Færsluflokkur: Bloggar

Ég óska öllum gleðilegs árs og þakka skoðanaskiptin á árinu 2008

                                      

Páll Skúlason er mætur maður og mælir heilt í viðtali við Evu Maríu.

Það er öllum holt að hlusta á það sem hann hefur að seigja um málin hjá okkur það þarf að koma nýtt fólk í ríkistjórnina með allt annað gildismat það þarf að vinna í anda samvinnu og félagshyggju það þarf ungmannafélagsandann í stjórnmálin.

Allir að gera sitt besta án þess að hugsa um sinn hag en því miður hefur þjóðfélagið  allt of mikið snúist um hvað hef ég persónulega út úr því að gera eitthvað í málum samfélagsins. Einstaklings hyggjan hefur verið alsráðandi.

Kaupfélögin urðu mörg til í kreppunni og það var af brýnni nauðsyn, er neyðin  komin aftur nú?

Hver kom þeim út af markaðnum jú það var Bónus og hvernig fóru þeir að jú þeir kúguðu heildsala byrgja og framleiðendur þannig að þeir fengju mestan afslátt á kostnað hinna smáu svo sem kaupmannsins á horninu og minni kaupfélaga á landsbyggðinni . Er það eðlilegt að þeir sem reka mötuneyti og greiðasölur fari í Bónus og fái vöru þar á lægra verði en hjá framleiðanda sem vill staðgreiða? Þetta er kúgun sem verður að uppræta því þessir viðskipta hættir eru óheilbrigðir og valda spillingu.

Ég hvet Jón Sölenberger til að koma til liðs við fólkið í landinu og hjálpa því að setja upp á samvinnugrundvelli verslanir sem bjóða vöru á hagstæðu verði. Ég vil trúa því að Jón vilji vinna fyrir heildina án þess að hugsa endilega hvað hef ég út úr því fyrir mig heldur hvað hefur þjóðin út úr því.Hann hefur sambönd sem geta nýst við innkaup trúi ég.

 

 


Ingibjörg Sólrún ( Samfylkingin ) .Hvar eru umræðustjórnmálin íbúalýðræðið og samráðið núna hvar er prinsippið ? Aumingja þið.

Ríkistjórnin er lánlaus og rúinn allri virðingu hún hefur ekki einu sinni rænu á að kalla samtök atvinnulífsins að borðinu í gerð fjárlaga, þar hefði ríkistjórnin geta unnið sér inn prik með því að láta ASÍ og Samtökuatvinnulífsins fara í gegnum niðurskurðinn og láta þá velja slæmu kostina með sér en það lánaðist þeim ekki. Ég held að þið ættuð að skoða hvernig Steingrímur Hermannsson tók á málum þegar allt var að fara til helv þegar hann var forsætisráðherra.

Það er eins og stjórnin haldi að hún sé í þeirri stöðu að geta valtað yfir allt og alla, en þar skjátlast þeim líka því með þeirri framkomu verður bylting á landinu ég meina það verður uppreisn þegar atvinnuleysið nær hámaki. Stjórnin verður að ganga í takt við þjóð sína annars gerist það að hún verður sú fyrsta á Íslandi sem verður sett af.

Þá ræðir Ingibjörg sannslaust um Evrópusambandið og aðildarviðræður en hvar er Samfylkingin stödd ? þar er hún með samningsmarkmiðin á hreinu? ég hef ekki séð þau frekar en aðrir. Ef samningsmarkmiðin eru til þá eru þau þannig að þau þola ekki dagsljósið það á sennilega að fórna Landbúnaði og Fiskveiðiheimildum fyrir aðild þannig getur hún endurskipulagt kvótann og sett þá ábyrgð á Evrópubandalagið en þá er um leið komnir aðrir en Íslendinga inn í okkar landhelgi.

Við verðum að vanda til verka og vera alveg með það á hreinu hvað við erum tilbúin að semja um setja okkur prinsipp sem ekki verður bakkað með.

Það er deginum ljósar að Ingibjörg Sólrún talar um umræðustjórnmál á sunnudögum og öðrum titildögum en þegar á reynir er það fyrir bí þá er það sama og hjá Davíð það sem ég seigi er það eina rétta kannski hefur hún lært eitthvað af Marteini Mosdal.

Ég bið aðra sem í Samfylkingunni starfa að stoppa þessa stjórnsemi formannsins  af svo flokkurinn  hverfi ekki eins snöggt og hann varð til því í honum eins og öðrum flokkum er gott fólk og vel meinandi.

Það er aldrei meiri nauðsyn en einmitt nú að allir sem áhrif hafa í samfélaginu komi að erfiðum ákvörðunum því án samstöðu kemst þjóðin ekki í gegnum þessa erfiðleika.

Að lokum þessa pistils óska ég öllum gleði og góðum árangri í leik og starfi á næsta ári,og vona að Ríkistjórninni lánist að snúa af hroka sínum sem allra fyrst svo þjóðin nái sátt um uppbyggingu samfálagsins.


Dæmdur Fjármálaráðherra á að seigja af sér nú þegar.

 Fjármálaráðherra lætur dæma sig trekk í trekk fyrir að halda fjármunum sem honum ber að skila og hver situr uppi með skaðann aðrir en skattgreiðendur. Það væri réttast að ríkið færi í mál við hann vegna vanrækslu í starfi Það er ekkert annað en vanræksla að skila ekki þeim peningum sem hann krafðist í ólöglega af verktaka.

Það hefur löngum verið talað um að eftir höfðinu dansi limirnir.  Burt með svona ráðherra sem ekki fer að lögum það hlíttur að vera krafa þeirra sem greiða til samfélagsins að vel sé farið með þá aura sem þangað renna.


Fjárlögin eru sögð vera byrjunin á því sem koma skal því næst skulu þau vera hallalaus.Hvað er til ráða?

Það hlýtur að vera best að auka beina skatta en frekar og leggja á hátekjuskatt í jafnvel í fleiri þrepum en einu, í stað þess að hækka neysluskatta því neysluskattar auka verðólgu og þar með lán sem hvíla á heimilum fólksins það er ekki á þær hækkanir bætandi.

Niðurskurður verður að auka en fremur og þá verðum við að skoða hvað hefur minnst áhrif það er utanríkisþjónustan sem hlýtur að skera mest  þar er ekki um störf sem fjölfalda sig.

Þá eru varnir landsins sem nágranaþjóðir ætluðu að sinna í verktöku, sláum þá gæslu af.

Þá á að skoða það með fullri alvöru að fækka ráðaneytum og færa saman stjórnskipanina.

Hætta fjárafrekumframkvæmdum í vegagerð sem er  svo sem jarðgöngum og fara ekki í vegagerð nema hún sé sérstaklega arðbær en halda við þeim vegum  sem fyrir eru, og laga þá veigi sem eru sérlagahættulegir, og auka með því umferðaröryggi.

Heilbrigðisþjónustan er mjög fjárfrek og í stað þess að skera hana niður þá er spurning um að selja þjónustu til annar landa til að nýta betur okkar fólk betri nýting þýðir lægri kostnað per einingu og ef tekjur koma þá greiða þær niður annan kostnað.

Þá hlýtur að ver hægt að skera hér og þar úr styrkjum. 

Menntun verðum við að varðveita umfram allt því í skólum getum við bundið fólk á þeim tíma sem ekki er næga atvinnu að hafa í landinu.  

Þá þarf að hvetja útlendinga til að fjárfesta hér í því sem nýtir okkar sterku hliðar það er háhitinn rafmagnið og hugsanlega má vinna frekar það ál sem hér er framleitt.

Verðtrygginguna verður að taka til endurskoðunar breyta viðmiðum og gera þær nær því sem bestu vextir gefa það er ekki hægt að hirða eignir af venjulegu fólk það geta ekki verið eðlilegir viðskiptahættir að þeir sem eiga eignir sjái þær hverfa af því að einhver vísitala sem er tilbúin viðmið það eru ekki allir sem faraeins með sína fjármuni þannig a til sé einhver viðmið sem sé heilög tala og samkvæmt henni geti menn sagt að þetta sé einhver múllausn það má seigja að ef verðtrygging í því formi sem hún er í dag er í gildi þá eigi vextir að vera 1,5 % það er ágætar rentur sem hafa einga áhættu .

Það er greinilega enginn sérstök ánægja sem fylgir því að verða ósjálfbjarga og fé laus og upp á aðra komin við að rétta sig af eftir slæmt fyllirí sem nokkrir menn hjálpuðu okkur í með leiðsögn Seðlabankans sem hélt hér uppi óraunhæfu gengi á krónunni, og lausatökum á fjármálum drengjanna. 

 


Þá er ljóst hvernig blöðin vinna þau þjóna eigendum sínum fyrst og fremst

Ég vil þakka Reyni Trausta fyrir að upplýsa almenning um hvernig blöðin vinna.

Það hefur aldrei verið mikil peningaleg arðsemi af blaðaútgáfu. Þá er það ekki tilgangur með blaðaútgáfu er hann þá  að halda eigendum þeirra frá slæmri umræðu Það er sem betur fer er enn þá til miðlar sem fólk getur set sínar hugsanir fram svo sem Bloggið það getur vel verið að það sé ritskoðað ég hef ekki orðið fyrir því en þá.

Reynir hefur á undanfernumárum þóttist vera mikill rannsóknarblaðamaður sent stúlku inn á öldrunarstofu með upptökutæki og þar með reynt að sverta þá starfsemi í hvaða tilgangi veit ég ekki en önuglega hafa verið einhverjir hagsmunir þar til staðar.


Nú er raunveruleikinn að koma í ljós. Fjárlögin eru ekki gamansaga og verða ekki næstu ár. Notum tímann til náms og kennslu.

Skattar hækka en ekki er gert ráðfyrri hátekjuskatti það er miður að mínu mati. Útsvarsprósentan kemur til með að hækka hjá flestum sveitafélögum.

Atvinnuleysið kemur til með að aukast mjög mikið þar sem samdrátturinn í framkvæmdum er veruleg hjá ríkinu og svo bætist við niðurskurður hjá sveitafélögum. Þá er ljóst að þeir sem eru atvinnulausir framkvæma ekki neitt og mega þakka fyrir að ná endum saman.

Alþýðusambandið er ekki sátt við þessar ráðstafanir og hóta öllu illu en það er ekki til neitt vopn til að beita stjórnvöld.

Ef farið er í hart á vinnumarkaðnum þá fer verðbólgan í hæstu hæðir og þá verða fleiri gjaldþrota en þegar stefnir í.

Nú þarf að koma sem flestum í nám til að nota tímann á meðan lægðin er dýpst og til þess verður kannski að taka upp óhefðbundnar hefðir til náms svo sem í iðngreinum fá iðnfyrirtæki til að taka upp verknám og nota til þess þá iðnaðarmenn sem ekki hafa vinnu og því má stjórna með umsjónakennurum verknámsskólanna Trésmiðjur gætu breyttist í kennsluhúsnæði og trésmiðir í kennara undir stjórn umsjónakennara. Vélsmiðjur gætu gert það sama  Bílaverkstæði einnig nóg er af bílum og vélum sem hægt er að nota sem kennslu gögn.

Ég held að við verðum að nýta öll tæki og og húsnæði til þess að mennta .t.d iðnaðarmenn.

Bóknámið er ekki eins bundið atvinnulífinu og þar er ekki um sömu tengsl að ræða.  


Ríkistjórninni er alveg ótrúlega klaufsk og óábyrg í öllu því sem lítur að gömlu bönkunum.

Þessi ríkistjórn er algerlega stjórnlaus það veit enginn innan hennar hvað er að gerast, það nýjasta sem almenningur var upplýstur um er að viðskiptaráðherra vissi ekki hver var að rannsaka hvað.Almátugur.

Maður verður að byðja Guð að fyrirgefa þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. 

Þetta er dæmi um stjórn sem skipuð er einstaklingum sem ekki ræðast við og ekki ræða heldur við þær stofnanir sem eru á þeirra sviði. Svona stjórn í fyrirtæki væri fljót að setja það á hausinn.

Gerið það fyrir þjóðina ykkar að fara frá strax flokkarnir ykkar hljóta að eiga betri menn en ykkur í þessi störf.

Þetta er ekkert grín lengur Þetta er ekki hægt að hafa menn í æðstustöðum sem ekki ræðast við, ef þið viljið ekki gera það fyrir þjóðina að seigja af ykkur gerið það þá fyrir ykkur, svo niðurlæging ykkar verði ekki alger ég tel að þjóðin vilji ykkur ekki svo slæmt . Þið verðið að hlífa okkur við því að það komi til að einhver ykkar lendi í steininum fyrir vanrækslu í opinberu starfi.


Nú þurfa Íslendingar að fara að vinna í stjórnmálaflokkum, og í félagsmálum sem koma að almannaheill. nú er tími sérhagsmuna vonandi að hverfa.Nú er það gamla góða hvað get ég gert fyrir þjóðina? en ekki hvað getur þjóðin gert fyrir mig?

Það hefur ekki verið í tísku undanfarandi 20 ár eða svo að starfa í stjórnmálaflokkum, þannig hefur lítill hluti þjóðarinnar sem þar starfa ráðið mjög miklu um okkar þjófélagsgerð.

Það sem kemur út úr þeirri stefnu að vera (laust fylgi eða flokka flakkari) og þar með að kjósa eitt í dag annað á morgun með því er  verið að refsa mönnum og konum fyrirliðin mistök eftir á.

Kjósum annað næst og kvað gerist að fjórum árum liðnum við kjósum þriðja aflið vegna þess að þeir sem síðast voru kosnir voru ekkert betri. svona gengur þetta koll af kolli og niðurstaðan er að áhrif kjósanda eru mjög líklega engin nema sársauki og vonbrigði.

Ég hvet alla til að skrá sig í stjórnmálaflokk og vinna innanfrá í breytingum á stefnu og störfum flokksins hver sem hann er, ef enginn flokkur er með þá stefnu sem viðkomandi getur sætt sig við, eða komið í stefnuskrá flokks þá er bara að stofna flokk. og vinna að sínum málum þar.

Það  liggja mikil skilaboð í því að skipta sér ekki af stefnu flokkanna,en með því eru viðkomandi að seigja mér er alveg sama ég ætla að breyta samfélaginu að fjórum árum liðnum, en er ekki að vinna í núinu.

Svo eru skilaboðin þegar kjósandinn er óánægður með gjörðir þess flokks sem hann kaus það er sami rassinn undir þeim öllum þá er oft búið að kjósa alla flokka. Ekkert er eins og kjósandinn hafði hugsað sér, enda vissi enginn hvað hann var að hugsa.

Verum virk í stjórnmálum þá vermdum við lýðræðið, en afskiptarleysið eyðileggur það.

 


Hversvegna mæta ekki ráðherrar samfylkingar í Mannamál? við hvað eru þeir hræddir?.Brettið upp ermar og farið að vinna að hag almenning.

Það er ekki nema tvær skýringar að mér sýnist. Það er að þeir hafa ekkert fram að færa sem gæti nýst borgurum þessa lands og ef svo er þá vita þeir ekkert um þau mál og hafa þá ekki verið að vinna að neinu sem hægt er að seigja frá.

 Hitt er að þeir séu að plotta eitthvað á bak við tjöldin sem ekki er samstaða um og að ef þeir kæmu í viðtal þá myndu þeir verða jafn margasaga og þeir væru margir sem  frá segðu. Hvorugt er gott enda eru málin þannig frá sjónarhóli almennings að ekkert sé verið að gera og ekkert til að seigja frá. þó rumska þeir aðallega á nóttmuni og koma þá með lög sem ekki þola dagsbirtu og.

Það sem ég legg til er að þeir geri annað hvort að taka vísitöluna og frysti hana í 6 mánuði eða öðrum kosti taka strax upp Dollar sem millibils gjaldmiðil það er ekki til neins nema að æsa Evrópusambandið upp á móti okkur  að taka upp einhliða evru látum það bíða þar til við höfum náð þeim markmiðum að það sé hægt.

Þá þarf að koma upp stjórnlagaþingi og breyta stjórnaskránni, þingmenn geta það ekki þeir eru allt of tengdir því umhverfi sem hún skapar þeim .

Stjórnarskránni þarf að breyta þannig að við getum tekið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur til þess þurfum við reglur í stjórnarskránni.

Þá þarf stjórnlagaþing að hafa stjórnarskrána alla undir og skoða kosningalögin kjördæmin og fjölda þingmanna  og svo ekki síst stjórnskipanina alla.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband