Færsluflokkur: Bloggar

Það kemur alltaf betur og betur í ljós að fjölmiðlar vinna í þágu eigenda sinna fyrst og síðast.

Nú er ljóst að Kompás var lagður niður vegna væntanlegra umfjöllunar um einkar vini eigendanna, það kom upp það sama á D.V.

Ég skora á Glitnir sem á í raun Árvakur að gera það fyrirtæki að samvinnufélagi þar sem þeir sem að blaðinu vilja standa kaupa stofnfé í útgáfunni þannig getur blaðið lifað sem frjálst og óháð.

Ásrifendum verði boðið að borga stofnfé á tvennan hátt annars vegar með framlagi sem greitt er með beinu framlagi og hinsvegar með áskrift þannig að áskriftin sé bundin í allt að 3 til 5 ár og verði tvöföld miðað við núverandi áskrift og helmingurinn verði stofnfé. skrifa þarf öllum áskrifendum og bjóða þeim þessa leið það hlýtur að leggja fyrir hvað mikið fé þarf til að koma blaðinu af stað og þá hvað margir áskrifendur eru að blaðinu og hvað stofnfé hvers og eins þyrfti þá að vera.

Einfalt reikningsdæmi og óháður fjölmiðill fæddur sem fólkið í landinu þráir það vill ekki lát ljúga að sér mikið lengur.


Þar kom að því að sjávarútvegsráðherra á síðasta deigi í embætti leit til Hvalsins.

Nú er búið að gefa út að hefja megi Hvalveiðar.

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði á árunum 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Þarna verða til þó nokkur verðmæti til útflutnings eitthvað upp í vaxtagreiðslur okkar.

 


Þar slitu hjónin sambandinu og fluttu í sundur með fúkyrðum. Nýtt par nýtt upphaf

Nú vona ég að næsta par verði árangurs ríkara við stjórnvöldin en það sem fór, ég trúi að Jóhanna sem er þroskuð manneskja siði sína menn til og að þeir beri virðingu fyrir Lafði Jóhönnu.

Steingrímur verður að hugsa áður en hann talar annars verður hann fljót saddur á að kyngja öllu saman. Þá vona ég að V.G setji sitt besta lið í ráðherrastóla svo sem Atla Gíslason Katrínu Jakobsdóttir og Steinrím J  sleppi Kolbrúnu og Álfheiði og Jóni B.

Samfylkingin hlýtur að velja gott fólk með Jóhönnu Össur Árna Pál Katrínu Júlíusdóttur  ég vona að þau sleppi núverandi Umhverfisráðherra og varaformanninum og Þingflokksformanninum.

Það þarf fólk í stjórnina sem heldur trúnað er ekki að gaspra um allt og ekkert eins og hefur verið of mikið um bæði hjá Samfylkingunni nú og fyrir rennurum hennar í Alþíðuflokknum.


Ríkistjórnin er greinilega ónýt. Hún er eins og hjón sem eru skilin en geta ekki flutt í sundur vegna barnanna að þau halda

Það verður eingin stjórn hjá þessum flokkum í ríkistjórn til þess er bakland Samfylkingarinnar ekkert,

Til hvers er þá verið að sitja þegar ekki er neitt sem sameina allt sundrað, virðing og samstarf horfið í hvors annars garðs. Þannig eru þau sjálfum sér verst.

Þetta er eins og hjón sem hafa skilið en búa enn í sama húsinu og halda að það sé börnunum( þjóðin) fyrir bestu. Þannig draga þau hvort annað neðar og neðar andlega og líkalega öll samskipti í skeyta formi og öll samskipti í rúst fer hvert sína leið.

Hættið þessu flýtið í sundur og farið að vinna í ykkar málum þeir sem ekki geta sýnt hvert öðru og sjálfum sér virðingu í samstarfi eiga enga virðingu frá öðrum, aumingja þið.

Það er best að skipa sérfræðingastjórn sem er skipuð öðrum en þeim sem eru þingmenn, og flýtum okkur ekkert í kosningar heldur að vinna þau brýnustu mál sem á þjóðinni hvílir. það er það sem börnin  (Þjóðin ) þrá.

Ef kosið er með stuttum fyrirvara þá fær þjóðin að mestu sömu þingmenn er það það sem þjóðin óskar helst eftir nei það held ég ekki.

Þingmenn eiga að nota tíman á meðan sérfræðingastjórnin er að störfum að koma sér saman um að breyta þannig lögum og stjórnarskrá að Stjórnlagaþing geti starfað og endurskoðað stjórnarfyrirkomulag liðveldisins sem síðan yrði lagt í þjóðaratkvæði þegar stjórnlagaþingið hefur lokið störfum.  

 


Nú er það þannig að tvisvar hafa orðið óeirðir vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda er það tilviljun hverjir eru við stjórn í bæði skiptin

Er það tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ( Samfylkingin ) eru við stjórn í bæði skiptin, sem troð er á á lýðræðinu og stjórnin fer fram með hroka og valdi, vinna málin ekki með fólkinu í landinu heldur reyna að þvinga mál fram í krafti meirihluta valds.

 


Þjóðstjórn utanþings , sérfræðingastjórn .

Nú tel ég að flokkarnir ættu að mynda utanþings þjóðstjórn sem væri skipuð sérfræðingum.

Það gerist þannig að flokkarnir koma sér saman um að koma allir að málum með þeim hætti að þeir skipi ráðherra sem um leið væru sérfræðingar og ef þeir eru til á þingi þá er það í lagi en þeir seigja þá af sér þingmennsku. Þá geta flokkarnir farið að vinna í breytingu á stjórnarskránni og koma á stjórnlagaþingi,á meðan sérfræðingarnir eru að koma málum áfram sem tengd eru efnahagshruninu og koma þannig málum áfram á fleiri sviðum.


Ólikt höfumst við að

Þá eru komin sérstök tímamót í sögunni Barak Obama tók við embætti fyrstur blökkumanna. Það eru miklar vonir bundnar við hann, og það er von mín að hann snúi af þerri yfirgangsstefnu er fyrrverandi forseti var haldinn

Ég óska honum velfarnaðar hann hefur verið að undirbúa sig og sína menn til þess að taka við það er að vera viðbúnir og með lausnir í þeim mörgum málum sem steðja að þar  eins og hér á Fróni.

Þá kemur Alþingi saman eftir jólafrí.

Það er ólíkt hvernig tekið er á móti þinginu hér og Forsetanum þar hér er allt hálf vitlaust í mótmælum, og hér kemur ríkistjórnin tómhent til þings fyrsta mál á dagskrá frumvarp sem felur í sér að heimila sölu á bjór og léttvín í kjörbúðum.

Það er móðgun við þjóðina að hafa ekki komið með mál inn í þingið nú þegar það kom saman er fjallar um björgunar áætlun um hvernig staðið verður með heimilunum í landinu.

Það er ekki boðlegt að sína fólki puttann, með þessari framkomu gerir ríkistjórnin það .

Það er ljóst að stjórnin er í dauðateygjunum  ráðlaus og framkvæmdalaus það gerist ekkert.

Ríkistjórnin verður að koma með aðgerðarplan sem heimili og fyrirtæki geta sett sínar áætlanir inn í Það er alveg ljóst að fólkið í landinu vill vinna með stjórnvöldum ef þau vinna með fólkinu en það er bara ekki vilji hjá stjórnvöldum til þess og þá fara hlutirnir á þennan veg.

Það er stuttur tími til stefnu hjá stjórnvöldum til að ná til þjóðarinnar annars spái ég því að mótmæli verði mun harðari og það kæmi mér ekki á óvart að þau yrðu þannig að til líkamsmeiðinga komi eða þaðan að verra og vona ég svo sannarlega að ekki komi til þess .


Nú eru hundrað dagar liðnir frá bankahruninu og enn er allt við það sama.

Atvinnuleysið er nú að stóraukast og manni virðist stjórnvöld vera dofin og án allra úræða. Það eru helst samtök atvinnulífsins sem eru að leggja eitthvað til málanna sem getur aukið atvinnu.

Sjávarútvegsráðherra situr með hendur í skauti ekki ákveður hann enn að hefja Hvalveiðar það þarf að undirbúa þær og ákveða hvort kvótinn verður seldur eða skattlagðar afurðirnar.

Þá er ekkert ákveðið með að auka fiskveiðikvótann en það er augljóst að hann er hægt að auka,nú ef vilji er fyrir því að úthluta viðbótarkvóta á annan hátt en númer þá tekur það tíma og mikil nauðsyn að komast þar að niðurstöðu.

Heilbrigðisráðherrann sker og sker án þess að reikna það til hlítar hvernig það dæmi endar allt eins víst að sumt af þeim aðgerðum leiði ekki til sparnaður heldur aukis kostnaður en að vísu á öðrum reiknislyklum í bókhaldinu.

Viðskiptaráðherra er jú búinn að setja bankaráðunum fyrir að auglýsa stöður bankastjóra en ég hefði fyrst sameinað að minnsta kosti Glitnir og K.B áður eða að ráða þá bankastjóra til skamms tíma .

Félagsmálaráðherrann er að reyna hvað hún getur að auka bætur sem heilbrigðisráðherrann tekur strax í þjónustugjöld mikil sjónhverfing þar.

Umhverfisráðherra reynir hvað hún getur að stoppa eina ráðherrann sem er að reyna að koma af stað verkefnum sem stuðla að erlendri fjárfestingu og aukinni vinnu og vona ég heilshugar að Össur standi fast á sínu og komi verkefnunum af stað.

Fjármálaráðherrann er að reyna að fela það sem við Íslendingar skulda erlendis og að reyna að telja almúganum trú á að þetta sé ekkert mál að greiða þessar skuldir við eigum svo mikla auðlindir, en því miður að það er svo lítið af auðlindunum sem búið er að nýta skuldlausar. Þannig að það má seigja að við eigum ekki auðlindirnar nema að nafninu til þeir sem lánuðu í framkvæmdirnar svo hægt væri að nýta þær eiga þær meðan ekki er búið að greiða lánin.

Forsætisráðherra illa skipulagður að mínu mati. Ef við lítum á þessa krísu sem verkefni sem  verktakafyrirtæki hefði boðið í og ekki hafi verið reynsla af þess háttar verki í fyrirtækinu áður. Hvað gerir það fyrst það er að viða að sér því hæfasta fólki sem á markaðnum er ásamt verkfræðiskrifstofum með þekkingu á verkefninu og skipuleggja verkið setja tíma plan hvað þarf af manskap og efni á hverjum tíma svo verkið klárist án dagsekta. Hvar er þetta plan hjá forsætisráðherra það ætti að vera sýnilegt öllum þannig vita þegnarnir hvert stefna ber og fylgja því og hjálpa til við að koma verkefninu áfram. Það hefði sennilega verði besta ráð hjá Geir að ráða til sýn Gunnar Birgisson hann er vanur að takast á við verkefni og klára þau gera skipulag og láta það ganga, hvað sem svo má seigja um þann ágæta mann.

það er verið að nota ráðaneytin í verkefni sem þau ráða ekki við þar er ekki það fólk sem kann helst til verka í svona krísu það er ráðið á öðrum forsendum til að reka ráðaneyti og hafa ákveðið hlutverk í leiðsögn með verkum.

Ég ráðlegg Geir að fá í verkefnið strax Verkfræðinga og endurskoðendur sem vanir eru að vinna undir álagi og að stjórna margþættri vinnu þá fer eitthvað að gerast


Nú þarf sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvótann fyrir árið svo hægt sé að standsetja allan búnaðinn í vetur

Það liggur á að hefja hvalveiðar til vegs og virðingar á ný Það er mikil verðmætasköpun sem á sér stað við hvalveiðar þá þarf að huga að bræðslu fyrir allt annað úr skepnunni en það sem nýtist til manneldis.

Það á ekki að leyfa hrefnuveiðimönnum að henda í sjóinn því sem ekki er nýtt til manneldis við Hrefnuveiðar heldur skylda þá til að koma því efni í bræðslu.

Við bræðslu verður til mjöl og lýsi. Lýsið er hægt að vinna í lífdísil og nota til að spara annað innflutt eldsneyti við verðum að nýta skepnuna til fulls þannig verður hagkvæmin enn meiri Japanir kaupa kjötið á að mér skilst mjög góðu verði.Mjölið væri hægt að vinna að hluta í gæludýrafóður hér á landi.

Við þurfum nú umfram allt að ná gjaldeyri úr öllu sem hugsast getur og einnig að skapa alla þá vinnu sem mögulegt er nóg er nú atvinnuleysið samt.


Er ríkistjórnin í svartnætti þunglyndis? Hvað á maður að halda.

Hér á blogginu hafa  margar góðar greinar og hugmyndir sem stjórnvöld ættu að skoða byrst. þá virðist stjórnvöld vera að glutra niður málaferlum við Breta. Aðgerðarleysið er allsráðandi ákvarðanafælni og valkvíði virðis hafa yfirhöndina.

Það er eins og ríkistjórnin sitji og spjalli um heim og geim en komi engu í framkvæmd.

Við stærum okkur Íslendingar á hátíðar og  titildögum um góða skóla fjölda Háskóla og vel menntað fólk en hvað er gert með þetta  vel menntaða fólk okkar. Það er ekki haft með í ráðum ekki sett í hópa og fengið verkefni til að leysa í þessari eigin kreppu okkar.Þetta fólk býður eftir verkefnum fullt af orku til að hefjast handa

Hvernig væri að ráðamenn settu sig með sérfræðingum í að heimsækja Bretana og leiða málin til lykta eða að slíta þeim ef ekki er annað í stöðunni vinna málin eins og í Landhelgisdeilunum, það gerist ekkert að sjálfum sér.

Þannig þurfa stjórnvöld að koma saman færustu mönnum til að vinna með ráðherra að lausnum ekki fela hlutina undirsátum sem ekki er tekið mark á þið verðið að vera í frontinum ráðherrar góðir ef taka á mark á okkur.

Hættið þessu þvaðri um Evrópubandalagið og takið það þegar annað er komið á hreint við göngum ekki inn í það með alla hluti ókláraða og ef ekki er hægt að klára þá á skinnsömum nótum verðum við að leita annað eftir samstarfi og samvinnu. Þá förum við ekki í það bandalag  

Utanríkisráðherra hefði átt að fara sér hægar í því að skamma stjórnvöld í USA  út af Írak  við getum ekki staðið hér og skotið í allar áttir og hrópað allir vitlausir nema við, þannig er það ekki. Ætla að fleiri líti ekki öfugt á málið.

Er álit  þjóða heims á Íslandi  heimtufrekir  vilja ekkert leggja á sig en fá allt á silfurfati. Við höfum ekki her og ætlum ekki að hafa en við viljum að aðrir sinni vörnum okkar með sínum her við viljum ekki fórna manslífum en ætlumst kannski til að aðrir geri það í þágu friðar.

   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband