekki ræðast við og ekki ræða heldur við þær stofnanir sem eru á þeirra sviði. Svona stjórn í fyrirtæki væri fljót að setja það á hausinn.
Gerið það fyrir þjóðina ykkar að fara frá strax flokkarnir ykkar hljóta að eiga betri menn en ykkur í þessi störf.
Þetta er ekkert grín lengur Þetta er ekki hægt að hafa menn í æðstustöðum sem ekki ræðast við, ef þið viljið ekki gera það fyrir þjóðina að seigja af ykkur gerið það þá fyrir ykkur, svo niðurlæging ykkar verði ekki alger ég tel að þjóðin vilji ykkur ekki svo slæmt . Þið verðið að hlífa okkur við því að það komi til að einhver ykkar lendi í steininum fyrir vanrækslu í opinberu starfi.
Bloggar | 9.12.2008 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur ekki verið í tísku undanfarandi 20 ár eða svo að starfa í stjórnmálaflokkum, þannig hefur lítill hluti þjóðarinnar sem þar starfa ráðið mjög miklu um okkar þjófélagsgerð.
Það sem kemur út úr þeirri stefnu að vera (laust fylgi eða flokka flakkari) og þar með að kjósa eitt í dag annað á morgun með því er verið að refsa mönnum og konum fyrirliðin mistök eftir á.
Kjósum annað næst og kvað gerist að fjórum árum liðnum við kjósum þriðja aflið vegna þess að þeir sem síðast voru kosnir voru ekkert betri. svona gengur þetta koll af kolli og niðurstaðan er að áhrif kjósanda eru mjög líklega engin nema sársauki og vonbrigði.
Ég hvet alla til að skrá sig í stjórnmálaflokk og vinna innanfrá í breytingum á stefnu og störfum flokksins hver sem hann er, ef enginn flokkur er með þá stefnu sem viðkomandi getur sætt sig við, eða komið í stefnuskrá flokks þá er bara að stofna flokk. og vinna að sínum málum þar.
Það liggja mikil skilaboð í því að skipta sér ekki af stefnu flokkanna,en með því eru viðkomandi að seigja mér er alveg sama ég ætla að breyta samfélaginu að fjórum árum liðnum, en er ekki að vinna í núinu.
Svo eru skilaboðin þegar kjósandinn er óánægður með gjörðir þess flokks sem hann kaus það er sami rassinn undir þeim öllum þá er oft búið að kjósa alla flokka. Ekkert er eins og kjósandinn hafði hugsað sér, enda vissi enginn hvað hann var að hugsa.
Verum virk í stjórnmálum þá vermdum við lýðræðið, en afskiptarleysið eyðileggur það.
Bloggar | 6.12.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er ekki nema tvær skýringar að mér sýnist. Það er að þeir hafa ekkert fram að færa sem gæti nýst borgurum þessa lands og ef svo er þá vita þeir ekkert um þau mál og hafa þá ekki verið að vinna að neinu sem hægt er að seigja frá.
Hitt er að þeir séu að plotta eitthvað á bak við tjöldin sem ekki er samstaða um og að ef þeir kæmu í viðtal þá myndu þeir verða jafn margasaga og þeir væru margir sem frá segðu. Hvorugt er gott enda eru málin þannig frá sjónarhóli almennings að ekkert sé verið að gera og ekkert til að seigja frá. þó rumska þeir aðallega á nóttmuni og koma þá með lög sem ekki þola dagsbirtu og.
Það sem ég legg til er að þeir geri annað hvort að taka vísitöluna og frysti hana í 6 mánuði eða öðrum kosti taka strax upp Dollar sem millibils gjaldmiðil það er ekki til neins nema að æsa Evrópusambandið upp á móti okkur að taka upp einhliða evru látum það bíða þar til við höfum náð þeim markmiðum að það sé hægt.
Þá þarf að koma upp stjórnlagaþingi og breyta stjórnaskránni, þingmenn geta það ekki þeir eru allt of tengdir því umhverfi sem hún skapar þeim .
Stjórnarskránni þarf að breyta þannig að við getum tekið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur til þess þurfum við reglur í stjórnarskránni.
Þá þarf stjórnlagaþing að hafa stjórnarskrána alla undir og skoða kosningalögin kjördæmin og fjölda þingmanna og svo ekki síst stjórnskipanina alla.
Bloggar | 4.12.2008 | 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er rætt um það í alvöru að erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum til að koma á móts við kröfur þeirra það er sennilega ágætt .
Þá er spurningin eiga Íslendingar sem áttu pening á sjóðum bankana ekki að fá hlutabréf á móti þeirri kröfu sinni? það er á sama hátt og útlendingarnir.
Þá er þriðji hópurinn hvað er stór reikningur sem fellur á hvern Íslending vegna erlendu innlánsreikninganna á ekki að útdeila hlutabréfum í bönkunum á móti þá hafa allir fengið eitthvað fyrir sinn snúð aðrir en hluthafarnir sem eiga ekki að fá krónu út á bréfin því það var áhættufjárfesting.
Með þessu verða bankarnir í eigu erlendra aðila og almenning á Íslandi mjög góð blanda af fag fjárfestum og almenum borgurum.
Bloggar | 2.12.2008 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það eru sett lög að næturþeli sem voru ákveðin í samningum við Alþjóðagjaldarissjóðinn sem er ágætt. Þegar þetta er vitað afhvelju í ósköpunum eru ekki fengnir trúnaðar menn frá atvinnulífinu og verkalýðsdreifingunni og farið í gegnum áhrif svona laga, þetta er kallað samráð. Það er eins og stjórnin haldi að það viti enginn hvernig lög virka í raun nema þeir og að þeim skjátlist aldrei.
Breyta þarf lögum vegna þess að ekki var rætt við þá sem hafa mesta reynslu og þekkingu á virkni laga í raun.
Er þetta til að auka trú Þjóðarinnar á stjórnvöldum? nei það er eins og það sé skotið og spurt svo, eins og ráðamenn séu ekki með sjálfum sér. Það var nógur tími til að skoða þessa lagasetningu um gjaldelrishöft frá því samið var við sjóðinn og þar til lögin voru sett, sá tími var ekki notaður svo koma menn af fjöllum nú virkar þetta svona ég vissi það ekki. Erlendir fjárfestar gera grín að okkur og þora ekki með nokkru móti að koma með fjármuni til þessa lands sem eins og ég hef bent á áður er að verða nær og nær því að verða Kúpa norðursins.
Bloggar | 2.12.2008 | 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það væri verðugt verkefni þeirra sem eru að standa fyrir mótnælum á Austurvelli að þeir gengust fyrir stofnun á Samvinnufélagi eða Hlutafélagi til að stofna fjölmiðil/ blað eða að kaupa dagblað. Markmið blaðsins ætti að vera að hafa aðhald að stjórnvöldum hverju sinni þar sem það er augljóst að fjölmiðlar hafa brugðist í aðdraganda þessa Bankahruns.
Það er hægt að safna í sjóð hjá landsmönnum á svipuðum nótum og þegar Eimskip var stofnað sem óskabarn þjóðarinnar. Ég er viss um að það er jarðvegur núna til þessa. Það ætti að vera skylda allra verkalýðsfélaga að leggja fram fé. Allir þeir einstaklingar sem hafa ráð á ættu að leggja framlag til þess og þá ætti ríkið og bæjarfélög einnig að gera það. Þá má hugsa sér að þeir sem ekki ættu mikið á milli handana gætu unnið fyrir sínu framlagi með því að bera út blaðið. Svona félag myndi koma á samkennd og upp myndu spretta hugsjónir sem vantar því miður alltof mikið ekki að hver sé að hugsa um sig heldur að hugsa um heildar hagsmuni.
Ritstjórar verði ráðnir eftir hæfni og þá gætu blaðamenn verið fáir en blaðið opið öllum pennum sem vildu og þá væri sérstaklega sett upp það markmið að rannsóknarblaðamennska væri sérstakt markmið.
Miðillinn gæti byrjað sem netmiðill og síðan héldi þróunin áfram eftir því hvernig gengi.
Bloggar | 29.11.2008 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú sýnist mér að hér sé hagstjórnin að færast nær því sem gildir á Kúpu við eigum bara eftir að taka upp ferðamannagjaldeirir með íslensku krónuni þá erum við í svipuðum sporum nema við erum ekki í eins víðtæku viðskipta banni og þeir.
Bloggar | 28.11.2008 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvers vegna er ekki drifið í að rannsaka aðkomu Seðlabankans að bankahruninu þegar seðlabankastjóri býðst til að fara og með allt staffið ef þeir hafi gert af eitthvað sér eða ekki gert það sem þeir áttu að gera. Við verðum laus við þá ef þeir hafa gert eitthvað af sé um leið og það kemur í ljós. Hafi allt verið í lagi í Seðlabankanum þá er hægt að seigja erlendum aðilum að í rannsókn sem farið hafi fram þá hafi ekki komið fram annað en að Seðlabankinn hafi sinnt sýnu starfi af bestu kostgæfni og þeir hafðir fyrir rangri sök. Þá geta viðskipta menn okkar erlendis sagt gott mál við treystum því hver er þá sá sem ekki var að sinna sínu starfi.
Var það ríkistjórnin verðum að rannsaka það snarlega kannski þarf hún að seigja af sér.
Hvað meinar þá Ingibjörg með því að Seðlabankinn beri ábyrgð jú hún vill að stjórn og bankastjórar seigi af sér svo það sé hægt að endurskipuleggja bankann. Við skiljum það
Hvað vill almenningur jú hann vill að ríkistjórnin seigi af sér með rökum Ingibjargar til að hægt sé að endurskipuleggja framkvæmd ríkisfjármálin og heimilin í landinu.
Hver er niðurstaðan jú Ingibjörg og Geir skilja ekki í almenum borgurum að heimta afsögn ríkistjórnarinnar, almenningur notar rök Ingibjargar til að réttlæta afsögn ríkistjórnarinnar. Þá skilur Ingibjörg ekki sjálfan sig sýnist mér.
Er þetta ekki svona ?
Bloggar | 25.11.2008 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 21.11.2008 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggvinir
-
(netauga)
-
Anna Einarsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarni G. P. Hjarðar
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björg Reehaug Jensdóttir
-
Brynjar Örvarsson
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Diesel
-
Dunni
-
Ebba Lóa Ásgeirsdóttir
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Sigurbergur Arason
-
Eiríkur Harðarson
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Gísli Tryggvason
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Gunnarsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiðar Lind Hansson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Hermann Einarsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Ingibjörg Daníelsdóttir
-
Ingimundur Bergmann
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Jón Finnbogason
-
Jón Pétur Líndal
-
Jóna Guðmundsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Kári Harðarson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Magnús Guðjónsson
-
Magnús Vignir Árnason
-
Marinó G. Njálsson
-
Marta B Helgadóttir
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Reynir Jóhannesson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Fannar Guðmundsson
-
Sigurður Ingi Jóhannsson
-
Sigurður Árnason
-
Sigurður Þórðarson
-
Skúli Sigurðsson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinbjörn Eyjólfsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Helgason
-
TARA
-
Torfi Geirmundsson
-
Tómas Ellert Tómasson
-
maddaman
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ólafur Ragnarsson
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þór Saari
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar