Færsluflokkur: Bloggar
Óskar Bergsson býður þeim sem eru að vinna fyrir borgarbúa í pólitíkinni í smá teiti fyrir 90 þúsund þá ætla allar fréttastofur af göflunum að ganga og bloggheimar líka.
Þeir sem eru að vinna í þágu borgarinnar eru ekki hátt skrifaðir ef það má ekki kosta 90 þúsund að funda yfir veitingum. Ólafur Magnússon er sennilega búin að gleyma því að hann lét kaupa kofa á Laugarveiginum fyrir var það ekki 700 miljónir eða það minnir mig þá er hann á biðlaunum sem borgarstjóri með hvað merghundruð þúsund á mánuði.
Það eru miklir menn sem hafa mikið sem þykjast svo vera boðberar réttlætis.
Þá fékk hann styrk í nafni Frjálslindafloksins en stakk þeim styrk í eigin vasa. Svona fólk á að forðast og alls ekki að hleypa þeim í stjórnun því það er ávísun á bruðl og sukk.
Bloggar | 17.2.2009 | 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef rætt það við marga hvort ekki hafi verið hugsunarfeill að hætta að hafa tvær þingdeildir, heldur að breyta hvernig kosið var til þeirra.
Það er alltaf verið að færa meira af verkefnum til sveitarfélaganna í landinu og hugmyndir eru um enn fleiri verkefni sem rétt væri að flytja og get ég alveg tekið undir það heilshugar.
Þá er það sem svo miklu skiptir í störfum þingsins það er trúnaður og réttlæti er varðar skiptingu á þeim fjármunum sem þarf til að annast þá málaflokka sem tilheyra hvoru stjórnsýslustiginu.
Það eru deilur í dag um hvort sveitarfélögin fái réttilega það fé sem kostar að reka þá málaflokka sem þeim er falið.
Hugsanleg lausn
Við skulum kalla það neðrideildar þar væru kosnir 20 þingmenn af sveitarstjórnarstiginu í landinu en í efrideild væru kosnir á landsvísu landið eitt kjördæmi 43 þingmenn þá væri neðrideildin með neitunarvald á frumvörp er snúa að lagasetningu er varðar sveitarfélögin í landinu.
Það væri forsetar þingsins sem væru þrír, það er byggjadeilda og forseta sameinaðs þings, að ákveða með vafa frumvörp hvort þau hefðu áhrif á tekjur og gjöld sveitarfélaganna, og skæru úr um hvort þau þyrftu að fara til umfjöllunar í báðum deildum.
Með þessu móti ætti að vera tryggt að annað stjórnvaldið valtaði ekki yfir hitt, en með þessum hætti tæki eitthvað lengri tíma að koma málum í gegnum þingið en nú er, en vonandi yrði umfjöllunin betri og vandaðri í alla staði.
Þessi mál myndi ég vilja að stjórnlagaþing færi í gegnum og skoðað vel eins og önnur mál er varðar framkvæmdavaldið sem mjög brýnt er að lagfæra. Þá sérstaklega að ráðherrar væru ekki þingmenn þannig fengjum við miklu betra fólk til að vera ráðherra fólk sem kærir sig ekkert um að standa í prófkjörum og öllum þeim leðjuslag sem fylgir framboðum til þings Þing menn eiga fyrst og fremst að vera þverskurður þjóðarinnar heiðarlegt og gott fólk með reynslu úr atvinnulífi skólum verkalýðsfélögum sveitarstjórnum og bara nefnum það vel mentað fólk með reynslu af þessum störfum eru víðsýnustu einstaklingarnir.
Bloggar | 13.2.2009 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú sýnist mér stefna í stjórnaflokkarnir ætli að þvælast um í stjórnarskrábreytingunum þannig að þau falli á tíma. Þeir eru hræddir um að tapa einhverju spón úr aski sýnum eða´þá að þeir hafa ekki pólitískt þrek í málið.
Við almenningur í þessu landi höfum ekkert með þingmenn að gera sem ekki þora að taka ákvörðun um að aðrir en þeir komi að málum er varðar stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins.
Þessi stjórn var mynduð um þetta mál eins og að bjarga heimilunum og fyrirtækjum í landinu.
Ef það verður þannig að þessu verður skotið til hliðar í krafti tímaleysis þá frestum við kosningum og þingið tekur fyrir eitt mál það er lög um stjórnlagaþing og ræða það í botn og efna svo til kosninga.
Þingmenn ef þið vogið ykkur að salta þetta mál þá verður önnur búsáhaldabylting það er ég viss um. Það er það mikill hiti í almenningi að hann líður ekki þannig framkomu og slíkan heigulshátt.
Bloggar | 13.2.2009 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú þannig með lýðræðið að það er vesen það sem verið er að gera og þarf að fara fyrir þingið tekur sinn tíma. Við hljótum að vilja vanda okkur við lagasetningu allt sem gert er orkar tvímælis þá gert er, því er nauðsynlegt að gefa sér tíma í mál og vanda þau. Við eigum ekki að brjóta stjórnaskrána þegar það hefur gerst þá er það án undantekninga í flýti gert.
Ég treysti þingmönnum til að vinna hratt og tefja ekki mál að óþörfu, að tefja mál með málþófi er vítavert á þessum tímum og um það þarf að halda skrá og birta það reglulega.
Það er ekki auðvelt að leysa úr málum heimilanna þannig að öllu jafnræði sé gætt. Það er fyrst og fremst mikilvægast að taka niður þá hækkun sem kom vegna gengisbreytinganna og verðbólgunnar ef hægt væri að færa vísitöluna á það stig sem hún var í um mitt ár 2008 þá væri það mjög ásættanlegt það þarf að stilla vísitöluna og setja hana á það stig sem hún var á t.d 1 júlí taka erlend lán og setja gengiskörfuna á þá gengisvísitölu sem þá var í gildi og opna svo afborganir og hætta allri frystingu.
Þá kemur í ljós hverjir geta greitt af lánum sínum og hverjir verða að fara í gjaldþrot þá er sú stærð þekkt og hægt að bregðast við þeim.
Þessar niðurfærslur kosta mikla peninga en þá verðum við að koma til móts við banka og fjármálastofnanir. með lánum eða framlögum af skatttekjum næstu árin.
Það er búið að koma til móts við sparifjáreigendur með því að tryggja allar innistæður í Íslenskum bönkum, en það var ekki þannig fyrir neyðarlögin einungis voru tryggðar innistæður upp á 3 miljónir á hverjum reikning.
Bloggar | 11.2.2009 | 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er sérkennilegt að Forsætisráðherra frétti af bréfum sem berast í ráðaneytið eftir þingmönnum Sjálfstæðismanna úr ræðustóli Alþingis.
Þarna er sjálfstæðismönnum rétt líst að hafa sína flokksmenn sem spæjara í ráðaneytunum og halda að fólkið í landinu sjái ekki í gegnum þetta plott.
Þeir halda að með þessu séu þeir að koma í veg fyrir að eitthvað sé falið fyrir þeim, en við borgara þessa lands sjáum að svona vinnubrögð eru ólíðandi og það ætti að gefa þeim sem með þessi mál fara í ráðaneytinu áminningu um brot á trúnað í starfi og fyrir að leyna ráðherra upplýsingum sem er mjög alvarlegt brot.
Það hlíttur að vera mjög erfitt fyrir Forsætisráðherra að vinna við þessi skilyrði. Maður getur spurt sig er verið að þvælast fyrir í öðrum málum í ráðaneitunum til að gera ráðherranna óvinsæla? hvað á maður að halda? þegar mál ganga hægar en ætla mætti.
Bloggar | 11.2.2009 | 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef verði bjartsýnn en nú er ég að verða svartsýnn á að þjóðfélagið okkar standist þegar undirmenn hlíða ekki yfirmönnum sínum. Hvar endar lýðræðið ef lögreglumenn hættu að hlíða lögreglustjóra og dómsmálaráðherra og færu með mótmælendum inn í Seðlabankann og tækju þá sem þar eru og hentu þeim út? Hvar er virðingin fyrir sínum yfirmönnum? ef þeir eru að brjóta á þegnum sínum höfða þeir mál á hendur þeim en þrjóskast ekki við.
Á að brjót samfélagsgerð okkar þjóðfélags niður? þegar æðstu menn í stjórnkerfinu hlíða ekki sínum yfirboðurum. Nú er ég hræddur hræddur um raunverulega byltingu. Menn verða að gá að sér og leita réttar síns ef hann hefur verið brotinn en að taka völdin í eigin hendur er. Ég vil ekki seigja það.
Það eina sem ég get sagt ég bið Guða að ver með okkur og hjálpa almúganum að stilla skap sitt.
Grunstoðir Þjóðfélagsins verður að virða þeir sem fara með völd þeim verður að hlíða og maður verður síðan að sækja rétt sinn fyrir dómi það er grundvallar réttur hvers mans og ég vona að réttar kerfið okkar ráði við það og efast ekki um það.
Bloggar | 8.2.2009 | 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það vekur manni bjartsýni hvernig þingmenn töluðu í kvöld, þeir sögðust myndu láta hagsmuni þjóðarinnar hafa allan forgang óháð flokkum og stólum þannig hefur það alltaf átt að vera.
Það fór hrollur um mann fyrst í dag er Sjálfstæðismenn djöfluðust útaf stól forseta Alþingis, því líkt sjó og þá hugsaði maður ekki verður mikil friður fram að kosningum með svona stjórnarandstöðu.
Þá kom Þorgerður í ræðustól og var öllu mildari og taldi að þingmenn sjálfstæðismanna myndu styðja öll góð mál og flytja önnur Framsóknar menn sögðust myndu styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Nú vona ég að þetta góða fólk sem á þingi situr haldi þetta út á þessum nótum.
Svona andrúmsloft vill þjóðin sjá í Alþingi Íslendinga þá ganga hlutirnir og það besta verður að veruleika og það sem lélegra er fellur um sjálft sig.
Bloggar | 4.2.2009 | 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 3.2.2009 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er búið að mynda eða ganga frá myndun ríkistjórnar sem Framsóknarflokkurinn verður í án ráðherra því stjórnin kemur engum málum í gegnum þingið nema að framsóknarmenn samþykki þau þannig er það rétt að Framsóknarflokkurinn er með í stjórninni án ráðherra.
Það þótti sumum undarlegt að Sigmundur Davíð vildi koma að málum, það er ljóst að hann vildi fá fram þau mál sem Framsóknarflokkurinn átti að styðja svo það þyrfti ekki að byrja að þjarka um þau um leið og fyrsta málið kæmi fram.
Sigmundur Davíð formaður fer vel af stað undir býr mál vel fær ráðgjafa til að leiðbeina stjórninni þannig verður reynt að komast hjá mistökum .
Það er lykil atriði að leita sér ráða og það skiptir ekki máli hvar sá sem ráðið veitir er í stjórnmálum flokkarnir eru ekki aðal málið heldur málefnin, ef fyrri ríkistjórn hefði unnið á þessum nótum hefði hún ekki fallið.
Það má aldrei veljast þannig fólk í ríkistjórn sem heldur að það eitt vita alla hluti best og eða þeirra flokksmenn það eru nefnilega ekki kjánar í öllum öðrum flokkum en viðkomandi er í sem betur fer er mikið af hæfileika fólki í öllum flokkum og utan flokka einnig. Tökum það með í að ráðleggja okkur hvað best er að gera í stöðunni hverju sinni.
Þeir sem vinna eingöngu á sínum forsendum án breiðs hóp ráðgjafa eru líkin sem þarf að losna við í stjórn landsins.
Bloggar | 31.1.2009 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Páll fullyrti í tvígang að Sigmundur Davíð hefði sagt að Framsóknarflokkurinn myndi ekki styðja ríkistjórnina ef reglugerð Hvalveiðar yrðu afturkallaðar svo var spilað viðtalið við Sigmund Davíð og þar sagði hann að hann styddi Hvalveiðar og þá aftur spurt styðjið þið þá ekki ríkistjórnina ef reglugerðin verður afturkölluð. Hann svaraði því þá það var ekki eitt af skilyrðunum sem Framsóknarflokkurinn setti fyrir stuðningi, ég er ekki þingmaður og veit ekki hvað þingmen gera verði þessi reglugerð afturkölluð. Semsagt það er ekkert sem gefur Páli Magnússyni tilefni til að kynna fréttina með þessari fullyrðingu .Hvað gengur honum til er Páll Magnússon hlutlaus fréttalesari, hann er að reyna að gera Sigmund Davíð tortryggilegan.
Páll Útvarpsstjóri á að biðja Sigmund Davíð afsökunar á þessu framferði sínu. Annars er Útvarpstjóri Ríkisútvarpsins ekki hlutlaus í sínum störfum.
Bloggar | 30.1.2009 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
-
(netauga)
-
Anna Einarsdóttir
-
Anna Karlsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Baldur Kristjánsson
-
Bjarni G. P. Hjarðar
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björg Reehaug Jensdóttir
-
Brynjar Örvarsson
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Diesel
-
Dunni
-
Ebba Lóa Ásgeirsdóttir
-
Egill Jóhannsson
-
Einar Sigurbergur Arason
-
Eiríkur Harðarson
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Gestur Guðjónsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Guðrún S Hilmisdóttir
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Gísli Tryggvason
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Gunnarsson
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Heiðar Lind Hansson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Hermann Einarsson
-
Hlini Melsteð Jóngeirsson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Ingibjörg Daníelsdóttir
-
Ingimundur Bergmann
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Jón Finnbogason
-
Jón Pétur Líndal
-
Jóna Guðmundsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Hilmars
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Kári Harðarson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Magnús Guðjónsson
-
Magnús Vignir Árnason
-
Marinó G. Njálsson
-
Marta B Helgadóttir
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Ragnar Borgþórs
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Reynir Jóhannesson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Fannar Guðmundsson
-
Sigurður Ingi Jóhannsson
-
Sigurður Árnason
-
Sigurður Þórðarson
-
Skúli Sigurðsson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinbjörn Eyjólfsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Helgason
-
TARA
-
Torfi Geirmundsson
-
Tómas Ellert Tómasson
-
maddaman
-
Ásgeir Jóhann Bragason
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ólafur Ragnarsson
-
ÞJÓÐARSÁLIN
-
Þór Saari
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Þórður Björn Sigurðsson
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar