Minnihluta stjórn er ekki slæmur valkostur, nema fyrir þá sem vilja ráða öllu án samþykkis þingsins

Það er mikill tauga titringur í stjórnarflokkunum út af svo nefndum þremenningum.

Hvers vegna er þessi titringur? þegar þau hafa líst því yfir að þau verji stjórnina falli.

Ég túlka það svo að það séu ráðherrarnir sem sjá það í hendi sér að þeir geta ekki valtað yfir þingið eins og ef hjörðin er einsleit og vilja laus , Þannig hefur stjórn landsins verið alltof lengi.

Risstjórnin verður að koma með mál fram og semja um þau við stjórnarandstöðuna að öllu leiti eða að hluta eftir því sem þarf.

Mjög góður kostur.

Sá allra  besti sennilega við þessar aðstæður því með þessu er komin sem næst þjóðstjórn það er það sem landið þarfnast einmitt nú.

Verum bara kát með þetta og höldum gleðileg jól og sjáum hvort þjóðin verður bara ekki betur stjórnað með þessum hætti.

Það eina sem getur komið í veg fyrir það eru gömlu xxxx sem hafa alist upp við gömlu klækina og vilja viðhalda þeim ekki með markmið þjóðarhella heldur persónulegs metnaðar og þar með ranghugmynda.

Fólkið í landinu er búið að fá nóg af refshætti og einkaframtaki foringjanna , það heimtar að þingið vinna að þjóðarhag hvar í flokki sem það stendur, það ætti að gerast með minnihluta stjórn Fyrst ekki er vilji til þjóðstjórnar.

Stjórnmálaflokkarnir allir verða að átta sig á því ef þetta þrátefli hjá þeim sem völdin vilja hafa og heimta meirihluta á bak við sig , sem situr og stendur eins og þeir vilja verður barið að borðinu þá kemur fram nýtt afl í næstu kosningum og tekur völdin þó það sé kannski ekkert betra en þeir flokkar sem fyrir eru heldur mun almenningur sýna því þingi og þeim flokkum sem nú taka þátt í vitleysunni fingurinn.

Ég tel að stjórnarandstaðan og þremenningarnir hefi bent á lausnir og það mjög góðar lausnir sem ekki er hlustað á en Gömlu foringjarnir þeir elstu á þingi hlusta ekki því egóið er svo mikið og þeirra mottó virðist  ég get og skal hvað sem það kostar og hversu vitlaust það er hugmyndin er mín og ég hef rétt fyrir mér.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón ég held að þú hafir algerlega rétt fyrir þér í þessu og tek ég undir með þér

Jóla kveðja

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband