Runólfur á að afþakka starfið og sýna þannig að hans dómgreind er í lagi, þó ráðherra hafi hana ekki.

Það er mjög misráðið að setja mann yfir svo viðkvæm mál sem skuldamál heimilanna er sem hefur ekki hreint borð varðandi viðskipti og niðurfellingu skulda þá hann hafi haft vit til að hafa þau í sér félagi það er alveg sama hverju hann svarar ráðherra hann verður ekki trúverðugur.

Ég vil beina því til Runólfs að hann afsali sér þessu embætti það hlýtur að finnast annað starf hjá vinum hans  sem ekki er eins viðkvæmt og þessi málaflokkur.

Hann á að skera ráðherrann vin sinn úr þessari snöru og auka virðingu sýna í leiðinni það sýnir rétta dómgreind. 

Hvernig tekur maður með þessa fortíð á því er ónefndur sparisjóður narrað saklausa sveita menn til kaupa á stofnbréfum og lánaði fyrir þeim með veði í jörð og öðrum fasteignum þeirra?, en benti þeim ekki á að hafa þær skuldir í sér félagi sem þá hefði ekki verið tekin veð í aleigu manna en hugsanlega sloppið eins og hann.

Þessi embættisveiting er bull og stenst ekki því miður.

 


mbl.is Svarar ráðherra á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hann hefði náttúrulega aldrei átt að taka að sér þetta starf - sýnir eingöngu hversu siðblindir margir eru sem ætla sér að "gösla" áfram til metorða og það sama hvað það kostar - Runólfs-ferill endar líklega hér og nú............

to late to late

Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er rétt hjá þér og tekur hugsanlega annan með sér

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.8.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband